fbpx
Laugardagur 17.ágúst 2019  |

DV - Frjáls og óháður miðill

Fókus

Manst þú eftir þessum myndum? – „Sædýrasafnið, Sædýrasafnið. Apar, ljón og ísbirnir, Sædýrasafnið“

Auður Ösp
Sunnudaginn 7. júlí 2019 21:00

Ljósmynd/Úr einkasafni

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sædýrasafnið í Hafnarfirði naut mikilla vinsælda á sjöunda og áttunda áratug seinustu aldar og um tíma var aðsóknin með hreinum ólíkindum.

Jón Kr. Gunnarsson skipstjóri og ritstjóri stofnaði Sædýrasafnið árið 1969 ásamt félögum í Hjálparsveit skáta í Hafnarfirði en hann  var jafnframt forstöðumaður safnsins allt til lokadags. Var starfsemi safnsins meðal annars fjármögnuð með tekjum sem fengust fyrir að fanga háhyrninga fyrir sædýrasöfn víða um heim. Þessi aðferð við tekjuöflun vöktu harða gagnrýni hvalaverndunarsamtaka og var síðar meir lögð af.

Safnið var staðsett neðarlega í Holtinu í Hafnarfirði gegnt álverinu. Gestir gátu þar meðal annars virt fyrir sér seli, hvali, ísbirni, háhyrninga, kengúrur, ljón og apa, auk íslenskra húsdýra.

„Sædýrasafnið, Sædýrasafnið. Apar, ljón og ísbirnir, Sædýrasafnið.“ Þessi auglýsing heyrðist í útvörpum landsmanna á áttunda áratugnum.

Í byrjun níunda áratugarins fór að bera á miklum rekstrarerfiðleikum hjá safninu sem meðal annars mátti rekja til þess að ráðist var í dýrar endurbætur sem síðan borguðu sig ekki, auk þess sem samningar við erlenda dýragarða gengu ekki eftir. Safninu var endanlega lokað árið 1987. Ísland var dýragarðslaust næstu þrjú árin, eða þar til Húsadýragarðurinn í Laugardal opnaði árið 1990.

Hér að neðan gefur að líta nokkrar vel valdar myndir úr ýmsum áttum.

 

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fókus
Fyrir 2 dögum

Ný hryllingsmynd á Netflix skilur áhorfendur eftir með ljósin kveikt

Ný hryllingsmynd á Netflix skilur áhorfendur eftir með ljósin kveikt
Fókus
Fyrir 3 dögum

Ólafur Ragnar minnist Guðrúnar Katrínar: „Jafnvel hinn sársaukafyllsti harmleikur getur fengið okkur til að fagna nýju lífi“

Ólafur Ragnar minnist Guðrúnar Katrínar: „Jafnvel hinn sársaukafyllsti harmleikur getur fengið okkur til að fagna nýju lífi“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Keypti kjól á netinu og sá eftir því: „Hvernig getur einhver með haus klæðst þessu?“

Keypti kjól á netinu og sá eftir því: „Hvernig getur einhver með haus klæðst þessu?“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Unnur Eggerts: „Ég hataði að sjá læri mín hristast“

Unnur Eggerts: „Ég hataði að sjá læri mín hristast“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Dóttir Örnu Ýrar og Vignis Þórs komin með nafn

Dóttir Örnu Ýrar og Vignis Þórs komin með nafn
Fókus
Fyrir 5 dögum

Katrín Tanja komin á fast – Þetta vitum við um nýja kærastann

Katrín Tanja komin á fast – Þetta vitum við um nýja kærastann