fbpx
Miðvikudagur 24.apríl 2024
Fókus

Hvernig heldurðu að flúrið muni líta út þegar þú eldist? – Þessir eldri borgarar sýna okkur það

Ragna Gestsdóttir
Föstudaginn 28. september 2018 16:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Flúraldur fyrnist ekki (TattooAge. Never too old) er ljósmyndaverkefni þar sem 25 eldri borgarar með húðflúr voru myndaðir heima í stofu hjá þeim. Á myndunum sýna þau flúrin sín og segja sögurnar á bak við þau, allt frá því að flúrið var gjöf frá barnabarni eða það er minning um látinn ástvin. Sum þeirra fengu sér fyrsta flúrið um áttrætt.


Thomas talar um hvernig fólk bregst við honum og flúrunum hans.

 

Bók um verkefnið kom út á sama tíma. Auk þess að innihalda ljósmyndir, þá inniheldur hún fróðleik um flúrmenninguna. Hvað flúrin tákna, upplifun fólks og lífsreynslu, eins og að takast á við sorg, að eldast og fleira.

 

Sýning á myndunum hófst í Hollandi þann 20. september.

 

„Margir halda að fólk fái sér aðeins húðflúr þegar það er ungt, þannig að eldra fólk er oft spurt hvort að húðflúrið hafi lýsts eða fallið saman. Með þessu verkefni viljum við segja sögurnar á bak við flúrin og sýna að aldur skiptir ekki máli þegar kemur að húðflúrum. Þú ert aldrei of gömul/gamall til að fá þér húðflúr,“ segja aðstandendur verkefnisins.


Hans segir frá hvaða merkingu flúrin hans hafa fyrir hann.


Albertina útskýrir af hverju hún fékk sér svans flúr.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Flaug á rassinn á sviðinu – „Lögfræðingurinn minn mun hringja“

Flaug á rassinn á sviðinu – „Lögfræðingurinn minn mun hringja“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Aðdáendur fá innsýn í ástarlíf Taylor Swift á nýrri plötu – Það kom þó á óvart hvaða maður er þar í aðalhlutverki

Aðdáendur fá innsýn í ástarlíf Taylor Swift á nýrri plötu – Það kom þó á óvart hvaða maður er þar í aðalhlutverki