Sunnudagur 23.febrúar 2020
Fókus

Hár kvenna eru rammpólitísk – Konur duglegar að „lögga“ hvor aðra: „Halló, þetta verður að breytast“

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Sunnudaginn 21. júlí 2019 20:00

Sigríður Dögg Arnardóttir, sem oftast er kölluð Sigga Dögg. DV/Mynd: Hanna

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Af hverju gera líkamshár kvenna okkur svona reið? Hvort sem það eru hár undir höndunum, á fótunum eða á kynfærum, þá virðast þau vekja mikla andúð.

Það er spurningin sem við köstum fram í dag. Við ræðum við Siggu Dögg kynfræðing og reynum að skilja málið betur.

Viðtalið er hluti af stærri umfjöllun um líkamshár sem birtist í nýjasta DV. 

Af hverju hötum við líkamshár kvenna?

„Það á sér nokkrar skírskotanir. Ég fór á fyrirlestur hjá írönskum kynfræðingum þar sem þeir töluðu um að þótt konur væru undir búrku væri ætlast til að þær fjarlægðu líkamshár samkvæmt skilgreiningu hreinleika. Þar er það tengt trúnni,“ segir Sigga Dögg.

„En svo höfum við líka séð að það var „aðför“ gegn líkamshárum, markaðsherferð á þriðja og fjórða áratug síðustu aldar þar sem Gillette þurfti að selja rakvélar. Auglýsingarnar eru frekar sláandi,“ segir Sigga Dögg.

„Ég held að þetta komi sterkt úr öllum auglýsingabransanum. Allar myndir sem þú sérð, alls  staðar, þú sérð aldrei hárin.“

Góð spurning

Sigga Dögg varpar fram spurningu sem allar konur ættu að spyrja sig og velta fyrir sér svarinu.

„Ég hef oft spurt konur að þessu: Ef þið eruð að fara með vinkonum ykkar í eitthvert spa eða sund, biðjið þið þær afsökunar ef þið hafið ekki nýlega rakað ykkur, eða reynið þið að raka ykkur inni á klósetti eða eitthvað áður en þið farið ofan í, eða passið að lyfta ekki upp höndunum ef þar skyldu vera hár. Nánast undantekningarlaust svara konur játandi,“ segir Sigga Dögg.

„Spáðu í hvað reglur um okkar hárvöxt stýra og hamla lífi okkar ógeðslega mikið. Eins og að fara ekki í sund því þú ert ekki nýbúin að raka þig, eða ekki lyfta höndunum því þú ert órökuð.“

Unglingar

Sigga Dögg er reglulega með kynfræðslu fyrir unglinga og segir orðræðuna hjá þeim vera mjög svart hvíta. „Þeim finnst líkamshár ógeðsleg á konum. Ég spyr þau hvaðan þau halda að þetta komi, því hárin vaxi þarna. Af hverju ættu kynfæri okkar að ráða því hvort það megi vera líkamshár á ákveðnum stöðum eða ekki.“

Sigga Dögg segir að það sé misjafnt hvort hún raki sig eða ekki.

„Oftast nær er ég ekkert að pæla í því. Ég er dökkhærð og þar af leiðandi með dökk hár, og hef alveg tekið eftir því að fólk verður sjúklega vandræðalegt fyrir mína hönd ef það sér hárin mín. Halló, þetta verður að breytast,“ segir Sigga Dögg.

Hár kvenna rammpólitísk

Aðspurð hvort kynið sé með meiri andúð gegn líkamshárum að hennar mati segir Sigga Dögg það vera misjafnt.

„Mér finnst konur mjög duglegar að „lögga“ aðrar konur. Við pössum alveg upp á að konur fari ekki gegn þeim normum sem við þurfum að lifa við. Þetta er svolítið svona: „Eitt skal yfir allar ganga“.“

Sigga Dögg segir að gagnvart drengjum sé búið að normalísera að konur eiga að vera á einhvern ákveðinn hátt.

„Svo fara þeir í samband og átta sig á hvernig konur eru í raun og veru,“ segir hún.

„Það er ótrúlega stífur rammi og rosalega lítið svigrúm til að fara út fyrir hann. Nema þú sért yfirlýstur femínisti, öfgafemínistinn. Pólitíkin birtist alltaf í hárvexti þínum, hvernig hann er og hvar hann er.  Við sjáum þetta í umræðunni um hár. Ef þú skoðar umræður um kynþætti og hár, umræður um hársídd á höfði kvenna. Hár, sérstaklega á konum, er rammpólitískt,“ segir Sigga Dögg.

„Þó að ég fari í sund og sé ekki búin að raka mig í tvær vikur, þá þýðir það ekki að ég sé að flagga hárunum mínum því ég elska hárin mín. Ég er bara manneskja sem var ekkert að pæla í því.“

Hvað getum við gert svo þetta breytist?

„Fólk verður að fá að haga sér eins og það vill. Sumar konur eru með brúsk og aðrar ekki og það er í himnalagi. Það þarf að klippa í sundur þá hugmynd að líkaminn sé hreinni ef líkamshár eru fjarlægð,“ segir Sigga Dögg.

Viðtalið er hluti af stærri umfjöllun um líkamshár sem birtist í nýjasta DV. 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Örmagna í verkfalli
Fókus
Fyrir 2 dögum

Stórkaupmaður selur höllina í Laugardalnum: „Versalir blikna í samanburði” – Sjáðu myndirnar

Stórkaupmaður selur höllina í Laugardalnum: „Versalir blikna í samanburði” – Sjáðu myndirnar
Fókus
Fyrir 2 dögum

Svona lítur hús bæjarstjórans fyrrverandi út – Guðmundur selur húsið því hann telur sér ekki vært lengur á Ísafirði

Svona lítur hús bæjarstjórans fyrrverandi út – Guðmundur selur húsið því hann telur sér ekki vært lengur á Ísafirði
Fókus
Fyrir 5 dögum

Ágústa miður sín yfir viðbjóðslegum rasisma í Ikea: „Vá hvað þetta var ljót stelpa“

Ágústa miður sín yfir viðbjóðslegum rasisma í Ikea: „Vá hvað þetta var ljót stelpa“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Vikan á Instagram: „Ég baða mig í tárum óvina minna“

Vikan á Instagram: „Ég baða mig í tárum óvina minna“