fbpx
Sunnudagur 21.apríl 2019

DV - Frjáls og óháður miðill

Fókus

Guðmundur viðurkennir að hafa óhlýðnast – „Nú er ég líklega í djúpum skít“

Fókus
Mánudaginn 3. september 2018 09:11

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Guðmundur Steingrímsson, fyrrverandi alþingismaður, segir að hér á landi ríki djúp tilhneiging til miðstýringar eða einhvers konar forsjárhyggju af hálfu ríkisins. Guðmundur varpar ljósi á þetta í grein sem hann skrifar í Fréttablaðið í dag og nefnir hann nokkur dæmi máli sínu til stuðnings.

„Fólki er ekki treyst mikið. Frelsi er talið hættulegt. Ég er sífellt að reka mig á dæmi um þetta,“ segir Guðmundur og nefnir að stundum fari áhyggjur fólks af hegðun annarra yfir mörk hins súrrealíska.

Supu hveljur til skiptis

„Undanfarin ár höfum við hjónin verið að gera upp hús. Sérstaklega eftirminnilegt var þegar ég sem húseigandi átti fund á Skipulagssviði Reykjavíkurborgar til þess að ræða teikningarnar. Tveir borgararkitektar mættu á fundinn til þess að súpa hveljur og fórna höndum til skiptis yfir því að við ætluðum ekki að hafa gluggapósta á svefnherbergisglugganum. Mér var sagt að yfirmaðurinn hefði hreinlega misst kjálkann niður á bringu þegar hann sá teikninguna. Hann hefði aldrei séð annað eins. Mér var tjáð að póstalaus færi teikningin ekki í gegn.“

Hann segir að þarna hafi forræðishyggjan náð nýjum hæðum og farið inn á svið hins fagurfræðilega.

„Í huganum velti ég fyrir mér hvort gluggalöggan myndi handtaka mig ef ég hlýddi ekki. Á sama fundi var gerð athugasemd við það hvar við hjónin hygðumst hafa baðkarið (inni á baði, semsagt). Baðkarslöggan yrði ekki ánægð.“

Óhlýðnuðust

Guðmundur segist hafa reynt að vera kurteis og hlýðinn en viðurkennir að hann hafi langað að stinga upp á því að þetta fólk léti sér nægja að spá í sín hús og þau hjónin fengju frið til að spá í sínu húsi.

„Það er hins vegar lýsandi fyrir ótta manns við yfirvaldið, hræðsluna við duttlungafullt kerfið, að nú þegar ég skrifa þetta — þegar nokkur ár eru liðin frá þessum fundi — finn ég til kvíða yfir mögulegum afleiðingum þess að ég skuli játa hér og nú að við hjónin óhlýðnuðumst. Til að þóknast Skipulagssviði breyttum við bara teikningunum. Í raunveruleikanum er glugginn hins vegar án pósta. Og þannig er nú það. Nú er ég líklega í djúpum skít.“

„Blekölvað alla daga“

Guðmundur nefnir fleiri dæmi en þetta í pistli sínum. Í vikunni þurfti hann að kaupa lúsasjampó í ljósi þess að skólarnir eru byrjaðir og lúsin komin á kreik. „Að kvöldlagi er ein búð í Lágmúla sem selur lúsasjampó. Ég spurði mig: Hverju sætir? Af hverju er ekki hægt að kaupa svona vöru í kjörbúð? Ríkir hér ótti við að fólk myndi kaupa of mikið lúsasjampó ef það fengist víðar? Yrði lúsasjampóæði?“ spyr Guðmundur.

Áfengi er svo annað dæmi. „Ef rauðvín fengist í kjörbúð, er viðbúið — að margra dómi — að landið færi á hliðina. Fólki er ekki treystandi til slíkra valkosta. Það yrði blekölvað alla daga. Ekki má heldur kaupa bjór á fótboltaleik. Það myndi enginn horfa á leikinn. Bara drekka. Ekki má heldur velja börnum sínum hvaða nöfn sem er. Það þarf leyfi. Leyfi þarf til að keyra annað fólk heim til sín gegn gjaldi. Og til að skjóta skjólshúsi yfir ferðafólk. Af þessu hefur kerfið greinilega miklar áhyggjur.“

Pistil Guðmundar má lesa í heild sinni á vef Fréttablaðsins en þar nefnir hann fleiri dæmi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Magnús Ver verður afi
Fókus
Fyrir 4 dögum

Þetta er ástæðan fyrir því að þú átt ekki að senda skilaboð á fyrrverandi: „Sögurnar segja að þú hafir gefið mér klamidíu“

Þetta er ástæðan fyrir því að þú átt ekki að senda skilaboð á fyrrverandi: „Sögurnar segja að þú hafir gefið mér klamidíu“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Leoncie orðin heimsfræg – Jimmy Fallon sprakk úr hlátri – Sjáið myndbandið

Leoncie orðin heimsfræg – Jimmy Fallon sprakk úr hlátri – Sjáið myndbandið