fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Fókus

Magnús var rekinn úr Costco-hópnum fyrir að tjá tilfinningar sínar: „Þessi grúppa er fáránlegur sértrúarsöfnuður“

Óðinn Svan Óðinsson
Fimmtudaginn 6. september 2018 13:12

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Magnús Einþór Áskelsson eða Maggi Tóka eins og hann er jafnan kallaður greinir frá því á Twitter-síðu sinni í gær að honum hafi verið vikið úr Facebook-hópnum Costco-Gleði fyrir að tjá tilfinningar sínar. Hópurinn telur rúmlega 30 þúsund aðdáendur Costco en það er Engilbert Arnar Friðþjófsson sem stjórnar hópnum.

Það var einmitt færsla Engilberts sem varð til þess að Magnús fékk sparkið en hann ákvað að lýsa yfir reiði yfir færslunni í stað hláturs eða ástar. Magnús greindi frá örlögum sínum á Twitter. Magnús furðar sig á ákvörðun stjórnenda og segist í samtali við DV hafa grátið úr hlátri eftir að honum varð ljóst að hann væri ekki lengur meðlimur í hópnum.

„Ég eiginlega grét úr hlátri þegar ég tók eftir þessu en þessi grúppa er fáránlegur sértrúarsöfnuður. Ég var nú eiginlega forviða hvað var í gangi þarna og þetta var eiginlega punkturinn yfir i-ið,“ segir Magnús í samtali við DV.

Í færslu sem Engilbert Arnar, stjórnandi hópsins skrifaði fyrr á þessu ári ræðir hann mikilvægi þess að meðlimir hópsins séu jákvæðir.

„Það er særandi þegar sumt fólk æðir hérna áfram með sínar fyrir fram ákveðnu og neikvæðu skoðanir gagnvart mér,“ skrifar Engilbert og bætir við: „Það er eins og sumir hugsa ekki og sjá ekki hvað ég legg mig fram og hef þurft að leggja á mig til að skapa COSTCO-Gleði, ég tala nú ekki um tímanum sem ég hef notað til þess eins að hjálpa öðrum og koma verðmætum upplýsingum til ykkar hér. Vanþakklætið og óvirðingin sem sumir sýna manni er ótrúleg,“ skrifar Engilbert.

Ekki náðist í Engilbert við vinnslu fréttarinnar

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pétur Einarsson látinn
Fókus
Í gær

„Ég ætla ekki að ljúga því að ég hafi verið dýrlingur, en ég var ekki nógu heimskur til að eyðileggja fjölskylduna okkar“

„Ég ætla ekki að ljúga því að ég hafi verið dýrlingur, en ég var ekki nógu heimskur til að eyðileggja fjölskylduna okkar“
Fókus
Í gær

„Ég var kominn á stað þar sem ég vissi að ég myndi valda mér miklum skaða ef ég myndi ekki taka í taumana“

„Ég var kominn á stað þar sem ég vissi að ég myndi valda mér miklum skaða ef ég myndi ekki taka í taumana“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Gunnar sat 12 spora fund í morgun þegar eitt vakti áhuga hans – „Ég er sjálfur sekur“

Gunnar sat 12 spora fund í morgun þegar eitt vakti áhuga hans – „Ég er sjálfur sekur“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Keppandi Írlands í Eurovision í ár er kvár

Keppandi Írlands í Eurovision í ár er kvár
Fókus
Fyrir 3 dögum

Grunaði að eiginkonan væri að halda framhjá – „Sannleikurinn var tvöfalt verri“

Grunaði að eiginkonan væri að halda framhjá – „Sannleikurinn var tvöfalt verri“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Sviplegt fráfall samfélagsmiðlastjörnu skekur netheima – „Ég skil þetta ekki, ég var með henni á föstudaginn“

Sviplegt fráfall samfélagsmiðlastjörnu skekur netheima – „Ég skil þetta ekki, ég var með henni á föstudaginn“