fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Fókus

Sólborg segir frá fyrstu kynlífsreynslunni: „Ég var 14 ára. Ég gerði ekkert rangt“

Fókus
Mánudaginn 15. apríl 2019 14:40

Mynd: Skjáskot/Instagram @Solborgg

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sólborg Guðbrandsdóttir blaðakona, söngkona og aktívisti heldur úti síðunni @Fávitar á Instagram. Síðan er átak gegn stafrænu og annars konar kynferðisofbeldi. Þar tekur Sólborg mikilvægar og umdeildar umræður tengdar til að mynda samþykki, kynlífi og ofbeldi.

Sjá einnig: Umræða um fullnægingar fer á flug: „Hættið að please-a gaura sem geta ekki látið ykkur fá það“ – Strákar feika það líka

Í gær setti Sólborg inn skilaboð á Instagram þar sem hún sagðist fá ágætis magn af skilaboðum frá fullorðnu fólki sem segir að það sé ekki eðlilegt að „svona ung börn stundi kynlíf.“

Því svaraði Sólborg: „Mjög mörg börn MUNU stunda kynlíf hvort sem ykkur þykir það eðlilegt eða ekki. Ætlið þið að shame-a þau fyrir það eða sýna þeim skilning og vera til staðar? Ykkar er valið.“

Skjáskot/Instagram

Spurði fylgjendur

Sólborg setti fram tvær spurningar fyrir fylgjendur sína.

„Þið sem stunduðuð kynlíf í fyrsta skipti ung: Hvernig brugðust foreldrar ykkar við þegar þau komust að því?“ Og: „Hvernig hefðu þau geta verið meira til staðar fyrir ykkur?“

Skjáskot/Instagram.

Viðbrögðin létu ekki á sér standa. Fjöldi fólks svaraði Sólborgu og voru svörin eins misjöfn og þau voru mörg. Sumir sögðu að foreldrar þeirra skömmuðu þau eftir að hafa komist að því að þau höfðu stundað kynlíf. Aðrir sögðu að foreldrarnir gáfu þeim leiðsögn og ráð. Hér má sjá nokkur svör, en það er hægt að sjá alla umræðuna á Instagram-síðu @Fávitar, í „highlights“ undir Foreldrar.

Skjáskot/Instagram
Skjáskot/Instagram

Foreldrum stóð ekki á sama um umræðu Sólborgar og sendu henni skilaboð. Sólborg svaraði þeim í Instagram Story.

„Ég er ekki að hvetja ung börn til þess að byrja að stunda kynlíf. Ég er að minna þau á að þau eigi líkama sinn sjálf og það sé EKKERT skömmustulegt eða ljótt að vilja njóta hans sjálf eða með einhverjum öðrum. Þið foreldrar, sem eruð að skamma mig fyrir það, megið girða ykkur í brók.“

 

View this post on Instagram

 

FOKKIT! Ég var 14 ára þegar ég stundaði fyrst kynlíf með annarri manneskju. Það var fullkomlega eðlilegt og ég upplifði mig í stakk búna til að taka þá ákvörðun sjálf. Margar vinkonur mínar upplifðu sig ekki tilbúnar og stunduðu þar af leiðandi ekki kynlíf á þeim aldri. Þetta var ákvörðun sem foreldrar mínir hefðu aldrei geta komið í veg fyrir að ég tæki, enda voru þau búin að upplýsa mig allt mitt líf um það að ég ætti minn líkama sjálf og ég réði ferðinni. Ég gerði ekkert rangt og ekkert ljótt. Ég gerði það sem mig langaði til og hafði fullan rétt til þess. Það sem skiptir máli er að við eyðum skömminni í kringum kynlíf. Auðvitað hafa foreldrar eitthvað um málið að segja þegar kemur að börnunum þeirra. Þar kemur mikilvægi fræðslunnar inn, að foreldrar séu til taks, upplýsi um mikilvægi verja, um kynlífið sjálft, mörk og mögulegar afleiðingar fari börn ekki gætilega. Ég var tilbúin 14 ára. Aðrir verða tilbúnir 30 ára og sumir vilja aldrei stunda kynlíf. Það er allt saman eðlilegt. Börn eru ótrúlega ólík og þroskast mishratt. Því er gjörsamlega ómögulegt að ætla að festa einn ásættanlegan aldur fyrir alla til að byrja að stunda kynlíf. Það sem hentar mér hentar þér kannski ekki og það er allt í góðu. Með opinni umræðu um kynlíf er ég ekki að hvetja öll börn til þess að byrja að stunda það. Þvert á móti hvet ég þau til að fylgja eigin sannfæringu, óháð því hvað öðrum kunni að finnast um það. Þú ert kannski ekki tilbúin/nn/ð 14 ára en ég var það. Ég mátti gera þetta. Ég var eðlileg. Ég gerði ekkert ljótt og ég mun aldrei skammast mín fyrir það. Foreldrar hafa val: Að upplýsa börn sín um kynlíf á jafningjagrundvelli og gera það þar af leiðandi líklegra að barnið taki upplýstar ákvarðanir fyrir sig sjálft. Eða foreldrar geta neitað að hlusta á vilja og skoðanir barnsins, skammað það fyrir eðlilegar tilfinningar og sleppt því að vera til staðar. Þú kemur ekki í veg fyrir að barnið þitt stundi kynlíf en þú getur haft gríðarleg áhrif á upplifunina. Hvort hentar þér betur?

