fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Fókus

Fegrunaraðgerðir fræga fólksins: „Andlitið mitt var svo eyðilagt“ – „Það er ekki allt sem sýnist í Hollywood“

Lilja Katrín Gunnarsdóttir
Miðvikudaginn 20. mars 2019 19:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fræga fólkið er ávallt mikið á milli tannanna á fólki og sérstaklega tekið eftir því ef útlit þeirra breytist. Hér eru nokkrar stjörnur sem hafa talað opinskátt um ýmsar fegrunaraðgerðir.

„Ég var örvæntingarfull í leit að stærri rassi“

Rapparinn Cardi B hefur verið opin um alls kyns fegrunaraðgerðir sem hún hefur farið í. Cardi hefur farið í brjóstastækkun en sagði eitt sinn í viðtali að hún hefði fengið sér ólöglegar sprautur í rassinn.

„Til að fara í fitusog, þar sem fita er færð yfir í rassinn til að gera hann stærri, þarf maður að hafa fitu til að færa. Ég hef ekki slíka fitu,“ sagði hún. „En ég var örvæntingarfull í leit að stærri rassi.“

Sígarettur og tófú

Leikkonan Gwyneth Paltrow sagði í samtali við BAZAAR árið 2013 að hún hefði prófað ýmislegt í þessum efnum.

„Ég nota lífrænar vörur en ég fer í leysimeðferðir. Það sem gerir lífið áhugavert er að finna jafnvægi á milli sígretta og tófú. Ég hef örugglega prófað allt,“ sagði hún. „Ég væri hrædd að fara undir hnífinn en talið við mig þegar ég verð fimmtug. Ég er til í allt. Nema Botox, ég geri það ekki aftur því ég leit út fyrir að vera geðveikt. Ég leit út eins og Joan Rivers!“

Nær að hreyfa andlitið á ný

„Ég prófaði því miður Botox en ég losaði mig við það og núna get ég loksins hreyft andlitið á ný,“ sagði leikkonan Nicole Kidman í viðtali við La Repubblica í janúar árið 2013.

Saug fitu úr handarkrika

„Ég fór í fitusog á handarkrika sem var eitt af því besta sem ég hef upplifað,“ sagði ofurfyrirsætan Chrissy Teigen í viðtali við Refinery29 í maí árið 2017. „Þetta er stórt leyndarmál en mér er sama. Þetta var fyrir níu árum eða svo. Ég losnaði við fimm sentímetra af handarkrikunum. Núna eru þeir komnir aftur þannig að nú þarf ég að borga fyrir fitusog aftur. Þetta var svo auðvelt. Mér leið betur í kjólum og var sjálfsöruggari. Þetta var hreimskulegasta sem ég hef gert en hvað með það. Ég sé ekki eftir neinu.“

Ekki leyndarmál

„Ég fór í brjóststækkun en það er fyndið því það er ekki leyndarmál. Mér gæti ekki verið meira sama,“ sagði raunveruleikastjarnan Kourtney Kardshian í Nightline árið 2010.

Ældi eftir svæfingu

„Ég er ekki á móti lýtaaðgerðum. Ég hef bara verið svæfð einu sinni þegar ég fór til tannlæknis og brást ekki vel við því. Það hræddi mig,“ skrifaði áhrifavaldurinn Kylie Jenner á appið sitt árið 2016.

„Ég ældi og mér var svo óglatt næsta dag. En núna er ég bara með fyllingar í vörunum. En ég er einnig manneskja sem segir: Aldrei að segja aldrei. Ef ég kemst á þann stað að mér líður virkilega illa með líkamann þá er ég ekki á móti því að breyta honum.“

Kylie tilkynnti það svo í fyrra að hún hefði látið fjarlægja fyllingar úr vörunum. Óljóst er hvernig staðan er á því í dag.

Leit út eins og gervimanneskja

Söngkonan Jessica Simpson er ekki aðdáandi varafyllinga. „En ég fékk mér Restylane,“ sagði hún við Glamour árið 2006. Restylane er efni til að gefa fyllingu og minnka hrukkur. „Ég leit út fyrir að vera gervi. Mér líkaði það ekki,“ bætti Jessica við.

