fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Fókus

Sigrún Sigurpáls gefur í á samfélagsmiðlum: Hefur misst 12 kíló án öfga

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Þriðjudaginn 2. apríl 2019 14:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sigrún Sigurpáls er fjögurra barna móðir búsett á Egilsstöðum. Sigrún er betur þekkt sem „Sigrún þrifasnappari,“ en hún er einn af upprunalegu íslensku þrifáhrifavöldunum.

Sigrún ætlar sér að gefa í á samfélagsmiðlum og vera meira áberandi á næstunni. Hún og fjölskylda hennar voru að kaupa gamalt hús sem þau ætla að gera upp og leyfa áhugasömum að fylgjast með ferlinu.

Eftir að hafa eignast þrjú börn með stuttu millibili ákvað Sigrún að breyta um lífsstíl og missti tólf kíló án nokkurra öfga.

Í samtali við DV ræðir Sigrún um Snapchat-ævintýrið, framkvæmdirnar og þyngdartapið.

Sigrún Sigurpálsdóttir.

Þriggja ára Snapchat-afmæli

„Það voru þrjú ár núna í febrúar frá því að ég byrjaði á Snapchat. Ég var á þeim tíma heima í fæðingarorlofi og ákvað að opna snappið mitt. Ég var búin að vera að fylgjast með Guðrúnu Veigu vinkonu minni en mér finnst hún mjög skemmtilegt. Mig langaði að prófa. Út frá því fékk ég fleiri fylgjendur og ég er enn að,“ segir Sigrún.

Sigrún er aðallega á Snapchat. „Fylgjendahópurinn minn er mikið stærri á Snapchat heldur en Instagram.“

Hún segir að markhópurinn sinn sé aðallega konur, 25 ára og eldri. „Ég hef samt fengið skilaboð frá tólf ára stelpu og sjötugri konu, þannig að aldurshópurinn er breiður,“ segir Sigrún.

Sigrún sýnir frá sínu daglega lífi á Snapchat. Á myndinni lengst til vinstri má sjá fataslá sem Sigrún gerði fyrir dóttur sína, sem kostaði undir fimm þúsund krónur.

Mikil viðbrögð við þrifum

„Þegar ég byrjaði á Snapchat var ég mest að sýna frá þrifum. Ég sagði líka frá mínu lífi og sýndi alls konar fjölskyldutengt. En einhvern veginn urðu þrifin langvinsælust,“ segir Sigrún.

Hún segir að þrifin hafi kallað fram mestu viðbrögðin. Fólk fór að leita mikið til hennar og spyrja hana ýmissa þrifatengdra spurninga.

„Núna eru samfélagsmiðlarnir mínir allt í bland. Ég var að flytja og við erum að fara í framkvæmdir. Við vorum að kaupa gamalt hús og ætlum að taka það í gegn. Fólk er alveg ótrúlega spennt fyrir því,“ segir Sigrún. „Ég hef verið mikið að gera DIY-verkefni og sýnt frá því.“

Sigrún segist njóta þess að ganga úti í rigningunni.

Fylgir sjálf þrifaáhrifavöldum

Sigrún segir að það hafi komið henni á óvart hvað þrifin slógu í gegn meðal fylgjenda en tengir þó við það.

„Ég fylgi fullt af konum á Instagram sem sýna alls konar þrifatengt. Mér finnst þetta mjög áhugavert og skemmtilegt. Þannig ég tengi alveg við það að fólk vilji sjá meira af því og leita ráða,“ segir Sigrún.

Sigrún hefur misst tólf kíló með engum öfgum.

Engir öfgar

Sigrún var átján ára þegar hún varð móðir. Elsta dóttir Sigrúnar er að verða sextán ára og fer þá í æfingaakstur. Sigrún eignaðist næstu þrjú börn á sex árum og verða þau sex ára, fjögurra ára og tveggja ára á árinu. Sigrún hefur misst tólf kíló síðan í október 2018.

„Ég er búin að eiga þrjú börn á sex árum. Á milli hverrar meðgöngu hafði ég ekki náð að koma mér í „mitt form“ sem mér líður vel í. Það er enginn staðall sem ég er að fara eftir heldur veit ég hvernig mér líður best. Ég var orðin þyngri en ég vildi vera og það kom að þeim tímapunkti að ég hugsaði með mér að annað hvort myndi ég snúa við blaðinu eða enda enn þá óánægðari með mig. Mér leið ekki vel, ég var þreytt og orkulaus. Ég tengdi það við lélegt mataræði og enga hreyfingu,“ segir Sigrún og heldur áfram:

„Ég byrjaði að ganga mikið og borðaði hollara. Ég minnkaði aðallega skammtastærðirnar. Ég fann að ég var að borða óþarflega stóra matarskammta. Í kjölfarið fóru hlutirnir að gerast. Annað sem hjálpaði mikið var að drekka sem minnst af áfengi, það svínvirkar,“ segir Sigrún og hlær.

