fbpx
Fimmtudagur 18.apríl 2024
Fókus

Tarantino og tásublætið: Kvöldstund með leikstjóranum vekur athygli – „Má ég sjúga tærnar á þér á meðan ég fróa mér?“

Tómas Valgeirsson
Föstudaginn 23. ágúst 2019 22:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eins og mörgum kvikmyndaáhugamönnum er kunnugt, þá stendur til hjá hinum virta leikstjóra Quentin Tarantino að skella í lás að loknu tíunda framlagi sínu til kvikmyndagerðar. Aðdáendur mannsins eru þegar farnir að ræða sín á milli hvernig svanasöngur hans muni verða og hvers lags efni verði fyrir valinu. Það hefur ítrekað sýnt sig að þessi tiltekni leikstjóri dáist sérstaklega að fjórum hlutum; spagettívestrum, löngum samræðum, hasarmyndum af gamla skólanum og síðast en ekki síst berfættu kvenfólki og þá einkum og sér í lagi tám þess.

Ekki væri þá handan marka raunveruleikans að reikna með því að tíunda og síðasta kvikmynd Tarantino bæri mikil merki um nefnd áhugamál hans, jafnvel væri ekki svo galið að ímynda sér að svanasöngurinn samanstæði af tveggja tíma myndefni af tám, klæddum litlum kúrekahöttum, samhliða innihaldsríkum samræðum utan ramma. Ólíklegri hlutir hafa nú gerst og má svo sannarlega segja að ýmislegt styddi við þær vangaveltur.

Á dögunum var frumsýnd nýjasta og jafnframt níunda kvikmynd Tarantino, sem ber heitið Once Upon a Time in Hollywood, og eru glöggir áhorfendur fljótir að taka eftir því að berir fætur stúlkna gegna lykilhlutverki í þeirri kvikmynd. Það er þó langt því frá að vera nýtt fyrirbæri að kvikmyndagerðarfólk nýti sér form miðilsins til að koma persónulegum einkennum eða blætismerkjum til skila.

Þetta breytir því ekki að Fókus sér þetta sem tilefni til að grandskoða feril kvikmyndagerðarmannsins sem hefur sinnt leikstjórn eins og hálfgerð rokkstjarna, einnig til þess að sjá hvort og hversu fjölbreytt nálgun á umræddu tásublæti sé í boði.

 

Uma gefur tóninn – Pulp Fiction (1994)

Fram að Pulp Fiction höfðu aðallega karlmenn verið í forgrunni í Tarantino-myndum, en um leið og leikkonan Uma Thurman, skáldgyðja mannsins að eigin sögð, stígur á svið stenst leikstjórinn ekki þá freistingu að mynda hana neðan frá. Ekki nóg með það, heldur tekur frú Thurman klassísku danssporin skó- og sokkalaus. Náttúrulega.

 

Tær og tekíla – From Dusk till Dawn (1996)

Í vampírumyndinni From Dusk till Dawn – sem Tarantino skrifaði en leikstýrði ekki – fer kvikmyndagerðarmaðurinn með eitt af aðalhlutverkum myndarinnar. Þar er hann annar helmingur hinna alræmdu Gekko-bræðra, á móti sjálfum George Clooney á upphafsárum ferils hans. Þegar drengirnir koma við á vafasömum skemmtistað tekur við glæsilegur dans frá leikkonunni Sölmu Hayek. Það væri ekki í frásögur færandi nema fyrir þá sök hún eignar sér sviðið með gríðarstóran snák í miðri sýningu og tekur upp á því að stinga öðrum fætinum upp í kjaftinn á Tarantino. Hún hellir sínu fínasta tekíla niður fótlegginn og fær þá leikstjórinn tvöfalda ánægju. Það er þekkt saga að tjaldabaki að þegar Tarantino var spurður hvers vegna hann hefði fengið þennan einkadans frá Hayek en enginn annar. Hann svaraði: „Vegna þess að ég er handritshöfundurinn!“

 

Fætur Fonda – Jackie Brown (1997)

Í þessari ágætu mynd er það undantekning ef leikkonan Bridget Fonda sést öðruvísi en berfætt, en henni til afsökunar má taka fram að hún drepur sjaldan niður fæti utan dyra.

 

Þrettán tíma störukeppni – Kill Bill (2003–2004)

Ófáir muna eflaust eftir hinni alræmdu senu þar sem Uma Thurman situr klukkustundum saman og vonar að doðinn í fótunum hverfi. Hún starir ákveðin á tær sínar (og þær eru kvikmyndaðar í gríðarlegri nærmynd, vitaskuld) og endurtekur frasann: „Wiggle your big toe“.

 

Allt látið flakka – Death Proof (2007)

Death Proof er fyrsta og eina kvikmyndin þar sem Tarantino gegnir hlutverki kvikmyndatökumanns. Þá kemur eflaust ekki á óvart að tásublætið sjáist í sinni tærustu mynd, meðal annars í opnunarskoti myndarinnar. Auk þess eru merki um að helsti skúrkur myndarinnar, leikinn af Kurt Russell, deili þessu blæti.

