fbpx
Miðvikudagur 14.maí 2025
Fókus

Hraunað yfir Ásrúnu sem langaði að komast heim

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 26. september 2018 15:43

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Pistill Ásrúnar Matthíasdóttur, lektors við Háskólann í Reykjavík, hefur reynst nokkuð umdeild. Þar kvartar hún sáran yfir umferðinni í Reykjavík en tekur þó fram að hún hafi engar lausnir og hafi ekki áhuga á öðrum samgöngumátum en einkabílnum. Pistillinn birtist í Fréttablaðinu í morgun.

„Mér finnst ekki boðlegt að vera allt að klukkutíma að keyra um 10 kílómetra á höfuðborgarsvæðinu til að komast í og úr vinnu. Ef ég legg af stað úr Hafnarfirði á tímabilinu 7.45–9.00 þá er þetta oft ferðatíminn, það þarf ekki að hafa orðið slys á leiðinni til að tefja, þetta er venjan núna. Það er jafnvel verra að komast heim seinnipartinn, biðröðin byrjar á bílastæðinu hér í Háskólanum í Reykjavík (HR) og nefni ég sem dæmi að um daginn þegar ég var búin að bíða í nærri 10 mínútur eftir að komast út af stæðinu lagði ég aftur og fór inn og beið þar í nærri 2 klukkutíma eftir að komast heim. Í annað skipti var ég 40 mínútur að komast frá HR út að Bústaðavegi sem er líklega um 2 kílómetra leið,“ skrifar Ásrún.

Hún segist hafa kynnt sér aðra samgöngumáta. „Oft er bent á að það sé líka hægt að labba, hjóla eða taka strætó en það hentar einfaldlega ekki öllum af margvíslegum ástæðum. Mér datt í hug að skoða hvernig væri að taka strætó og fór á góðan vef fyrirtækisins. Niðurstöðurnar eru að ef ég vil fara að heiman 8.30 á virkum degi þá tekur ferðin 47 til 52 mínútur eftir því hvort ég næði vagni 8.40 eða 8.50 og þar af væri ég á gangi í 15 mínútur. Líklega er ekki gert ráð fyrir að strætó sé fastur í röð eins og aðrir á þessum tíma og því gæti tíminn verið enn lengri. Ekki fýsilegur kostur finnst mér því miður,“ segir Ásrún.

Hún segir að henni hugnist heldur ekki að hjóla. Ásrún segir:

„Það er eflaust gott og gaman að hjóla í vinnuna en einhvern veginn hugnast mér það ekki, líst ekki á að koma veðurbarin og sveitt í vinnuna fyrir utan að önnur verkefni í morgunsárið gera það næstum ómögulegt að fara nógu snemma af stað til að mæta um kl. 9.00. Ég veit að það eru til rafmagnshjól og alls konar hlífðarfatnaður en einhvern veginn leiðist mér veðrið hér á landi og langar ekkert að hjóla svona langa vegalengd í íslensku veðri.“

Hún kvartar svo að lokum undan því að hún komist ekki skjótt heim, þar sem það kviknaði í bíl á leiðinni heim: „Þegar ég er að skrifa þennan pistil þá les ég á netinu að það hafi því miður orðið árekstur á gatnamótum Bústaðavegar og Flugvallarvegar í Reykjavík og út um gluggann sést að biðröðin er strax komin frá bílastæðunum í HR klukkan rúmlega tvö. Ekki bætir úr skák að það kviknar í bíl á Miklubrautinni skömmu seinna. Og ég sem ætlaði snemma heim til að losna við biðröðina, það endar með að ég verð hér til kl. 18 einu sinni enn. Kannski ég ætti að hringja í Vinnueftirlitið eða neyðarlínuna því ég er föst á vinnustað.“

Líkt og fyrr segir hefur þessi pistill farið öfugt ofan í suma. Þar á meðal er Kristján B. Jónasson bókaútgefandi en hann segir á Facebook:

„Það eru alltof margir bílar í umferðinni, nema náttúrlega minn bíll, hann á að vera þar og ég krefst þess að Sameinuðu þjóðirnar tryggi að ég komist heim þegar ég vil á mínum einkabíl þegar ég vil það og ekkert múður.“

Hildur Lilliendahl Viggósdóttir fjallar líka um pistilinn á Facebook og virðist varla trúa öðru en að Ásrún sé að grínast. „Getur verið, krakkar, að þessi grein hafi átt að vera glens? Eða er okkur bara fúlasta alvara með það að heimta að vera partur af vandamálinu af því einhvern veginn nennum við bara ekki að gera neitt annað, og heimta svo að aðrir leysi fyrir okkur SAMA VANDAMÁL og við ætlum að halda áfram að stuðla að?“ Skrifar einhver sæmilega innréttuð manneskja þessi orð án þess að vera að grínast? „Ekki bætir úr skák að það kviknar í bíl á Miklubrautinni skömmu seinna. Og ég sem ætlaði snemma heim til að losna við biðröðina“,“ skrifar Hildur furðulostin á skrifum Ásrúnar.

