fbpx
Laugardagur 20.apríl 2024
Fókus

Börn Michael Jackson: Hvar eru þau núna?

Lilja Katrín Gunnarsdóttir
Þriðjudaginn 5. mars 2019 17:30

Hvar eru stjörnubörnin í dag?

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Heimildarmyndin Leaving Neverland verður sýnd á sjónvarpsstöðinni HBO í vor, en í henni fara tveir karlmenn yfir það hvernig poppkóngurinn Michael Jackson beitti þá ofbeldi, bæði andlegu og kynferðislegu, þegar þeir voru börn. Í raun hafa sögur um meint kynferðisafbrot poppkóngsins gegn börnum gengið manna á milli um langa hríð, en hann neitaði þeim staðfastlega allt fram til dauðadagsins í júní árið 2009.

Börn Michale Jackson, þau Michael, Paris og Prince, hafa verið þögul sem gröfin um heimildarmyndina, sem hefur valdið talsverðu fjaðrafoki vestan hafs. Má leiða að því líkum að þau taki þeim sögum sem sagðar eru í myndinni ekki mjög vel, en hvar eru þau í dag?

Michael og Debbie eignuðust tvö börn saman, þó efast hafi verið um hverra manna börnin væru.

Kann hvorki að syngja né dansa

Michael Joseph Jackson Jr. var fyrsta barn tónlistarmannsins, en Michael fæddist þann 13. febrúar árið 1997. Michael Jackson átti nafna sinn með hjúkrunarfræðingnum Debbie Rowe, en þau voru gift á árunum 1996 til 1999. Snáðinn fékk gælunafnið Prince.

Guðforeldrar Prince eru leikarinn Macaulay Culkin og Elizabeth Taylor heitin, en hann sagði í viðtali í nóvember árið 2016 að hann myndi ekki feta í fótspor föður síns og guðforeldra, þar sem hann geti hvorki sungið né dansað. Hann vill þó skapa sér frama hinu megin við myndavélina.

Prince vill vera framleiðandi.

„Mig hefur alltaf langað að vinna við framleiðslu. Pabbi var alltaf að spyrja mig hvað mig langaði að gera og svarið mitt var alltaf að mig langaði að framleiða og leikstýra,“ sagði hann í viðtali við Los Angeles Times.

Prince sá um framleiðslu á sínu fyrsta myndbandi árið 2016 og stofnaði í kjölfarið framleiðslufyrirtækið King‘s Son Productions. Prince var aðeins tólf ára þegar faðir hans lést en heiðraði föður sinn með húðflúri á fótlegg sínum þegar hann varð eldri.

Reyndi að svifta sig lífi eftir andlát föður síns

Annað barn tónlistarmannsins og hjúkrunarfræðingsins var dóttirin Paris, sem kom í heiminn þann 3. apríl árið 1998. Því var löngum haldið fram að hvorki Paris né Prince væru börn Debbie, en hún hefur staðfastlega neitað því.

Michael huldi ávallt andlit barna sinna til að vernda þau.

Andlát Michael Jakcson hafði mikil og djúp áhrif á Paris og reyndi hún að svifta sig lífi árið 2013 með því að skera sig á púls og taka fullt af lyfjum. Seinna fór hún í meðferð til að takast á við lyfjafíkn og kvíða, en í viðtali við Rolling Stone í janúar árið 2017 ræddi hún mikið um uppvöxtinn.

„Við vissum eiginlega ekkert hver hann væri. En hann var heimurinn okkar. Og við vorum heimurinn hans,“ sagði hún. „Við þurfum ekki vini. Við áttum hann og Disney sjónvarpsstöðina!“ bætti hún við.

Paris hefur gert garðinn frægan sem fyrirsæta.

Paris er án efa frægasta barn poppkóngsins, en hún skrifaði undir samning við fyrirsætuskrifstofuna IMG Models árið 2017 og hefur verið í herferðum fyrir tískumerki á borð við Calvin Klein og Chanel. Þá er hún einnig efnileg í sönginum og gæti vel náð langt á þeirri braut. Svo hefur hún reynt fyrir sér í kvikmyndaleik, til að mynda í myndinni Gringo sem kom út í fyrra.

Barnið fræga í Berlín

Eftirminnileg stund.

Þriðja barnið, Prince Michael Jackson II, kom í heiminn þann 21. febrúar árið 2002 með hjálp staðgöngumóður, en aldrei hefur verið ljóstrað upp hver sú staðgöngumóður er. Prince fékk brátt viðurnefnið Blanket fyrir þær sakir að faðir hans hélt honum fram af handriði á hótelsvölum í Berlín þegar Prince var nýfæddur. Þegar hann danglaði fram af svölunum var andlit hans hulið með teppi. Faðir hans baðst seinna afsökunar á athæfinu og sagðist aldrei skaða börn sín viljandi.

Þögla týpan.

Prince hefur skipt gælunafninu Blanket út fyrir Bigi, og hefur ávallt verið þögla systkinið í hópnum. Hann stundar nú nám í miðskólanum Buckley High í Sherman Oaks-hverfinu í Los Angeles. Hann lætur lítið fyrir sér fara en elskar bardagalistir og að spila tölvuleiki.

Unglingurinn elskar bardagalistir.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Stöð 2 lækkar verð
Fókus
Fyrir 2 dögum

Fyrrum ritari staðfestir loks að hafa verið yfirheyrð í eineltisrannsókninni alræmdu

Fyrrum ritari staðfestir loks að hafa verið yfirheyrð í eineltisrannsókninni alræmdu
Fókus
Fyrir 2 dögum

Tekur við af Gísla Marteini sem kynnir Eurovision

Tekur við af Gísla Marteini sem kynnir Eurovision
Fókus
Fyrir 2 dögum

Fyrrverandi samskiptastjóri Sigríðar Hrundar styður núna Höllu Hrund

Fyrrverandi samskiptastjóri Sigríðar Hrundar styður núna Höllu Hrund
Fókus
Fyrir 2 dögum

Fylgdi vinsælu heilsuráði og endaði á spítala – Varar aðra við

Fylgdi vinsælu heilsuráði og endaði á spítala – Varar aðra við
Fókus
Fyrir 4 dögum

Föðurlausi drengurinn sem setti vikulega á svið leikrit til að fela vanræksluna – „Maður vissi ekkert hverju maður átti von á þann daginn“

Föðurlausi drengurinn sem setti vikulega á svið leikrit til að fela vanræksluna – „Maður vissi ekkert hverju maður átti von á þann daginn“
Fókus
Fyrir 4 dögum

„Hver verður næst?“

„Hver verður næst?“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Vikan á Instagram – „Þvílíkur rússibani“

Vikan á Instagram – „Þvílíkur rússibani“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Varð fyrir hrottalegu ofbeldi fimm ára gömul – „Ég var á leið til vinkonu minnar, bankaði á vitlausa hurð“

Varð fyrir hrottalegu ofbeldi fimm ára gömul – „Ég var á leið til vinkonu minnar, bankaði á vitlausa hurð“