 

„Ef skórinn passar …“ – Inglourious Basterds (2009)

Þýska leikkonan Diane Kruger gerist Öskubuska í örskamma stund þegar nasistaforingi kannar hvort fótur hennar passi í skó sem varð eftir á vettvangi glæps.

 

Tásu-Tate – Once Upon a Time in Hollywood (2019)

Í nýjustu mynd leikstjórans fylgjumst við grannt með upprennandi leikkonu, Sharon Tate, sem leikin er af Margot Robbie. Ef einhver hefur veðjað á að hún beraði ekki tærnar á einhverjum tímapunkti, þá hefur sá sami tapað því veðmáli. Aftur á móti er Robbie langt frá því að vera sú eina í þessari kvikmynd sem hugnast lítt sokkar og skór.

 

„Þarna verð ég skíthrædd“

Árið 2011 birti nafnlaus kona tölvupóst, sem upphaflega var ætlaður vinum hennar, þar sem hún rifjar upp kvöldstund með Tarantino sjálfum. Það sem hófst sem saklaust kvöld þar sem setið var að sumbli endaði sem grípandi innsýn í koll leikstjórans fræga. Pósturinn vakti vægast sagt mikla athygli og þótti frásögnin afar bitastæð, þótt innihald hans hefði komið fáum á óvart. Umrætt bréf var birt á fréttamiðlinum Gawker.

Leikstjórinn og konan hittust á skemmtistað. Konan segir leikarann Jamie Foxx hafa verið með þeim í teiti sem átti sér stað á heimili leikstjórans. Gestirnir tíndust á brott, einn af öðrum, og að lokum voru aðeins Tarantino og nafnlausa frúin eftir. Hún skrifar í póstinum:

„Eftir langar samræður um kvikmyndir, stingur hann upp á því að við förum í rúmið. Þarna verð ég skíthrædd,“ segir hún og tekur fram að þótt hún og leikstjórinn hefðu verið dugleg í kossaflensi þetta kvöld, þá hefði ekki staðið til hjá henni að ganga lengra en það.

„Ég reyni að forðast allan neðanbeltishasar í ljósi þess að Tarantino er með einn ljótasta tittling sem ég hef á ævi minni séð; stuttan, þykkan og stubbalegan. Á meðan ég ofanda yfir tilhugsuninni um að hann ætli sér að koma nálægt mér með þennan grip, þá hallar hann sér að mér og varpar fram furðulegustu spurningu sem ég hef á ævi minni heyrt:

Má ég sjúga tærnar á þér á meðan ég fróa mér?

Ég var ekki búin undir þetta, en ég lét mig hafa það til að koma í veg fyrir eitthvað nánara.“

Að sögn konunnar tóku þá við einhverjar undarlegustu tíu mínútur ævi hennar, að fylgjast með Óskarsverðlaunahafa fróa sér meðan hann sleikti á henni tærnar. „Þetta var ekki alslæmt, enda þurfti ég ekki að gera neitt. Skömmu eftir þetta fórum við að sofa en hann ákvað að endurtaka leikinn morguninn eftir, án þess að spyrja mig – sem mér þótti dónalegt. Í kjölfarið skutlaði hann mér svo heim og þannig var sagan öll.“

Ári síðar var leikstjórinn staddur í ítarlegu viðtali hjá útvarpsmanninum Howard Stern. Þar var hann spurður út í söguna og lekann á henni og þótti honum birtingin vera fyrir neðan allar hellur. Hann sagði í viðtalinu að hann hefði verið herramaður í öllum samskiptum sínum við konuna og fannst birtingin vera argasti trúnaðarbrestur. Hann tók sterklega fram að hann hefði verið sleginn vegna þessarar opinberunar en neitaði ekki nokkrum sköpuðum hlut, enda var lítið til að fela.

Nafnlausa konan krafðist þess að þau Tarantino færu saman í myndaklefa, fyrr um kvöldið, til að geta sannað að sagan væri engin lygi.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Föðurlausi drengurinn sem setti vikulega á svið leikrit til að fela vanræksluna – „Maður vissi ekkert hverju maður átti von á þann daginn“

Föðurlausi drengurinn sem setti vikulega á svið leikrit til að fela vanræksluna – „Maður vissi ekkert hverju maður átti von á þann daginn“
Fókus
Fyrir 3 dögum

„Hver verður næst?“

„Hver verður næst?“
Fókus
Fyrir 3 dögum

„Maður þarf stundum að standa með sjálfum sér“

„Maður þarf stundum að standa með sjálfum sér“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Sigríður lýsir lækningamætti Einars – „Gleymi aldrei svipnum á læknunum þegar þeir skoðuðu nýjar myndir af hnénu“

Sigríður lýsir lækningamætti Einars – „Gleymi aldrei svipnum á læknunum þegar þeir skoðuðu nýjar myndir af hnénu“