Fimmtudagur 20.febrúar 2020
Fókus

Ísold Halldórudóttir: „Mér er sama um undirhökuna, appelsínuhúðina, bakfituna“

Lilja Katrín Gunnarsdóttir
Föstudaginn 12. apríl 2019 20:30

Ísold Halldórudóttir.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fyrirsætan Ísold Halldórudóttir hefur vakið gríðarlega athygli undanfarið, bæði hér heima og erlendis, og er ötul baráttukona fyrir líkamsvirðingu. Hún deilir andríkum skilaboðum á Instagram-síðu sinni um leið og hún tilnefnir sjálfa sig í árlegu Dazed100 keppnina á vegum fjölmiðilsins Dazed, en markmið keppninnar er að varpa ljósi á upprennandi hönnuði, leikara, fyrirsætur og ýmiss konar listamenn aðra.

„Ég tilnefni sjálfa mig í #dazed100 því mér er sama um undirhökuna, appelsínuhúðina, bakfituna og magann minn sem er augljóslega ekki sléttur,“ skrifar Ísold og heldur áfram.

„Ég tilnefni mig á hverjum degi því ég trúi á mig sjálfa og aðra sem líður eins og þeir passi ekki inn neins staðar. Ég lofa að búa ávallt til rými fyrir ykkur, standa með ykkur og vera hávær.“

Þá hvetur Ísold aðra til að merkja Dazed ef þeir trúa á sig sjálfa, líkt og hún. Rúmlega tvö hundruð manns eru búnir að líka við myndina og fjölmargir merkja Dazed eins og Ísold hvetur til.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fókus
Fyrir 3 dögum

Lítt þekkt ættartengsl – Verðlaunadís og stjórnmálarýnir

Lítt þekkt ættartengsl – Verðlaunadís og stjórnmálarýnir
Fókus
Fyrir 3 dögum

Davíð Þór: Alltaf að hlusta á mömmusín

Davíð Þór: Alltaf að hlusta á mömmusín