fbpx
Miðvikudagur 19.júní 2019

DV - Frjáls og óháður miðill

Fókus

Heimilislausi maðurinn borðaði matarafganga úr sorpinu – síðan rétti Íslendingurinn honum peningaseðil

Ágúst Borgþór Sverrisson
Þriðjudaginn 25. september 2018 20:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í borginni Pereira í Kólumbíu er víða mikil fátækt. Þar þótti fyrir skömmu heimilislaus maður hafa himin höndum tekið er hann komst yfir matarafgangi í rusli og hafði þá eitthvað til að seðja hungrið. Íslendingur sem þarna var á ferðinni fékk að smella mynd af manninum. Síðan rétti Íslendingurinn manninum peningaseðil, 50.000 kólumbíska pesósa. Það er hæsti peningaseðill sem fyrirfinnst í Kólumbíu en samkvæmt gengi jafngildir það um 1.500 íslenskum krónum. En miðað við lágt verðlag í Kólumbíu virkar seðillinn sambærilega og 10.000 króna seðill á Íslandi.

Viðbrögð mannsins við peningaseðlinum voru þau að fallast tárvotur niður á hnén og þakka innilega fyrir sig.

Gefandinn var Gilbert Sigurðsson og birtir hann mynd af fátæka manninum á Facebook-síðu sinni. Er DV hafði samband við Gilbert vegna málsins var hann í fyrstu tregur til og segist ekki vilja stæra sig af smávægilegum góðverkum sem hann telur sjálfsögð. Hann gaf hins vegar leyfi fyrir birtingu á myndunum og stöðufærslu sinni um atvikið sem er eftirfarandi:

Var á göngu minni upp götu hér Pereira í Kólumbíu og sé mann rosalega glaðan að borða hrísgrjón upp úr poka í mikilli fjarlægð, sá fyrst ekki hvað hann var að borða en í ca. 20 metra fjarlægð sá ég bara mann geislandi af hamingju, þegar ég nálgaðist manninn sá ég að hann var að borða hrísgrjón sem hann trúlega hafði grafið upp úr rusli einhverstaðar. Ég gaf mig á tal við þennan hamingjusama heimilislausa mann og sá að hann var með poka með sér fullan af rusli og matarafgöngum, hann hafði greinilega farið í ruslið á einhverju veitingahúsi og fundið fullt af matarleifum, það var eins og hann hefði ekki borðað i marga daga, því hann var svo glaður með fenginn sinn, ég heilsaði honum og spurði hvort ég mætti taka mynd af honum, hann brosti hið breiðasta og sagði sí claro, (auðvitað) ég smellti af mynd, og hann langaði að sj myndina, og þegar hann sá myndina varð hann ennþá glaðari. Ég dró seðil upp úr vasanum sem er stærsti seðillinn hérna úti sem er 50.000 pesosar sem er 1500kr íslenskar og jafnast á við 10.000kr seðil á íslandi og gaf honum, hann stóð upp og hélt á seðlinum upp fyrir haus og féll síðan niður á hnén af þakklæti, og augu hans urðu vot, hann þakkaði mér mikið fyrir og leiðir okkar skildu er ég hélt áfram göngu minni, svo heyrði ég söng og leit við, þá pakkaði hann saman ruslinu sínu og labbaði hratt i hina áttina syngjandi, ég fékk skrítinn hnút í magann og samgladdist manninum, lífið er ekki sjálfsagt.

Gaf fátækum börnum skó

Gilbert hefur tekið ástfóstri við Kólumbíu en hann hefur áður vitnað um að mikil fátækt sé í Pereira. Fyrr á árinu greindi DV frá því er Gilbert gaf hópi barna nýja skó í þorpi einu, en börnin voru öll skólaus. Sá nánar hér.

Lokað er fyrir athugasemdir
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fókus
Fyrir 2 dögum

Fólk opnar sig um fáránlegar ástæður fyrir brottrekstri úr starfi – „Sé ekki eftir neinu“

Fólk opnar sig um fáránlegar ástæður fyrir brottrekstri úr starfi – „Sé ekki eftir neinu“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Sjáðu fjallkonuna í ár – Flutti ljóð eftir Bubba Morthens: „Landið okkar flokkar ekki fólk“

Sjáðu fjallkonuna í ár – Flutti ljóð eftir Bubba Morthens: „Landið okkar flokkar ekki fólk“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Stóri dagurinn hjá Ernu Hrönn – Sjáðu myndirnar

Stóri dagurinn hjá Ernu Hrönn – Sjáðu myndirnar
Fókus
Fyrir 3 dögum

Liggur flatur eftir 12 ferðir á Esjuna á innan við sólarhring: „Geng ekki um óstuddur“

Liggur flatur eftir 12 ferðir á Esjuna á innan við sólarhring: „Geng ekki um óstuddur“