A post shared by Fávitar (@favitar) on

Sólborg ákvað að deila sinni reynslu á Instagram af því að stunda kynlíf í fyrsta skiptið. Hún deilir mynd þar sem stendur: „Ég var 14 ára. Ég gerði ekkert rangt.“

„FOKKIT! Ég var 14 ára þegar ég stundaði fyrst kynlíf með annarri manneskju. Það var fullkomlega eðlilegt og ég upplifði mig í stakk búna til að taka þá ákvörðun sjálf. Margar vinkonur mínar upplifðu sig ekki tilbúnar og stunduðu þar af leiðandi ekki kynlíf á þeim aldri. Þetta var ákvörðun sem foreldrar mínir hefðu aldrei geta komið í veg fyrir að ég tæki, enda voru þau búin að upplýsa mig allt mitt líf um það að ég ætti minn líkama sjálf og ég réði ferðinni. Ég gerði ekkert rangt og ekkert ljótt. Ég gerði það sem mig langaði til og hafði fullan rétt til þess. Það sem skiptir máli er að við eyðum skömminni í kringum kynlíf.

Auðvitað hafa foreldrar eitthvað um málið að segja þegar kemur að börnunum þeirra. Þar kemur mikilvægi fræðslunnar inn, að foreldrar séu til taks, upplýsi um mikilvægi verja, um kynlífið sjálft, mörk og mögulegar afleiðingar fari börn ekki gætilega.

Ég var tilbúin 14 ára. Aðrir verða tilbúnir 30 ára og sumir vilja aldrei stunda kynlíf. Það er allt saman eðlilegt. Börn eru ótrúlega ólík og þroskast mishratt. Því er gjörsamlega ómögulegt að ætla að festa einn ásættanlegan aldur fyrir alla til að byrja að stunda kynlíf. Það sem hentar mér hentar þér kannski ekki og það er allt í góðu.

Með opinni umræðu um kynlíf er ég ekki að hvetja öll börn til þess að byrja að stunda það. Þvert á móti hvet ég þau til að fylgja eigin sannfæringu, óháð því hvað öðrum kunni að finnast um það.

Þú ert kannski ekki tilbúin/nn/ð 14 ára en ég var það. Ég mátti gera þetta. Ég var eðlileg. Ég gerði ekkert ljótt og ég mun aldrei skammast mín fyrir það.

Foreldrar hafa val:

Að upplýsa börn sín um kynlíf á jafningjagrundvelli og gera það þar af leiðandi líklegra að barnið taki upplýstar ákvarðanir fyrir sig sjálft. Eða foreldrar geta neitað að hlusta á vilja og skoðanir barnsins, skammað það fyrir eðlilegar tilfinningar og sleppt því að vera til staðar.

Þú kemur ekki í veg fyrir að barnið þitt stundi kynlíf en þú getur haft gríðarleg áhrif á upplifunina.

Hvort hentar þér betur?“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Samfélagsmiðlastjarna látin aðeins 36 ára – „Ég botna ekki í neinu lengur en við munum fá meiri upplýsingar á næstu dögum“

Samfélagsmiðlastjarna látin aðeins 36 ára – „Ég botna ekki í neinu lengur en við munum fá meiri upplýsingar á næstu dögum“
Fókus
Í gær

Fyrrverandi samskiptastjóri Sigríðar Hrundar styður núna Höllu Hrund

Fyrrverandi samskiptastjóri Sigríðar Hrundar styður núna Höllu Hrund
Fókus
Fyrir 2 dögum

Sjáðu senuna sem er sögð sú fyndnasta í Saturday Night Live frá upphafi – Enginn náði að halda andliti

Sjáðu senuna sem er sögð sú fyndnasta í Saturday Night Live frá upphafi – Enginn náði að halda andliti
Fókus
Fyrir 2 dögum

Hrím og Skrímslavinafélagið tilnefndar til barna- og unglingabókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs

Hrím og Skrímslavinafélagið tilnefndar til barna- og unglingabókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs
Fókus
Fyrir 4 dögum

Tinna er líklega búin að finna móður sína – „Ég þarf að vera tilbúin til að fara út til þegar kallið kemur“

Tinna er líklega búin að finna móður sína – „Ég þarf að vera tilbúin til að fara út til þegar kallið kemur“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Einn dáðasti leikarinn á leið í hnapphelduna eftir að unnustan fór á skeljarnar

Einn dáðasti leikarinn á leið í hnapphelduna eftir að unnustan fór á skeljarnar