Miðvikudagur 11.desember 2019
Fókus

Sara Mjöll: Spilaði djass fyrir fáklætt fólk í fimm stiga frosti

Íris Hauksdóttir
Laugardaginn 10. ágúst 2019 12:00

Mynd: Eyþór Árnason

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sara Mjöll Magnúsdóttir er ungur og upprennandi djasspíanóleikari og tónskáld sem hefur verið áberandi í djasstónlistarsenu Reykjavíkur undanfarin misseri. Hún hefur komið fram víða um borgina sem og á hátíðum svo sem Jazzhátíð Reykjavíkur og Jazzhátíð Austurlands. Hún hefur einnig starfað sem píanókennari við skólann Tónsali síðastliðin ár. Í haust leggur Sara Mjöll land undir fót og hefur nám í djasspíanóleik við William Paterson University í New Jersey í Bandaríkjunum.

Hvar líður þér best?
Á sólarströnd eða uppi í sófanum hjá mömmu og pabba.

Hvað óttastu mest?
Að allur heimurinn breytist í frauðplast.

Hvert er þitt mesta afrek?
Að halda áfram þegar á móti blés.

Furðulegasta starf sem þú hefur tekið að þér?
Líklega þegar ég spilaði djass fyrir fáklætt fólk úti í fimm stiga frosti í Nauthólsvík í janúar. Giggið var bara 20 mínútur en seinustu 5 mínúturnar, þegar fingurnir höfðu breyst í ísmola, voru þær erfiðustu sem ég hef upplifað við píanóið.

Hver væri titillinn á ævisögu þinni?
Konan sem elskaði jazz og hataði frauðplast.

Hvernig væri bjórinn Sara Mjöll?
Hann væri bara Einstök White Ale með nýjum miða, má það ekki?

Besta ráð sem þú hefur fengið?
Ég trúi því að Katrín Tanja crossfit-drottning hafi verið að tala beint til mín þegar ég heyrði hana segja í viðtali: „ef maður gerir það sem maður elskar og gefur allt í það, þá mun allt fara vel að lokum“. Þetta varð ákveðin mantra fyrir mig enda alveg satt.

Hvert er leiðinlegasta húsverkið?
Að þrífa niðurfallið á sturtunni.

Besta bíómynd allra tíma?
Stella í orlofi.

Hvaða hæfileika myndir þú vilja búa yfir?
Ég dáist að fólki sem hefur hæfileikann til að draga það besta fram í öllum.

Hver er mesta áhætta sem þú hefur tekið?
Ætli það sé ekki bara að hætta í vinnunni, flytja úr samfélagi þar sem ég fæ nóg að gera og flytja til annars lands þar sem ég þekki engann og elta drauminn. Annars keypti ég líka verðbréf árið 2007 þegar ég var 13 ára. Good times.

Hvaða frasi eða orð fer mest í taugarnar á þér?
„Þetta gerði daginn minn“. Ljótasti beinþýddi frasi sem til er.

Hvaða getur þú sjaldnast staðist eða ert góð í að réttlæta að veita þér?
Þegar einhver býður mér köku eða eitthvert bakkelsi.

Hvað er á döfinni hjá þér?
Á döfinni er að undirbúa flutninga til Bandaríkjanna, spila nokkur gigg, vonandi fara í eina útilegu og hafa það gott með vinum og vandamönnum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fókus
Fyrir 2 dögum

Svava um fyrsta árið saman:  „Síðan þá hafa margar minningar verið skrifaðar“

Svava um fyrsta árið saman:  „Síðan þá hafa margar minningar verið skrifaðar“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Heimsfrægi rapparinn Juice Wrld er látinn – Var einungis 21 árs gamall þegar hann lést

Heimsfrægi rapparinn Juice Wrld er látinn – Var einungis 21 árs gamall þegar hann lést
Fókus
Fyrir 2 dögum

Kristina syngur í stórmynd sem framleidd er af Warner Brothers – „Leikstjórinn vildi nota útgáfuna okkar“

Kristina syngur í stórmynd sem framleidd er af Warner Brothers – „Leikstjórinn vildi nota útgáfuna okkar“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Office-stjarnan Rainn Wilson gerir lítið úr Stjörnu-Sævari – „Whatever dude“

Office-stjarnan Rainn Wilson gerir lítið úr Stjörnu-Sævari – „Whatever dude“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Fimm gagnlegir hlutir fyrir frostbitna bílrúðu

Fimm gagnlegir hlutir fyrir frostbitna bílrúðu
Fókus
Fyrir 5 dögum

Nýja stjúpmamma Sólrúnar Diego yngri en hún

Nýja stjúpmamma Sólrúnar Diego yngri en hún
Fókus
Fyrir 5 dögum

Viktor fór með hálfa brennivínsflösku inn á Vog: „Þetta var allt eða ekkert“

Viktor fór með hálfa brennivínsflösku inn á Vog: „Þetta var allt eða ekkert“
Fókus
Fyrir 6 dögum

Árni bjó á götunni árið 2016: Nú hefur hann opnað sinn eigin veitingastað í Reykjavík

Árni bjó á götunni árið 2016: Nú hefur hann opnað sinn eigin veitingastað í Reykjavík
Fókus
Fyrir 6 dögum

Namibískur áhrifavaldur spyr hvort Jóhannes sé á lausu

Namibískur áhrifavaldur spyr hvort Jóhannes sé á lausu