„Þetta fór úr á um fjórum mánuðum. Varirnar mínar eru aftur orðnar eins og þær eiga að vera. Guði sé lof!“

Langar að líta vel út

Big Bang Theory-leikkonan Kaley Cuoco sagði í samtali við Women‘s Health að hún hefði farið í nefaðgerð, brjóstastækkun og fengið sér fyllingarefni.

„Eins mikið og mig langar að elska mitt innra sjálf þá langar mig líka að líta vel út,“ sagði hún. „Mér finnst ekki að þú ættir að gera þetta fyrir karlmann eða einhvern annan en þetta er dásamlegt ef þetta veitir þér sjálfsöryggi.“

„Fyllingarefni eru ekki vinir mínir“

„Ég hef tekið allar fyllingar úr. Ég er eins náttúruleg og hægt er. Mér líður betur því ég lít út eins og ég,“ sagði vinalega leikkonan Courteney Cox í samtali við New Beauty í júní árið 2017.

„Ég held að ég líti núna út eins og manneskjan sem ég var. Ég vona það. Hlutir eiga eftir að breytast. Allt á eftir að síga. Ég var að reyna að láta það ekki síga en þá leit ég út eins og gervimanneskja. Maður þarf hreyfingu í andlitið, sérstaklega ef maður er með þunna húð eins og ég. Þetta eru ekki hrukkur – þetta eru broslínur. Ég hef þurft að læra að fagna hreyfingunni og gera mér grein fyrir að fyllingarefni eru ekki vinir mínir.“

Maginn leit út eins og heimskort

Leikkonan Patricia Heaton fór í svuntuaðgerð og brjóstaminnkun árið 2003.

„Það er betra að vera hreinskilinn ef maður getur það. Það er ekki allt sem sýnist í Hollywood,“ sagði hún í viðtali við People árið 2003. „Ég hef farið í fjóra keisaraskurði og maginn minn leit út eins og heimskort. Brjóstin mín héngu niður vegna brjóstgjafar og geirvörturnar voru eins og diskar. Mig langaði að passa í kjólana sem ég gat loksins klæðst.“

„Góð, góð, góð breyting“

Friends-leikkonan Lisa Kudrow fór í nefaðgerð þegar hún var sextán ára og sagði í viðtali árið 2013 að það hefði breytt lífi hennar.

„Ég fór frá því að vera forljót yfir í að vera ekki forljót. Ég fór í aðgerðina sumarið áður en ég byrjaði í nýjum skóla,“ sagði hún. „Þannig að það var fullt af fólki sem vissi ekki hve ljót ég var áður. Það var góð, góð, góð breyting.“

„Ekkert af þessu virkar“

„Ég hef gert þetta allt. Ég hef farið í lýtaaðgerðir. Ég hef farið í fitusog. Ég hef fengið mér Botox. Og veistu hvað? Ekkert af þessu virkar. Ekkert,“ játaði leikkonan Jamie Lee Curtis í viðtali við Telegraph árið 2002.

Eyðilagði andlitið

Raunveruleikastjarnan Khloé Kardashian stundaði það í den að fá sér fyllingar í andlitið. Nú er tíðin önnur.

„Andlitið mitt var svo eyðilagt að ég þurfti að taka þetta úr,“ sagði hún í spjallþættinum sínum Kocktails With Khloé. „Það var leiðinlegt og nú er ég hrædd við að gera þetta aftur.“

Kris Jenner, móðir Khloé, sýndi síðan frá andlitslyftingu í þættinum Keeping up with the Kardashians árið 2011.

Játar ekki

Söng- og leikkonan Cher hefur ávallt talað opinskátt um hvers kyns fegrunaraðgerðir en hefur hins vegar aldrei játað að hafa farið undir hnífinn.

„Ef ég væri búin að fara í jafn margar lýtaaðgerðir og fólk segir væri ég með fyllingar í rassinum, kálfunum og kinnunum,“ sagði hún í viðtali á ABC árið 2002. „Ég hef verið með sömu kinnarnar alla ævi. Engin afturendalyfting. Ég er ekki búin að láta fjarlægja rifbein. Ef mig langar að setja brjóst á bakið þá er það bara mitt mál, ekki annarra.“

Beið í tíu ár eftir brjóstunum

„Mig langaði að fara í brjóstastækkun þegar ég var átján ára en móðir mín og móðir Beyoncé sögðu mér að hugsa virkilega vel um það fyrst,“ sagði söngkonan Kelly Rowland í samtali við tímaritið Shape. „Ég fór eftir ráðum þeirra og beið í tíu ár.“

Ein, lítil skvetta af Botox

Leikkonan Robin Wright elskar Botox og þorir að viðurkenna það.

