fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Fókus

Fyrsta æfing Hatara að baki: „Við öskrum það sem allir eru að hugsa“ – Sjáðu myndbandið

Fókus
Sunnudaginn 5. maí 2019 13:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fyrsta æfing fór fram í dag hjá hljómsveitinni Hatara í Tel Aviv og hafa margir beðið spenntir eftir því að sjá myndefni áður en líður að stóra kvöldinu. Hljómsveitin keppir í fyrri undanúrslitariðlinum þann 14. maí og ef allt gengur að óskum fær Hatrið að sigra að heyrast aftur í úrslitunum þann 18. maí.

Sjá einnig: Trommugimpið mætt á ströndina – Í gúmmíklæðnaði í steikjandi sól

Í viðtali við ESC Insight, sem tekið var rétt eftir æfinguna, eru þeir Klemens Tryggvi Haraldsson og Matthías Nikulásson spurðir hvernig tilfinningin er að vera leiðtogar eins konar „trúarhreyfingar.“ Þá svarar Matthías: „Við erum öll Hatari og við erum að lýsa hugar- og líkamsástandi sem einkennir okkur öll. Við erum frekar leiðbeinendur heldur en leiðtogar. Leiðbeinendur vitundarvakningar.“

Klemens bætir þá við: „Við erum öskrum það sem allir eru að hugsa.“

Spyrillinn ræðir vinsældir hljómsveitarinnar hjá krökkum á Íslandi og spyr hvort það sé hlutverk þeirra að „spilla fyrir ungu kynslóðinni“ með sínum, en því harðneita þeir.

„Ég myndi ekki segja að við séum að spilla fyrir ungu fólki, heldur vekja það til vitundar, jafnvel einhverja ástríðu eða loga hjá því,“ segir Klemens.

Matthías segir þá að mikilvægt sé að huga að yngri kynslóðinni þegar að því kemur að knésetja kapítalið og sé það ein lykilástæðan fyrir þátttöku þeirra í Eurovision-keppninni.

Sjá má brot úr fyrstu æfingu Hatara sem söngvakeppnin birti rétt í þessu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Flaug á rassinn á sviðinu – „Lögfræðingurinn minn mun hringja“

Flaug á rassinn á sviðinu – „Lögfræðingurinn minn mun hringja“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Aðdáendur fá innsýn í ástarlíf Taylor Swift á nýrri plötu – Það kom þó á óvart hvaða maður er þar í aðalhlutverki

Aðdáendur fá innsýn í ástarlíf Taylor Swift á nýrri plötu – Það kom þó á óvart hvaða maður er þar í aðalhlutverki