fbpx
Þriðjudagur 16.júlí 2019  |

DV - Frjáls og óháður miðill

Fókus

Vandræðalegt viðtal Gunnars Hrafns á Bylgjunni: „Myrðum negra sagði maðurinn“

Fókus
Fimmtudaginn 6. júní 2019 12:00

Gunnar Hrafn Jónsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Gunnar Hrafn Jónsson, fjölmiðlamaður og áður þingmaður Pírata, minnist á Facebook-síðu að fyrsta viðtal hans sem stjórnmálamaður hafi orðið nokkuð vandræðalegt þar sem hann valdi gróft rapplag sem hans uppáhaldslag.

Sagan er einna helst skondin fyrir þær sakir að viðtalið fór fram á Bylgjunni, sem spilar vanalega ekki gróft rapp. „Þegar ég mætti í mitt fyrsta viðtal sem stjórnmálamaður á Bylgjunni reyndist ég hafa svarað óvarlega tölvupósti frá kollegum þeirra á Vísi. Þau spurðu hvaða lög hefðu haft áhrif á mig og ég nefndi í einhverju rugli lagið „Hit ’em up“ sem er eitt grófasta og orðljótasta gangster rap lag allra tíma. Lagið leiddi meðal annars til þess að bæði söngvarinn og sá sem hann söng um voru skotnir til bana (að margra mati),“ skrifar Gunnar Hrafn.

Hann hafði svo gleymt þessu viku síðar þegar hann mætti í viðtal á Bylgjunni. „Svo sit ég þarna rólegur í settinu viku síðar að bíða eftir að tala um nýja stjórnarskrá í aðdraganda kosninga þegar fréttakonan segir: „En áður en við ræðum þessi mál ætlum við að hluta á uppáhalds lagið þitt samkvæmt Vísi.“ Mér rann kalt vatn á milli skinns og hörunds og fimm sekúndum seinna heyri ég óma í hátölurum í stúdíóinu og útvarpað til allra landsmanna: „I FUCKED YOUR WIFE YOU FAT MOTHERFUCKER!“Hún benti mér þá á að það væru fjögur lög eftir af listanum mínum, hvert öðru verra,“ segir Gunnar Hrafn.

Tónlistarmaður Svavar Knútur bendir á í athugasemd að þetta hafi verið martröð starfsmanna Bylgjunnar. „Unun að þetta hafi verið spilað á Bylgjunni. Þetta er martröð þeirra, að missa góðborgarana yfir á Rás 2 yfir hábjargræðistímann,“ segir Svavar og við það bætir Gunnar Hrafn: „Þarna, já, myrðum negra sagði maðurinn. Klukkan er hálf þrjú og Bylgjulestin er á Breiðafirði í dag!“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Konunglegt foreldrafrí
Fókus
Fyrir 2 dögum

Eftirsóttustu, einhleypu konur Íslands

Eftirsóttustu, einhleypu konur Íslands
Fókus
Fyrir 2 dögum

Fimm staðir á Íslandi til að heimsækja sem Hollywood gerði fræga

Fimm staðir á Íslandi til að heimsækja sem Hollywood gerði fræga
Fókus
Fyrir 4 dögum

Nýtt lag og tónlistarmyndband með Ed Sheeran og Travis Scott – „Antisocial“

Nýtt lag og tónlistarmyndband með Ed Sheeran og Travis Scott – „Antisocial“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Hlustaðu á Justin Bieber og Billie Eilish syngja saman Bad Guy

Hlustaðu á Justin Bieber og Billie Eilish syngja saman Bad Guy