fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Fókus

Vigdís skartaði líkamshárum á Tinder – Aldrei verið jafn vinsæl: „Það var verið að lofsyngja þau“

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Laugardaginn 20. júlí 2019 20:00

Vigdís Howser Harðardóttir. Myndir: Berglaug Garðarsdóttir.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Af hverju þolum við ekki líkamshár kvenna? Hvort sem það eru hár undir höndunum, á fótunum eða á kynfærum, þá virðast þau vekja mikla andúð. Það er spurningin sem við köstum fram í dag.

Viðtalið er hluti af stærri umfjöllun um líkamshár sem birtist í nýjasta DV. 

Vigdís Howser, rappari og femínisti með meiru, skilur ekki þennan ofsa í kringum líkamshár kvenna. Vigdís rakar sig stundum, stundum ekki. Það fer eftir veðri.

Hún hefur búið í Þýskalandi síðustu ár og segir þar vera einstaklega mikla andúð gegn líkamshárum. Þó hefur hún fengið sinn skerf af neikvæðum ummælum á Íslandi.

Vigdís Howser Harðardóttir. Mynd: Berglaug Garðarsdóttir

Misjöfn viðbrögð

Berglaug Garðarsdóttir, vinkona Vigdísar, tók af henni myndir þar sem handarkrikahár Vigdísar fengu að njóta sín. Vigdís deildi þeim á samfélagsmiðla og fékk mikil viðbrögð.

„Þegar ég deildi myndunum fyrst á samfélagsmiðlum þá fékk ég fullt af skilaboðum, aðallega jákvæð. Ég finn mestmegnis fyrir andúð frá fólki í persónu. Í Þýskalandi er mjög „anti-hár“ hugsunarháttur. Það er meira að segja ætlast til að karlmenn raki sig. Allir eiga að raka sig,“ segir Vigdís.

„Ég hef fundið mjög mikið fyrir því hérna, eins og þegar ég lyfti upp höndunum, að það sé starað á mig. Svo er fólk endalaust að blætisvæða þau: „Ohh, ég hef aldrei séð konu með hár þarna,“ og „þetta kveikir svo í mér,“ og alls konar svona perradót. Annaðhvort er fólk hissa yfir hárunum eða reynir að blætisvæða þau, ég get ekki fengið að bara vera,“ segir Vigdís.

Hún segir að það fari mikið eftir veðri hvort hún rakar sig eða ekki. Ef það er mjög heitt þá rakar hún sig, annars leyfir hún hárvextinum að ráða ferðinni.

Vigdís Howser Harðardóttir. Mynd: Berglaug Garðarsdóttir

Leiðinlegt atvik

Vigdís segist líka fá neikvæð viðbrögð á Íslandi við líkamshárum sínum.

„Á Íslandi hef ég ótrúlega oft fengið einhver komment. Ég var einhvern tímann í útskriftarveislu og var að teygja mig yfir matarborðið. Ég var með smá hár undir höndunum og það öskraði kona yfir sig að ég færi nú ekki að vera með hárin mín í matnum hjá fólki. Sem er ótrúlega fyndið því fólk er með hár á hausnum og alls staðar á sér. En það er eitthvað við þessi hár sem kallaði fram þessi ýktu viðbrögð hennar,“ segir Vigdís.

Aldrei verið jafn vinsæl á Tinder

Vigdís notaði tvær af myndunum, sem Berglaug tók, á stefnumótaforritinu Tinder.

„Ég hef aldrei fengið jafn mikið af „mötchum“ og skilaboðum. Það var verið að lofsyngja hárin. Bæði á þeim skala að mér fannst það óþægilegt því þetta var frekar öfgakennt, eins og ég væri eina konan í heiminum með hár. Svo einhvern veginn hefur líka verið mjög fínt að fá þau skilaboð hvað það sé hressandi að sjá konu með hár, því oft gleymist að við séum með hár,“ segir Vigdís.

Hún segir að það skipti máli að konur séu öruggar með hárin sín, því ef ekki geta neikvæð viðbrögð og ummæli haft mikil áhrif á sjálfstraustið.

„Maður þarf að vera öruggur í sínum líkama og með allt sem viðkemur honum.“

Vigdís Howser Harðardóttir. Mynd: Berglaug Garðarsdóttir

Af hverju hötum við líkamshár kvenna?

Vigdís telur að mikið af andúðinni koma frá klámi.

„Áður fyrr voru allar konur með líkamshár í klámi. Síðan kom einhver tískubylgja og nú eru þær allar vaxaðar frá toppi til táar,“ segir Vigdís.

„Ég held samt að það séu algjörir pappakassar sem hafa andúð á líkamshárum.“

Brá í rúminu

Vigdís rifjar upp nýlegt atvik þegar hún svaf hjá karlmanni sem er að nálgast fertugt.

„Honum brá svolítið þegar hann sá mig nakta, því ég er með hár undir höndunum og hár að neðan. Ég spurði hann hvort hann hefði aldrei séð konu með hár áður þar sem hann væri að verða fertugur. Hann sagði þá: „Jú, ég var bara að fatta hvað það væri ógeðslega langt síðan.“ Hann fór í smá panikk, því í Þýskalandi mega konur ekki vera með hár. Það er ekki í lagi hérna,“ segir Vigdís.

Vigdís segir að nektinni sé fagnað í Þýskalandi og til að mynda sé #FreeTheNipple ekkert mál. En þegar kemur að hárum hins vegar, þá eru þau tabú.

„Það eru nektarstrendur, nektarklúbbar og alls konar, og ég fer stundum á þannig staði. Það er ótrúlega skrýtið að sjá allt þetta fólk vera svona frjálst en svo panikka þegar það sér mig loðna,“ segir Vigdís og hlær.

Viðtalið er hluti af stærri umfjöllun um líkamshár sem birtist í nýjasta DV. 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Flaug á rassinn á sviðinu – „Lögfræðingurinn minn mun hringja“

Flaug á rassinn á sviðinu – „Lögfræðingurinn minn mun hringja“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Aðdáendur fá innsýn í ástarlíf Taylor Swift á nýrri plötu – Það kom þó á óvart hvaða maður er þar í aðalhlutverki

Aðdáendur fá innsýn í ástarlíf Taylor Swift á nýrri plötu – Það kom þó á óvart hvaða maður er þar í aðalhlutverki