Fjölmiðlamaðurinn fyrrverandi Haukur Viðar Alfreðsson  telur svo upp tólf lausnir fyrir Ásrúnu. „Kæra Ásrún. Hér eru mögulegar lausnir á þessu vandamáli.

  1. Þú labbar í vinnuna þegar veður leyfir. Ert aðeins lengur að því, en þarft allavega ekki að bíða í umferð. Svo er það betra fyrir umhverfið.
  2. Þú hjólar í vinnuna. Ert miklu fljótari að því. 20 mínútur max, ef þú ferð Nauthólsvíkina.
  3. Þú tekur strætó í vinnuna. Ert aðeins fljótari að því. Getur spilað Candy Crush á meðan eða lesið fréttirnar.
  4. Þú carpoolar með vinnufélögum í vinnuna og hvetur aðra til að gera það sama = færri bílar = minni umferð.
  5. Þú semur við vinnuveitanda þinn um sveigjanlegri mætingartíma, ef kostur er. T.d.að fá að mæta fyrr og fara fyrr heim. Eða öfugt.
  6. Allt í bland. Einkabíll, strætó, hjól … bara eins og hentar hverju sinni. Hvetur aðra til þess sama.
  7. Þú flytur nær vinnunni þinni.
  8. Þú finnur vinnu nær heimili þínu.
  9. Þú kaupir bát. Siglingar eru vannýttur ferðamáti. Fínar bryggjur bæði í Hafnarfirði og Nauthólsvík.
  10. Þú þykist vinna í Mjölni og leggur þar. Ert korter að labba úr vinnunni í bílinn og korter í bílnum á leiðinni í Hafnarfjörð. Til hamingju. Þú hefur sparað þér 2×30 mínútur á dag.
  11. Þú bíður aðeins og sérð hvort Borgarlínan muni henta þér. Strætó yfir Kársnesbrú og þaðan í Hafnarfjörð verður örugglega í boði.
  12. Þú hættir að skrifa svona greinar og gerist ötull talsmaður hjólreiða og/eða strætó. Heldur svo áfram að keyra á bílnum þínum í vinnuna — en nú í minni umferð. Þetta er líklega besta uppástungan, svona í ljósi þess að þú ert nú þegar búin að útiloka nokkra af möguleikunum hér fyrir ofan og vilt að aðrir leysi vandamálið án þess að þú gerir nokkuð sjálf.“
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

Gítarleikari Sepultura í viðtali við DV – „Þungarokk er best, maður“

Gítarleikari Sepultura í viðtali við DV – „Þungarokk er best, maður“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Svavar segir að miklu fleiri en maður heldur hafi farið í þessa aðgerð – „Allir þessir frægu“

Svavar segir að miklu fleiri en maður heldur hafi farið í þessa aðgerð – „Allir þessir frægu“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Ferðamaður tók saman hvað hann eyddi mikið í mat á viku – „Ef þú ætlar til Íslands, byrjaðu að spara núna“

Ferðamaður tók saman hvað hann eyddi mikið í mat á viku – „Ef þú ætlar til Íslands, byrjaðu að spara núna“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Tilkynna kynið með krúttlegu myndbandi

Tilkynna kynið með krúttlegu myndbandi
Fókus
Fyrir 5 dögum

Sjáðu myndirnar: Stjörnuparið gekk rauða dregilinn saman í fyrsta skipti

Sjáðu myndirnar: Stjörnuparið gekk rauða dregilinn saman í fyrsta skipti
Fókus
Fyrir 5 dögum

Svavar Elliði fór í hárígræðslu í Tyrklandi – „Ég held ég myndi ekki gera þetta aftur“

Svavar Elliði fór í hárígræðslu í Tyrklandi – „Ég held ég myndi ekki gera þetta aftur“