Sigrún hefur ekki enn þá stigið fæti inn í líkamsræktarstöð síðan hún breytti um lífsstíl.

„Ég vill meina að ég kom brennslunni af stað með göngutúrunum. Svo fann ég að ég varð sífellt orkumeiri og núna hef ég mikið meiri orku fyrir daglegt líf. Ég var dottin úr því að nenna að sýna hvað ég væri að gera á Snapchat. Ég var orðin latari við daglega hluti sem ég þurfti að sinna.“

Fékk mikið af spurningum

Sigrún var ekkert búin að vera að leyfa fylgjendum sínum að fylgjast með lífsstílsbreytingunni og þyngdartapinu. Hún deildi fyrir stuttu síðan fyrir og eftir mynd í Instagram Story og fékk í kjölfarið fjölda spurninga.

„Ég fékk mikið af spurningum um hvað ég gerði til að léttast. Ég reyndi að svara eftir bestu getu og vil hafa það á hreinu að þetta er eitthvað sem ég geri algjörlega bara fyrir sjálfa mig. Ég er ekki að reyna að passa í eitthvað form eða einhverja samfélagslega staðalímynd,“ segir Sigrún.

„Ef fólk er að leitast eftir því að léttast þá er þetta góð leið. En ef fólk er hamingjusamt þá er það það eina sem skiptir máli.“

Húsið sem Sigrún og fjölskylda keyptu og ætla að gera upp.

Ætlar að gefa í

Um þessar mundir er Sigrún heimavinnandi og vinnur á samfélagsmiðlum. Hún stefnir að því að fara á atvinnumarkaðinn þegar börnin verða aðeins eldri. „Við erum náttúrlega að fara í rosalegar framkvæmdir þannig það verður alveg nóg að gera,“ segir Sigrún.

Hún segist ætla sér að vera meira áberandi á samfélagsmiðlum.

„Ég er að fara að gefa vel í á samfélagsmiðlum. Ég er svona pínu út úr því ég bý ekki á höfuðborgarsvæðinu og ég finn það alveg. Til dæmis eru alls konar viðburðir sem ég get ekki tekið þátt í. Þannig ég er aðeins falin úti á landi en ég ætla mér að vera meira áberandi núna því fólk er svo spennt fyrir þessum framkvæmdum. Ég hlakka til að sýna frá því hvernig þú tekur gamalt hús sem er í niðurníðslu og gerir upp.“

Fylgstu með Sigrúnu á Snapchat og Instagram @SigrunSigurpals.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Fyrrum ritari staðfestir loks að hafa verið yfirheyrð í eineltisrannsókninni alræmdu

Fyrrum ritari staðfestir loks að hafa verið yfirheyrð í eineltisrannsókninni alræmdu
Fókus
Fyrir 2 dögum

Tekur við af Gísla Marteini sem kynnir Eurovision

Tekur við af Gísla Marteini sem kynnir Eurovision
Fókus
Fyrir 2 dögum

Fyrrverandi samskiptastjóri Sigríðar Hrundar styður núna Höllu Hrund

Fyrrverandi samskiptastjóri Sigríðar Hrundar styður núna Höllu Hrund
Fókus
Fyrir 2 dögum

Fylgdi vinsælu heilsuráði og endaði á spítala – Varar aðra við

Fylgdi vinsælu heilsuráði og endaði á spítala – Varar aðra við
Fókus
Fyrir 3 dögum

Föðurlausi drengurinn sem setti vikulega á svið leikrit til að fela vanræksluna – „Maður vissi ekkert hverju maður átti von á þann daginn“

Föðurlausi drengurinn sem setti vikulega á svið leikrit til að fela vanræksluna – „Maður vissi ekkert hverju maður átti von á þann daginn“
Fókus
Fyrir 4 dögum

„Hver verður næst?“

„Hver verður næst?“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Vikan á Instagram – „Þvílíkur rússibani“

Vikan á Instagram – „Þvílíkur rússibani“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Varð fyrir hrottalegu ofbeldi fimm ára gömul – „Ég var á leið til vinkonu minnar, bankaði á vitlausa hurð“

Varð fyrir hrottalegu ofbeldi fimm ára gömul – „Ég var á leið til vinkonu minnar, bankaði á vitlausa hurð“