„Allir gera það, fjandinn hafi það,“ sagði hún við Telegraph árið 2014. „Ég get náttúrulega ekki sagt allir því ég veit það ekki fyrir víst, en látum ekki svona. Þetta er bara smá skvetta af Botox tvisvar á ári. Ég held að flestar konur fái sér tíu einingar, en það frystir andlitið þannig að maður getur ekki hreyft það. Ég fæ mér bara eina einingu og henni er skvett hér og þar. Kannski er ekki sniðugt að ég opinberi þetta í tímariti? En ég er ekki að fela neitt.“

Reyndi að fela það með klippingu

Leikkonan Jane Fonda skrifaði einlægan pistil um lýtaaðgerðir á bloggi sínu árið 2010.

„Bob Evans hrósaði mér fyrir nýju, stuttu hárgreiðsluna mína og ég sagði: Takk. Ég var í aðgerð á höku og hálsi og lét fjarlægja augnpoka þannig að ég ákvað að það væri sniðugt að fara í klippingu svo fólki héldi bara að þetta væri nýja hárið sem breytti útlitinu mínu.“

Hrædd um að líta út eins og Jókerinn

Fyrirsætan Brooke Shields sagði í samtali við Ladie‘s Home Journal árið 2010 að hún hefði prófað Botox en þorði ekki að fá sér meira.

„Mig langar í leysimeðferð því ég elska ekki hrukkurnar mínar. En ég verð að finna einhvern sem er mjúkhentur. Ég er hrædd um að líta út eins og Jókerinn.“

Hætti í fyllingunum

Leikkonan Anna Faris skrifaði á gamansaman hátt um varafyllingar og brjóstastækkun í bókinni Unqualified.

„Ég byrjaði á að fá mér varafyllingar í efri vör. Ég gerði það um tíma og tók eftir smá mun, en enginn sagði neitt. Ég velti fyrir mér hvort einhver tæki eftir þessu.“

Anna hætti loks að fá sér fyllingar í varir.

Allur heimurinn breyttist

„Já, ég lét laga nefið mitt,“ sagði tónlistarkonan Courtney Love við Jimmy Kimmel árið 2014. „Allur heimurinn breyttist á hálfu ári.“

Misheppnaðar aðgerðir

Leikkonan Tara Reid fór í brjóstastækkun árið 2004 en aðgerðin misheppnaðist. Við tóku mörg ár þar sem Tara þurfti að lappa upp á brjóstin og magann.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Gunnar sat 12 spora fund í morgun þegar eitt vakti áhuga hans – „Ég er sjálfur sekur“

Gunnar sat 12 spora fund í morgun þegar eitt vakti áhuga hans – „Ég er sjálfur sekur“
Fókus
Í gær

Keppandi Írlands í Eurovision í ár er kvár

Keppandi Írlands í Eurovision í ár er kvár
Fókus
Fyrir 2 dögum

8 ára drengur með heilaæxli steig á svið – Sjáðu atriðið sem hreyfði við Simon Cowell

8 ára drengur með heilaæxli steig á svið – Sjáðu atriðið sem hreyfði við Simon Cowell
Fókus
Fyrir 2 dögum

J. Lo loksins laus við slottið – 7 ár í sölu og verðmiðinn lækkaður um milljónir

J. Lo loksins laus við slottið – 7 ár í sölu og verðmiðinn lækkaður um milljónir
Fókus
Fyrir 3 dögum

Grunaði að eiginkonan væri að halda framhjá – „Sannleikurinn var tvöfalt verri“

Grunaði að eiginkonan væri að halda framhjá – „Sannleikurinn var tvöfalt verri“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Sviplegt fráfall samfélagsmiðlastjörnu skekur netheima – „Ég skil þetta ekki, ég var með henni á föstudaginn“

Sviplegt fráfall samfélagsmiðlastjörnu skekur netheima – „Ég skil þetta ekki, ég var með henni á föstudaginn“