fbpx
Mánudagur 19.ágúst 2019  |

DV - Frjáls og óháður miðill

Fókus

Sólbjört segir þekktan Íslending hafa pissað á sig á listasýningu: „Karlkyns alkóhólistar eru aldrei geðveikir og alltaf snillingar“

Fókus
Þriðjudaginn 23. júlí 2019 14:25

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Vegna kynferðislegu spennunnar við þrettán til fimmtán ára aldur þurfti ég bara að horfa á fólk tala um að ríða.“

Svo mælir Sólbjört Vera Ómarsdóttir, ljóðskáld og myndlistarkona. Hún var gestur í útvarpsþættinum Athyglisbrestur á lokastigi og spjallaði hún við þær Lóu Björnsdóttur og Sölku Gullbrá, meðal annars um þann tíma sem fer í neyslu á afþreyingarefni.

Að eigin sögn lifir sig enginn jafnmikið inn í sjónvarpsþætti og Sólbjört. Hún segir fyrrverandi kærasta sinn hafa beðið hana um að hætta að horfa á Game of Thrones, enda voru þættirnir farnir að hafa of mikil áhrif á líf hennar. Hún grét heilu dagana þegar persónur sem henni var annt um létu lífið í þáttunum.

Hafði ekki húmor fyrir neinu

Stúlkurnar ræða einnig um kvikmyndir sem voru í daglegri rútínu hjá þeim og nefnir Sólbjört unglingamyndina Superbad frá 2007 sem mynd sem hún horfði á daglega á táningsárunum. Sólbjört segir að þetta hafi verið sú mynd sem gerði það að verkum að hún uppgötvaði húmor af allt öðru stigi, auk þess var þetta myndin sem hún uppgötvaði sig kynferðislega yfir.

Jonah Hill og Michael Cera úr Superbad

„Fyrir þetta tímabil var ég bara að horfa á High School Musical og eitthvað þannig, en þarna var ég nýbúin að prófa að smóka sígarettu og nýbúin að uppgötva að þarna væri ég orðin að unglingi og að ég gæti fokkað öllu upp. Ég hafði ekki húmor fyrir neinu,“ segir hún.

„Ég setti þessa mynd í tækið einu sinni á dag, alla daga. „Michael Cera var mitt „spirit animal“ á þessum tíma, en ég var meira fyrir Jonah Hill og tengdi meira við hann. Ég var alltaf ógeðslega týpan sem talaði bara um að sjúga typpi og ríða.“

„Hættið að gefa karlmönnum allt sem þeir vilja“

Þáttastjórnendur bjóða þá gestinum að „ranta“ um eitthvað sem tengist menningarheiminum og velur myndlistarkonan umræðuefni sem er henni hugleikið. Sólbjört fer þá á flug með umræðuna um „karlkyns snillinga,“ þessa sem fá endalaus tækifæri á meðan konur mega varla stíga feilspor án þess að vera brennimerktar sem klikkaðar það sem eftir er.

Sólbjört slær á létta strengi og „rantar“:

„Hvað er fokking málið með að þekktir karlkyns alkóhólistar séu aldrei geðveikir og alltaf snillingar?

Alveg sama hvað þeir gera eru þeir snillingar, á meðan konur sem vinna hart og voru kannski fullar í einu partíi og þá eru þær stimplaðar sem klikkaðar ævilangt. Þetta eru fokking „double standards,““
segir Sólbjört og heldur áfram:

„Hættið að gefa karlmönnum allt sem þeir vilja og kalla þá snillinga, því þeir eru líka geðveikir! Og konur eiga skilið virðingu fyrir vinnuna sína og það skiptir engu máli þó þær hafi verið fullar í einu partíi eða farið að grenja. Ég hata þetta!“

Sólbjört nefnir engin nöfn en segist þekkja til fjölda karlmanna sem eru þekktir óvirkir alkóhólistar og vitað um einn sem hefur „pissað á sig á listasýningum,“ og fleiri sem hafa „kýlt fólk eða stofnað til slagsmála, öskrað á konurnar sínar, beitt þær ofbeldi og þeir eru bara á samning hér og þar og taldir snillingar. En ef kona fokkar upp einu sinni, þá er hún talin vera „sækó““.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fókus
Fyrir 3 dögum

Auðunn kveður Hjörvar: „Þín verður sárt saknað vinur!“

Auðunn kveður Hjörvar: „Þín verður sárt saknað vinur!“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Risaskjáir Ed Sheeran voru teknir niður á síðustu stundu – Öryggi gesta ógnað

Risaskjáir Ed Sheeran voru teknir niður á síðustu stundu – Öryggi gesta ógnað
Fókus
Fyrir 4 dögum

Flúði heimalandið og bjargar nú fólki á Íslandi: „Ef ég fer heim þá eru hundrað prósent líkur á því að ég verði drepinn“

Flúði heimalandið og bjargar nú fólki á Íslandi: „Ef ég fer heim þá eru hundrað prósent líkur á því að ég verði drepinn“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Dramatískt þyngdartap Simon Cowell

Dramatískt þyngdartap Simon Cowell
Fókus
Fyrir 5 dögum

Keypti kjól á netinu og sá eftir því: „Hvernig getur einhver með haus klæðst þessu?“

Keypti kjól á netinu og sá eftir því: „Hvernig getur einhver með haus klæðst þessu?“
Fókus
Fyrir 6 dögum

Unnur Eggerts: „Ég hataði að sjá læri mín hristast“

Unnur Eggerts: „Ég hataði að sjá læri mín hristast“