fbpx
Miðvikudagur 24.apríl 2024
Fókus

„Ég var orðin virkilega þunglynd og lömuð af kvíða“

Aníta Estíva Harðardóttir
Sunnudaginn 16. júní 2019 12:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sara Hlín Hilmarsdóttir er tuttugu og níu ára gömul einstæð móðir sem býr í Hveragerði ásamt sex ára gömlum syni sínum. Sara hefur alla sína tíð verið of þung og hefur hún margsinnis reynt að ná tökum á þyngd sinni án árangurs. Það var ekki fyrr en Sara tók andlegu líðan sína í gegn sem hún fór að sjá líkamlegan árangur til lengri tíma.

„Ég hef alltaf verið hið klassíska jójó. Tek mig á og missi tíu kíló bara til þess að missa tökin og bæta á mig fimmtán kílóum. Ýmis áföll og erfiðleikar voru þess valdandi að ég var greind með mikla áfallastreitu, kvíða og þunglyndi,“ segir Sara í viðtali við DV.

Sara var lömuð af þynglyndi og kvíða / Mynd: Hanna

Föst í ástlausu sambandi

Sonur Söru var mikið kveisubarn og upplifði hún alvarlegt fæðingarþunglyndi sem hún leitaði sér aðstoðar við árið 2015.

„Ég tók þá mataræðið í gegn með mjög góðum árangri en árið 2016 missti ég vinnuna og fór það mjög illa með andlegu hliðina að vera föst heima atvinnulaus. Ofan á það var ég í algjörlega ástlausu sambandi sem gerði mig ofboðslega veika andlega. Ég sat því bara heima á daginn í tölvunni og borðaði nammi og skyndibita. Ég var virkilega þunglynd og lömuð af kvíða.“

Í byrjun árs 2017 ákvað Sara að slíta sambandi sínu og flytja út frá þáverandi maka sínum. Átti sú ákvörðun eftir að breyta lífi hennar meira en hana grunaði.

„Þá fór loksins eitthvað að gerast. Ég var rosalega brotin og þreytt eftir sex ára samband og ég þurfti í raun að byrja á því að hreinlega átta mig á því hver ég væri og hvað ég vildi. Fljótlega fór mér að líða betur og hætti að borða tilfinningar mínar sem varð til þess að ég fór að léttast. Síðan fékk ég vinnu hjá H&M þar sem ég var allt í einu farin að hlaupa allan daginn, þá léttist ég enn þá meira og undir lok árs 2017 var ég komin á það góðan stað andlega að ég gat hætt á þunglyndislyfjum sem ég hafði verið á frá árinu 2013.“

„Þegar maður finnur líka hvernig óhollur matur ýtir undir vanlíðan og kvíða þá á maður ekki erfitt með að sleppa honum.“ / Mynd: Hanna

Boltinn fór að rúlla þegar hún fann hamingjuna

Sara starfar í dag sem deildarstjóri hjá H&M ásamt því að stunda nám í viðskiptafræði og verslunarstjórnun í fjarnámi frá Háskólanum á Bifröst.

„Það er smá bilun að vera einstæð móðir í fullri vinnu í stjórnendastöðu og í fullu háskólanámi en sem betur fer finnst mér skemmtilegt að hafa nóg fyrir stafni,“ segir Sara og hlær. Segist Sara ekki trúa á neina öfga-, skyndi- eða töfralausnir þegar kemur að lífsstílsbreytingu og viðurkennir hún að upphaflega hafi hún ekki einu sinni tekið meðvitaða ákvörðun um það að léttast.

„Boltinn fór bara að rúlla þegar ég fann hamingjuna. Frá árinu 2017 hef ég vissulega tekið tímabil þar sem ég var rosalega dugleg að mæta í ræktina og tók mig á í mataræðinu sem skilaði mér árangri en ég hef aðallega fókusað á það að borða mat sem lætur mér líða vel. Ég borða yfirhöfuð nokkuð hollt af því að mér líður andlega og líkamlega betur þegar ég vel hollari kosti. En stundum langar mig líka í eitthvað óhollt og ég er ekki að banna sjálfri mér neitt. Stundum þarf maður bara smá súkkulaði fyrir sálina. Ég hefði eflaust getað náð þessum árangri á styttri tíma með því að sleppa öllu súkkulaði og mæta oftar í ræktina en ég er ekki í neinu spretthlaupi.“

Slétt sama um hvað öðrum finnst

Í dag er Sara búin að finna hamingjuna og upplifir hún mikið stolt og þakklæti fyrir heilsu sína, son sinn, starfið og námið.

