fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Fókus

Signý brenndist illa tveggja ára gömul: „Það var eins og í martröð“

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 19. mars 2019 09:06

Mynd: Skjáskot/Stöð2

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Signý Gísladóttir brenndist illa þegar hún var tveggja ára gömul. Hún fékk yfir sig brennandi heitt vatn úr katli. Næstu daga var Signý í lífshættu og var hún í margar vikur á gjörgæslu. Hún brenndist illa og var líkami hennar þakinn örum á stórum hluta líkamans; á öllu bakinu, vinstri hendi, aðeins á hálsi og inn á maga. Hún var mjög óörugg í eigin skinni í æsku og var hrædd um hvað fólki myndi finnast ef það sæi líkama hennar.

Signý sagði frá slysinu, æskunni og baráttunni við að læra að elska líkama sinn í Ísland í dag í gærkvöldi. Hún vill hjálpa öðrum með því að segja sína sögu.

Ranghugmyndir alla barnæskuna

Þegar Signý var yngri hugsaði hún mikið um örin og var mjög meðvituð um þau.

„Ég hafði alls konar ranghugmyndir alla barnæskuna um hvað fólki myndi finnast ef það sæi líkama minn og forðaðist ég því að sýna hann,“ segir Signý í Ísland í dag.

„Ég var svo hrædd um að fólk myndi afneita mér af það sæi örin mín.“

„Þegar ég var komin á gelgjuárin, kannski 11-12 ára, þá fór mér að finnast alveg svakalega erfitt að fara í skólasund. Ég þoldi ekki að labba frá sturtuklefanum og yfir í laugina, það var eins og í martröð.“

Hún segir að fólk hafi horft mikið á hana og hún var spurð mikið út í örin.

Viðhorf Signýjar til öranna breyttist þegar hún var í Verzlunarskóla Íslands. Vinkonur hennar í skólanum tóku henni vel og sýndu henni mikinn stuðning: „Þær tóku mér svo ótrúlega vel. Stuðningur þeirra gerðu mig að þeirri manneskju sem ég er í dag.“

Hrædd um að eignast ekki kærasta

„Síðan ég var held ég tólf ára var ég búin að ákveða að ég myndi ekki eignast kærasta. Það var ótrúlega skrýtið. Mér fannst ég einhvern veginn ljót. Það var einhver kvíði sem kom út frá þessu. Ég var búin að sætta mig við það að ég myndi ekki eignast kærasta, sem er mjög skrýtið. En sem betur fer hafa allir tekið þessu mjög vel,“ segir Signý.

Fyrsti kærasti Signýjar og núverandi kærasti hennar, Davíð, tekur henni eins og hún er. „Frá því að við kynntumst fyrst hefur þetta verið ekkert mál.“

Hún segir viðbrögð Davíðs hafa verið allt önnur en hún bjóst við. Hann sagði örin vera töff og svo var málið úr sögunni.

Hjálpa öðrum

„Mig langar að vera góð fyrirmynd fyrir þá sem líður illa og með lítið sjálfstraust, því það er í lagi að vera öðruvísi og vera maður sjálfur. Maður á að líta á öll lýti eða galla sem ákveðinn sigur og gera sem mest úr því þá líður manni sem best og blómstrar þar af leiðandi,“ segir Signý og bætir við:

„Mig langar að segja mína sögu og segja fólki frá því að mín reynsla, bara því ég ólst upp með þetta, gerði mig að þeirri manneskju sem ég er í dag.“

Hér getur þú horft á viðtalið við Signý í Ísland í dag í heild sinni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Segir að meðlimur bresku konungsfjölskyldunnar hafi boðið henni í kynsvall

Segir að meðlimur bresku konungsfjölskyldunnar hafi boðið henni í kynsvall
Fókus
Fyrir 2 dögum

Sjáðu paratattú Kleina og Hafdísar sem eru hjá því allra heilagasta

Sjáðu paratattú Kleina og Hafdísar sem eru hjá því allra heilagasta
Fókus
Fyrir 3 dögum

Aðdáendur fá innsýn í ástarlíf Taylor Swift á nýrri plötu – Það kom þó á óvart hvaða maður er þar í aðalhlutverki

Aðdáendur fá innsýn í ástarlíf Taylor Swift á nýrri plötu – Það kom þó á óvart hvaða maður er þar í aðalhlutverki
Fókus
Fyrir 3 dögum

Hún segir þetta vera „náttúrulegt Ozempic“ og margir eiga það nú þegar í eldhússkápnum

Hún segir þetta vera „náttúrulegt Ozempic“ og margir eiga það nú þegar í eldhússkápnum