fbpx
Þriðjudagur 22.september 2020
Fókus

Konunglegt foreldrafrí

Íris Hauksdóttir
Þriðjudaginn 16. júlí 2019 14:27

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nýbökuðu foreldrarnir Harry Bretaprins og Meghan Markle áttu notalega kvöldstund fjarri syninum unga, þegar þau mættu á frumsýningu kvikmyndarinnar The Lion King í London á dögunum.

Endurgerð myndarinnar hefur vafalaust ekki farið framhjá neinum en stórsöngkonan Beyoncé ljáir ljónynjunni Nölu rödd sína í myndinni. Hér fyrir neðan má sjá Markle heilsa upp á söngkonuna og virðist fara vel með þeim stöllum sem voru stórglæsilegar á frumsýningunni. Þar sem heyra má Markle segja “It´s a date night for us”, eða við erum á stefnumóti og brosa fallega til eiginmanns síns.

Harry hefur tekið foreldrahlutverkinu alvarlega en hann hefur verið meira og minna frá skyldum sínum en einbeitt sér þeim mun meira að syninum unga. Markle hefur hins vegar verið sýnilegri í samkvæmislífinu og sást meðal annars á tveimur viðburðum í síðustu viku, þar sem hún fagnaði meðal annars sinni góðu vinkonu, Serena Williams í Wimbledon.

Archie litli komst sömuleiðis í fréttirnar á dögunum þar sem móðir hans var gagnrýnd harðlega fyrir að sýna óvarkár vinnubrögð við að handleika ungbarnið sem svaf rólegur í fangi móður sinnar.

Þrátt fyrir að prinsinn ungi hafi ekki heiðrað frumsýningargesti The Lion King með nærveru sinni snerist umræðan fljótt um hann en í myndbrotinu má heyra Beyoncé segja: “that baby is so beautiful”. Í kjölfarið upplýsir Harry að prinsinn sé farinn að halda höfði og Beyoncé dáist að dugnaðinum.

Sjálf eiga stjörnuhjónin Beyoncé og Jay-Z þrjú börn, þau Blue Ivy, sjö ára og tvíburrana Rumi og Sir sem eru tveggja ára. Það stóð því ekki á ráðum því í myndbrotinu má jafnframt heyra Jay-Z “The best advice I can give you, always find some time for yourself”, eða besta ráðið sem ég get gefið ykkur er að vera dugleg við að finna tíma fyrir ykkur sjálf.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Í vikunni

Fókus
Fyrir 3 dögum

Tinder laugin – Hvar eru þau nú? Umtöluðustu keppendurnir stíga fram

Tinder laugin – Hvar eru þau nú? Umtöluðustu keppendurnir stíga fram
Fókus
Fyrir 3 dögum

Benni og Tinna á stefnumóti – Stefnir í nýtt ofurpar

Benni og Tinna á stefnumóti – Stefnir í nýtt ofurpar
Fókus
Fyrir 4 dögum

Sjáðu hvað Kylie Jenner geymir í handtöskunni sinni

Sjáðu hvað Kylie Jenner geymir í handtöskunni sinni
Fókus
Fyrir 4 dögum

Sagði upp á KFC og þénar nú um tvær milljón krónur á mánuði – Vinnur einn tíma á dag

Sagði upp á KFC og þénar nú um tvær milljón krónur á mánuði – Vinnur einn tíma á dag