Mánudagur 17.febrúar 2020
Fókus

Barðist fyrir trommukjuða á Ed Sheeran: „Ég var alveg tilbúin til þess að standa þarna allt kvöldið“

Aníta Estíva Harðardóttir
Föstudaginn 16. ágúst 2019 13:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það var margur Íslendingurinn sem lagði leið sína á tónleika Ed Sheeran um síðustu helgi, lögðu á sig langar biðraðir í kuldanum til þess eins að fá að bera stórstjörnuna augum og hlýða á tóna hans.

Isabella Osk var í þeim hópi en var hún þó ekki mætt til þess að sjá Ed Sheeran sjálfan heldur var hún komin til þess að bera trommuleikara Zöru Larsson augum. Fékk Isabella þó meira fyrir peninginn heldur en hana grunaði þar sem trommuleikarinn, Simon Santuione, tók upp á því að kasta trommukjuða sínum til áhorfendanna sem endaði svo í fórum Isabellu.

Það gekk þó ekki snurðulaust fyrir Isabellu að eignast kjuðann þar sem önnur stúlka á tónleikunum ætlaði sér líka með hann heim.

„Ég elska Simon Santunione og ég er frekar viss um að hin stelpan hafi ekki einu sinni vitað hver hann er. Ég var alveg tilbúin til þess að standa þarna allt kvöldið enda fór ég ekki á tónleikana fyrir Ed Sheeran heldur fyrir Simon,“ segir Isabella í samtali við blaðakonu.

Trommukjuðinn frægi / Mynd: Isabella Osk

Vildi ekki vera með vesen á tónleikunum

Mikill æsingur braust út þegar Simon kastaði trommukjuðanum og náðust deilur stúlknanna á myndband sem síðar fór í dreifingu innan hóps kvenna á samfélagsmiðlum.

„Þetta var þannig að ég var fremst á tónleikunum þegar Zara Larsson var að spila og Simon Santunione á trommurnar. Þegar þau voru búin að spila þá komu þau öll fram og Simon kastaði einum trommukjuðanum lengst frá mér en hinum svo bara rétt við hliðina á mér. Ég dýfði mér beint í átt að honum og greip hann ásamt nokkrum öðrum stelpum.“

Segir Isabella að flestar stúlknanna hafi gefist fljótt upp á því að halda í kjuðann og voru þær þá tvær eftir sem neituðu að sleppa.

„Ég og önnur stelpa vildum hvorugar sleppa en vinkonur hinnar stelpunnar nenntu þessu ekki og stungu upp á því að við værum í skæri, blað steinn. Ég vildi það alls ekki af því að ég ætlaði ekki að taka sénsinn á því að fá ekki kjuðann þar sem ég elska Simon. Þá komu þrír verðir og fór að hlæja að okkur og stungu þeir upp á því að við myndum brjóta hann í tvennt. Ég neitaði aftur en síðan vildi ég ekki vera að búa til neitt vesen eða drama á tónleikunum þannig að ég ákvað að leyfa þeim að brjóta hann í tvennt ef að ég fengi að taka mynd af mér með hann fyrst.“

Baráttan um trommukjuðann fór því vel og fékk hvor stúlkan sinn helminginn af kjuðanum með sér heim.

Myndbandið af deilunum má sjá hér að neðan:

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fókus
Fyrir 2 dögum

Úr glamúr í grimma fortíð: „Ein mesta hryllingstilfinning sem ég hef upplifað“

Úr glamúr í grimma fortíð: „Ein mesta hryllingstilfinning sem ég hef upplifað“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Veðrið gengur niður en tístin halda áfram: „OK – ég játa. Keypti brauð í Krónunni í gær. Hvar borga ég sekt?“

Veðrið gengur niður en tístin halda áfram: „OK – ég játa. Keypti brauð í Krónunni í gær. Hvar borga ég sekt?“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Nýja Bond-lagið afhjúpað

Nýja Bond-lagið afhjúpað
Fókus
Fyrir 2 dögum

Rósa segir edrúmennskuna bestu gjöf sem hún gat gefið sér: „Að vera komin á geðdeild inn og út um tvítugt var mikið áfall“

Rósa segir edrúmennskuna bestu gjöf sem hún gat gefið sér: „Að vera komin á geðdeild inn og út um tvítugt var mikið áfall“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Jöklar í Listasal Mosfellsbæjar

Jöklar í Listasal Mosfellsbæjar
Fókus
Fyrir 4 dögum

Ellý mátar brúðarkjóla – Staðráðin í einu á stóra daginn: „Allt annað er aukaatriði“

Ellý mátar brúðarkjóla – Staðráðin í einu á stóra daginn: „Allt annað er aukaatriði“