fbpx
Miðvikudagur 24.apríl 2024
Fókus

Óvænt uppákoma í Hagkaupum – Spiluðu hljóð og öskur dýra í sláturhúsi

Fókus
Þriðjudaginn 16. júlí 2019 09:17

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Aktívistar gengu inn í Hagkaup í Skeifunni í gær og spiluðu hljóð og öskur dýra í sláturhúsi.

Um er að ræða fyrstu „truflunina“ (e. disruption) á Íslandi. Aktívistaparið That Vegan Couple er um þessar mundir á landinu og hafa tekið þátt í fleiri mótmælum á Íslandi síðustu daga.

Á sunnudaginn mótmæltu þau ásamt hóp af íslenskum dýraverndunarsinnum fyrir utan sláturhús SS á Selfossi.

Sjá einnig: Dýraverndunarsinnar mótmæltu á Selfossi: „Fangelsuð, nauðgað og afkvæmin drepin!“

Hópurinn stóð í kjöt- og mjólkurvörudeild Hagkaupa. Þau voru með svart límband fyrir munninn og héldu á litlum skiltum. Þau voru einnig með litla hátalara sem spiluðu hljóð og öskur dýra.

Gestir Hagkaupa vissu ekki hvað væri í gangi og stóðu margir og tóku myndir og myndbönd af mótmælunum.

Eftir nokkrar mínútur gengu þau út. Lögreglan hafði verið kölluð á staðinn en þegar hún kom á vettvang var hópurinn farinn.

That Vegan Couple streymdi „live“ frá mótmælunum.

Sjáðu myndbandið hér að neðan.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Flaug á rassinn á sviðinu – „Lögfræðingurinn minn mun hringja“

Flaug á rassinn á sviðinu – „Lögfræðingurinn minn mun hringja“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Aðdáendur fá innsýn í ástarlíf Taylor Swift á nýrri plötu – Það kom þó á óvart hvaða maður er þar í aðalhlutverki

Aðdáendur fá innsýn í ástarlíf Taylor Swift á nýrri plötu – Það kom þó á óvart hvaða maður er þar í aðalhlutverki