fbpx
Fimmtudagur 18.apríl 2024
Fókus

Jón Gnarr bjargaði barni frá drukknun: „Ég hef komið fullt af börnum til bjargar“

Fókus
Miðvikudaginn 24. apríl 2019 11:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Ég hef ekki fengið nein hrós í vikunni og mér finnst allt í lagi að hrósa sjálfum sér stundum,“
segir Jón Gnarr, grínisti og fyrrverandi borgarstjóri.

Þeir Sigurjón Kjartansson fóru í gegnum ýmsar sögur úr lífinu í páskaþætti Tvíhöfða nú á dögunum. Þar rifjar Jón meðal annars upp eftirminnilega sögu sem hefst á kynnum hans við veitingastaðinn Hagavagninn. Þangað fór hann til að gæða sér á vegan-borgara og heitum vængjum þegar fortíðin bar að dyrum. Jón segir:

„Þetta er góð saga en þarna á Hagavagninum eru þrjár hressar konur að afgreiða mig og hver er annarri hressari. Þá segir ein stúlkan við mig: „Vinkona okkar er smá feimin, af því að þú bjargaðir henni þegar hún var lítil.“ Þá var sú stúlka búin að fela sig á bak við einhvern kók-kæli, en þá segir hún við mig: „Þegar ég var sex ára, þá fannst þú mig þegar ég var bara ein úti um nótt.““

Þá small allt saman hjá Jóni.

„Heyrðu, ég mundi þá eftir þessu!“ segir hann. „Þetta var um hávetur. Við hjónin vorum bara sofandi, konan mín ákvað þá að vekja mig og sagði við mig að það væri eitthvað barn úti í kolniðamyrkrinu. Ég sagði: „Hvaða vitleysa er þetta, kona? Farðu að sofa!“ en hún sagði að það væri barn úti og bað mig um að hafa eyrun opin.“

Þá vísar Jón í dauft hljóð sem hann heyrði þar sem mátti greina orðið „mamma“ í miðju hjálparkalli. Við fyrstu var Jón sannfærður um að þetta væri breimandi köttur. „En Jóga þvertók fyrir það og mér fannst það góður punktur hjá henni að breimandi köttur kynni ekki að segja mamma. Ég stökk á fætur, klæddi mig og hljóp út. Ég kallaði út og finn þá litla stelpu í bakgörðunum í Vesturbænum. Þarna var lítil sex ára stelpa, berfætt, í tíu stiga frosti, kallandi: „Mamma, mamma!“ En ég tók hana upp og þá hafði hún álpast út heiman frá sér, í svefni.“

Jón segist þá hafa komið stúlkunni aftur heim til sín, þó það hafi verið hægara sagt en gert enda rataði hún hvergi. „Hún var eitthvað ringluð,“ segir Jón. „Hún benti í einhverja átt og sá þar hús. Ég labbaði þangað og sá opna kjallarahurð. Hún hafði farið þaðan út án þess að foreldrar hennar höfðu orðið vör við það.“

Jón segist hafa munað vel eftir þessu vetrarkvöldi þegar hann hitti á vinkonuhópinn og feimnu stúlkuna í Hagavagninum. Segir þó grínarinn að þetta hafi alls ekki verið eina tilfellið þar sem hann bjargaði mannslífi. „Það er ekki lygi, en ég hef komið fullt af börnum til bjargar með einhverjum fáránlegum hætti,“ segir hann.

„Einu sinni á Mallorca bjargaði ég barni frá drukknun. Ég var þá í leðurbuxum og stökk í þeim ofan í sundlaugina sem barnið var statt í. Þetta var svona fjögurra eða fimm ára barn. Það saup bara upp vatnið og buslaði og foreldrarnir sátu þannig að þeim hafði yfirsést svæðið og hafði barnið álpast óvart ofan í sundlaugina. Ég sé þetta, stekk ofan í sundlaugina og eyðilagði leðurbuxurnar. En ég bjargaði barninu.“

Jón var minntur á þetta atvik þegar hann var staddur í Kolaportinu um eitt sinn, en þá var hann kaldhæðnislega að skoða leðurbuxur. Kemur þá ungur maður, cirka tólf ára að aldri, og gengur upp að Jóni og spyr hvort hann muni eftir sér. „Nei, á ég þig?“ spyr Jón á móti. „Þá var þetta barnið sem ég hafði bjargað á Mallorca.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Sonur Elísu og Elíss fæddur

Sonur Elísu og Elíss fæddur
Fókus
Fyrir 2 dögum

Föðurlausi drengurinn sem setti vikulega á svið leikrit til að fela vanræksluna – „Maður vissi ekkert hverju maður átti von á þann daginn“

Föðurlausi drengurinn sem setti vikulega á svið leikrit til að fela vanræksluna – „Maður vissi ekkert hverju maður átti von á þann daginn“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Bjútífilterar á samfélagsmiðlum orðnir svo lúmskir – „Þetta er ekki raunveruleikinn“

Bjútífilterar á samfélagsmiðlum orðnir svo lúmskir – „Þetta er ekki raunveruleikinn“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Faðir Olgu var einn þekktasti læknamiðill landsins – „Hann vissi allt“

Faðir Olgu var einn þekktasti læknamiðill landsins – „Hann vissi allt“