fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Fókus

Sönn ást! Hann er 99 ára og gengur 10 kílómetra á dag til að heimsækja veika eiginkonu sína

Fókus
Fimmtudaginn 6. september 2018 19:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þó að Luther Younger sé orðinn 99 ára lætur hann ekkert stöðva sig í að heimsækja eiginkonu sína hvern einasta dag. Younger gengur tíu kílómetra, nánast hvern einasta dag, á hjúkrunarheimili þar sem eiginkona hans dvelur.

Younger er búsettur í Rochester í New York og hann er ástfanginn af eiginkonu sinni, Waverlee, upp fyrir haus. Þau hafa verið gift í 55 ár og hefur samband þeirra ávallt verið sterkt.

„Mig langar bara að hitta eiginkonu mína. Ég elska hana,“ sagði hann í viðtali við bandaríska fjölmiðla fyrir skemmstu. Younger bætir við að hann eigi eiginkonu sinni margt að þakka. „Hún gerði mig að manni. Hún gerði mig að sterkari einstaklingi en ég hefði orðið.“

Árið 2009 greindist Waverlee með heilaæxli og síðan þá hefur hún verið inn og út af sjúkrastofnunum. Hún dvelur þar með reglulegu millibili og leggur Younger í vana sinn að heimsækja hana á hverjum degi – skiptir þá engu þó hann þurfi að leggja á sig örlítið ferðalag.

Luther segir að margir hafi boðist til að skutla honum en hann kjósi frekar að ganga. Það hreinsar hugann, segir hann, og þá segir hann að fólk hafi gott af því að vinna fyrir þeim hlutum sem það sækist eftir. Sjálfur barðist Luther í Kóreustríðinu og segist hann búa af þeirri reynslu enn þann dag í dag.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Flaug á rassinn á sviðinu – „Lögfræðingurinn minn mun hringja“

Flaug á rassinn á sviðinu – „Lögfræðingurinn minn mun hringja“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Aðdáendur fá innsýn í ástarlíf Taylor Swift á nýrri plötu – Það kom þó á óvart hvaða maður er þar í aðalhlutverki

Aðdáendur fá innsýn í ástarlíf Taylor Swift á nýrri plötu – Það kom þó á óvart hvaða maður er þar í aðalhlutverki