fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Fókus

Þröstur glímir enn við eftirköst slyssins: „Tveimur mánuðum seinna dett ég niður fyrst“

Fókus
Þriðjudaginn 4. september 2018 10:45

Þröstur Leó Gunnarsson.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Ég er kannski ekki alveg hættur en ég tók ákvörðun um áramótin síðustu að segja upp samningnum,“ sagði Þröstur Leó Gunnarsson leikari í Bítinu á Bylgjunni í morgun.

Þröstur hefur ákveðið að segja skilið við leikhúsið – í bili að minnsta kosti – og snúa sér að matargerð. Þröstur Leó er einn þeirra sem bjargað var þegar fiskibáturinn Jón Hákon frá Bíldudal sökk fyrirvaralaust einn júlímorgun árið 2015. Þröstur Leó komst á kjöl og dró þá Björn Magnússon og Guðmund Rúnar Ævarsson upp úr sjónum áður en björgunin barst en fjórði maðurinn, Magnús Kristján Björnsson lést.

Á bleiku skýi til að byrja með

Þröstur Leó hefur glímt við kvíða eftir slysið og segir hann að það sé í raun ótrúlegt hvernig kvíðinn getur komið aftan að manni. „Fyrst eftir þetta var maður á bleiku skýi, alveg góður og bara með áhyggjur af hinum en svo tveimur mánuðum seinna datt ég niður fyrst,“ rifjaði Þröstur Leó upp.

Þröstur nefndi að tvær sýningar hefðu verið felldar niður hjá honum í vetur. „Ég var í stólnum í sminkinu og þá bara fæ ég kvíðakast. Hárgreiðslukonang spurði hvort ekki væri allt í lagi,“ sagði Þröstur sem rétt náði að koma út sér að svo væri ekki. „Og það vara bara hringt á sjúkrabíl. Það er svo skrýtið hvernig þetta kemur aftan að manni.“

Fann ekki fyrir þessu fyrir slysið

Þröstur segist hafa fengið góða aðstoð eftir slysið en þrátt fyrir það glímir hann enn við eftirköstin. Aðspurður hvort hann fái kvíða þegar hann er í krefjandi aðstæðum, til dæmis í leikhúsinu fyrir framan fullan sal af fólki sagði Þröstur að svo væri:

„Þetta er öðruvísi en flest önnur vinna. Ábyrgðin er mikil og þetta er stór pakki að standa fyrir framan 500 manns,“ sagði Þröstur og nefndi einnig að hann ætti stundum erfitt með að vera úti í búð þar sem er mikið af fólki. Þröstur kvaðst ekki hafa fundið fyrir þessu fyrir slysið og taldi hann rétt að taka hvíld frá leikhúsinu og reyna að vinna sig út úr þessu.

Þrátt fyrir að segja skilið við leikhúsið í bili situr Þröstur ekki auðum höndum, þvert á móti.

„Ég er nú svo heppinn að ég er búinn að vera að leika mér núna í einhver 5 til 6 ár að reykja og grafa lax og það hefur gengið alveg fáránlega vel,“ sagði Þröstur sem byrjaði á þessu fyrir 10-15 árum í ísskáp niðri í fjöru á sínum heimaslóðum fyrir vestan. Þetta hefur gengið vel og hefur Þröstur hugsað sér að selja hverjum sem vill kaupa. „Ég vil ekki vera með einhverja verksmiðjuframleiðslu því þá fer sjarminn af,“ sagði Þröstur sem leitar nú að 70-80 fermetra húsnæði á höfuðborgarsvæðinu undir starfsemina.

Hér má hlusta á viðtalið við Þröst.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Flaug á rassinn á sviðinu – „Lögfræðingurinn minn mun hringja“

Flaug á rassinn á sviðinu – „Lögfræðingurinn minn mun hringja“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Aðdáendur fá innsýn í ástarlíf Taylor Swift á nýrri plötu – Það kom þó á óvart hvaða maður er þar í aðalhlutverki

Aðdáendur fá innsýn í ástarlíf Taylor Swift á nýrri plötu – Það kom þó á óvart hvaða maður er þar í aðalhlutverki