Fimmtudagur 27.febrúar 2020
Fókus

Reykjavíkurdætur hakka Önnu Svövu í sig: „Komin í eitthvað grínþrot“

Fókus
Miðvikudaginn 18. september 2019 09:55

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Reykjavíkurdæturnar Steiney Skúladóttir og Þura Stína skjóta báðar fast á Önnu Svövu Knútsdóttir á Twitter. Svo virðist sem Anna Svava hafi gert grín að hljómsveitinni í upphitun hennar fyrir nýtt uppistand Björns Braga Arnarssonar. Hann var líkt og flestir vita gripinn glóðvolgur við að káfa á unglingsstúlku á Subway.

Steiney gefur í skyn að Anna Svava hafi einfaldlega endurrómað það sem Emmsjé Gauti sagði árið 2015. „Anna Svava komin í eitthvað grínþrot, hitar upp fyrir Björn Braga og stelur einum góðum MC Gauta brandara 4 árum seinna,“ skrifar Steiney.

Hún bætir svo við það: „Það er verið að bóka okkur á festivöl um allan heim, spila okkur á útvarpsstöðvum eins og BBC og við vorum að vinna verðlaunin besta up and coming hip hop band í Evrópu. Það er pjúra bara Ísland sem vill ekki sjá okkur. Þetta er svo ljótt kynjamisrétti að ég á ekki orð.“

Þura Stína tekur undir með Steiney á Twitter og af orðum hennar að dæma þá virðist Anna Svava hafa sagt að það væru engir góðir kvenrapparar hér á landi. „Að segja að það séu engir góðir kvenrapparar á Ísland í dag er svo ljótt og ömurlegt djók, við erum að spila útum allan heim fyrir mörgþúsund manns og vinna alþjóðleg tónlistarverðlaun og Ísland er ennþá bara: Þið sökkið. Allar,“ skrifar Þura Stína.

Hún segir svo: „Fyrir utan Önnu Svövu að gera grín af öllum íslenskum stelpum sem rappa á Íslandi fyrir fullum sal að þá eru Rvkdtr búnar að fá eitt bókunar-request frá hátíðum á Íslandi síðasta árið.“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fókus
Fyrir 2 dögum

Daði Freyr opnar sig um samsærið – „Er Netflix búið að velja sinn sigurvegara?“

Daði Freyr opnar sig um samsærið – „Er Netflix búið að velja sinn sigurvegara?“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Viktor fékk ljót skilaboð: „Djöfulsins ógeð ertu maður/kona/hlutur“ – Sjáðu hverju hann svaraði

Viktor fékk ljót skilaboð: „Djöfulsins ógeð ertu maður/kona/hlutur“ – Sjáðu hverju hann svaraði
Fókus
Fyrir 3 dögum

Vikan á Instagram: „Í kvöld skála hagfræðingar“

Vikan á Instagram: „Í kvöld skála hagfræðingar“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Kristín Sif komin á fast

Kristín Sif komin á fast
Fókus
Fyrir 5 dögum

Þegar Íslendingar notuðust við einkamálaauglýsingar – „Einmana heimasæta vill kynnast ungum manni“

Þegar Íslendingar notuðust við einkamálaauglýsingar – „Einmana heimasæta vill kynnast ungum manni“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Ísold stenst allt nema freistingar – „Sá sem eldar þarf ekki að vaska upp“

Ísold stenst allt nema freistingar – „Sá sem eldar þarf ekki að vaska upp“
Fókus
Fyrir 6 dögum

Berglindi langar að kveikja í sér eftir að hún las þessi komment – „Er hann ekki dauður??“

Berglindi langar að kveikja í sér eftir að hún las þessi komment – „Er hann ekki dauður??“
Fókus
Fyrir 6 dögum

Manuela tók aldrei fyrsta sopann: „Ég hef sparað mér svo mikla vanlíðan“

Manuela tók aldrei fyrsta sopann: „Ég hef sparað mér svo mikla vanlíðan“