„Ég á enn langt í land með það að líta út eins og mig langar að gera á endanum. Ég er með slappan maga og slit en ég vel bumbuna allan daginn fram yfir það að vera uppfull af kvíða og þunglyndi sem ég er blessunarlega laus við í dag. Ég er virkilega sátt við útlit mitt í dag og ég keypti mér meira að segja mitt fyrsta bikiní um daginn. Það var mikill sigur fyrir mig að fara í sund í bikiníi og ég hélt að það yrði hrikalega erfitt og vandræðalegt en svo var það bara ekkert mál og ég naut mín í botn. Svo var líka gífurlega mikill persónulegur sigur fyrir mig að ganga upp á Helgafell um daginn en mig hefur alltaf langað til þess að geta gengið upp á fjöll en hef ekki getað það áður sökum þyngdar. Núna er ég að vinna í því að ganga upp fjöll og fell í kringum höfuðborgarsvæðið og markmið mitt er að ganga upp á Esjuna í sumar. Þetta er eitthvað sem mér finnst alveg ótrúlega skemmtilegt og ég hélt ég myndi aldrei geta gert.“

Þrátt fyrir að hafa ekki tekið meðvitaða ákvörðun um að létta sig segir Sara að þegar árangurinn fór að koma í ljós hafi hún orðið meðvitaðri um mataræði sitt og hreyfingu.

Góð andleg heilsa breytti lífi Söru / Mynd: Aðsend

„Þegar maður finnur líka hvernig óhollur matur ýtir undir vanlíðan og kvíða þá á maður ekki erfitt með að sleppa honum. Mitt mottó er það að allt sé gott í hófi og þarf fólk fyrst og fremst að finna út hvað virkar fyrir sig þar sem við erum jafn ólík og við erum mörg. Það er mikilvægt að gera það sem gerir okkur hamingjusöm og lætur okkur líða vel. Mér finnst virkilega gaman að bera saman myndir af mér og þá sérstaklega þessa þar sem ég er í sama jakkanum. Á fyrri myndinni má sjá stelpu sem er svo brotin og hrædd, lömuð af kvíða og þunglyndi. Stelpu sem þorði ekki að láta sjást í tennurnar þegar hún brosti. En á seinni myndinni er hins vegar sterk, metnaðarfull, sjálfstæð og hamingjusöm stelpa sem þorir að vera hún sjálf. Er sátt með lífið og brosir hringinn, slétt sama um hvað öllum öðrum finnst.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Snýst ekki um að taka sviðsljósið frá körlum heldur beina því einnig að konum – „Þetta er mjög karllægur bransi og hefur alltaf verið“

Snýst ekki um að taka sviðsljósið frá körlum heldur beina því einnig að konum – „Þetta er mjög karllægur bransi og hefur alltaf verið“
Pressan
Fyrir 2 dögum

47 ár frá upphafi tveggja tímamótageimferða

47 ár frá upphafi tveggja tímamótageimferða
Fókus
Fyrir 3 dögum

Katrín Myrra keypti miða aðra leið út til Taílands og það breytti lífi hennar

Katrín Myrra keypti miða aðra leið út til Taílands og það breytti lífi hennar
Fókus
Fyrir 4 dögum

Simmi Vill um árshátíðardrama Landsvirkjunar – Segir að önnur stórfyrirtæki megi frekar skammast sín

Simmi Vill um árshátíðardrama Landsvirkjunar – Segir að önnur stórfyrirtæki megi frekar skammast sín
Fókus
Fyrir 5 dögum

Guðbjörgu var útskúfað fyrir að tala um 47 ára aldursmun föður síns og barnsmóður hans – „Ætla ekki að þegja og taka þátt í þessum leik“

Guðbjörgu var útskúfað fyrir að tala um 47 ára aldursmun föður síns og barnsmóður hans – „Ætla ekki að þegja og taka þátt í þessum leik“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Er fyrsta vara lífsstílsmerkis Markle algjört flopp? – Sultukrukkan skilar sér ekki á samfélagsmiðla

Er fyrsta vara lífsstílsmerkis Markle algjört flopp? – Sultukrukkan skilar sér ekki á samfélagsmiðla