fbpx
Fimmtudagur 18.apríl 2024
Fókus

Sakar Kvikmyndamiðstöð um stjórnsýslulagabrot: „Ungt fólk á ekki mikið breik“

Fókus
Miðvikudaginn 22. maí 2019 23:22

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Snævar Sölvi Sölvason kvikmyndagerðarmaður er nýjasti gestur Föstudagsþáttarins Fókus, hlaðvarpsþáttar dægurmáladeildar DV en á dögunum frumsýndi hann kvikmyndina Eden. Um er að ræða aðra mynd leikstjórans í fullri lengd en hann á að baki gamanmyndina Albatross, sem sýnd var í kvikmyndahúsum árið 2015.

Rammi úr kvikmyndinni Eden.

Söguþráður myndarinnar segir frá þeim Lóu og Óliver, sem eru bæði á flótta þegar þau kynnast; hann frá réttvísinni en hún frá fortíðinni. Þau uppgötva fljótlega að þau hafa samskonar langanir í lífinu og fella hugi saman. En til að láta drauma sína rætast þurfa þau að afla sér peninga og með hjálp litríkra félaga Lóu komast þau í samband við undirheimabarón sem ræður þau í vinnu til að selja fíkniefni á götum Reykjavíkur.

Í fyrstu gengur samstarfið vel og ástin blómstrar sem aldrei fyrr, en þegar þau kynnast ógnvænlegum hliðum undirheimanna ákveða þau að taka málin í sínar hendur og hefst þá atburðarás þar sem allt er lagt undir.

Sjá einnig: „Boxin sem áfengi tikkar í eru miklu verri“

Að sögn Snævars fóru aðstandendur í tökur án þess að hafa stuðning frá Kvikmyndamiðstöð Íslands. Þar í stjórn situr Kvikmyndaráð, sem er ætlað að veita stjórnvöldum ráðgjöf og gera tillögur um stefnu og markmið á sviði kvikmyndalistar. Ráðherra skipar sjö fulltrúa í kvikmyndaráð til þriggja ára í senn.

Leikstjórinn reyndi að sækja um eftirvinnslustyrk og var útlitið jákvætt á tímabili, enda ráðgjafi Kvikmyndaráðs ánægður með myndina samkvæmt Snævari. Þetta var þó aðeins upphafið að hausverknum sem í kjölfarið fylgdi.

„Ferlið er þannig að þú sækir um og ráðgjafinn annaðhvort segir nei eða já. Þá er það bara útrætt. Það er engin þriggja manna nefnd sem fer yfir. Þetta er eins og að vera í American Idol en það er bara Simon Cowell, á sjötugsaldri, sem dæmir,“ segir Snævar.

„Ráðgjafinn er á þessum aldri og við erum með mynd um ungt fólk, gerð af ungu fólki með hip-hop tónlist. Ungt fólk á ekki mikið breik. En ráðgjafinn fílaði myndina, fannst leikurinn góður og mælti með fullum styrk. En þá kemur þetta niður á forstöðumanninum, sem tekur lokaákvörðun, og hann neitaði. Þá var snúið upp á höndina á sama ráðgjafa og hann látinn skrifa einhvers konar skítamix í tengslum við það af hverju við áttum ekki að fá styrkinn. En við áttum samt til umsögn hans um að myndin væri góð; að leikurinn væri góður og að söguþráðurinn héldi allan tímann. Svo fylgdi með niðurlag frá ráðgjafanum þar sem lagt var til að við fengjum fullan eftirvinnslustyrk. En svo þurfti ráðgjafinn að skrifa einhver rök fyrir því að við ættum ekki að fá styrkinn, sem er náttúrulega bara kjaftæði. Þetta stangaðist á við allt sem var áður sagt og var augljóst að búið var að snúa upp á höndina á honum. Þetta var mjög vandræðalegur fundur.“

Snævar segir þarna nokkur stjórnsýslulagabrot hafa verið brotin í þessari málsmeðferð. „Ber enginn ábyrgð á því að brjóta lögin í stjórnsýslunni á Íslandi? Enda hefur komið í ljós að stjórnsýslan á Íslandi er ekkert fullkomin,“ segir hann og ljóstrar því upp að ýmsar kærur hafa komið upp þar sem krafist er þess að synjun Kvikmyndamiðstöðvar sé felld úr gildi sökum þess að skýr misræmi séu í umsóknar- og afgreiðsluferlinu.

„Við fórum að kanna hvort væru einhverjar fleiri svona asnalegar málsmeðferðir og þá er allt morandi í kærum um eitthvað svona… og hvað? Er engin ábyrgð?

Ef ég keyri á 150 og löggan sér mig, þá blikka ljós og ég er sektaður eða sviptur. En geta starfsmenn með æviráðningu inni í stjórnsýslunni bara hagað sér eins og þeir vilja? Það er yfirleitt bara slegið á puttann og sagt: „Láttu þetta ekki koma fyrir aftur.“ En við héldum samt áfram, gáfumst ekki upp og myndin er komin út.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Sonur Elísu og Elíss fæddur

Sonur Elísu og Elíss fæddur
Fókus
Fyrir 2 dögum

Föðurlausi drengurinn sem setti vikulega á svið leikrit til að fela vanræksluna – „Maður vissi ekkert hverju maður átti von á þann daginn“

Föðurlausi drengurinn sem setti vikulega á svið leikrit til að fela vanræksluna – „Maður vissi ekkert hverju maður átti von á þann daginn“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Bjútífilterar á samfélagsmiðlum orðnir svo lúmskir – „Þetta er ekki raunveruleikinn“

Bjútífilterar á samfélagsmiðlum orðnir svo lúmskir – „Þetta er ekki raunveruleikinn“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Faðir Olgu var einn þekktasti læknamiðill landsins – „Hann vissi allt“

Faðir Olgu var einn þekktasti læknamiðill landsins – „Hann vissi allt“