fbpx
Fimmtudagur 18.apríl 2024
Fókus

Valgeir drakk 12 lítra af Pepsi Max á dag: Nú drekkur hann 5 lítra af Coke Zero -„ Sturlunin er algjör“

Hjálmar Friðriksson, Óðinn Svan Óðinsson
Mánudaginn 24. september 2018 14:41

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Ég er í þessu, Coke Zero, ég var í hátt í tólf lítrum af Pepsi Max á dag, Pétur. Tólf lítrum af Pepsi Max! Ég er kominn niður í fjóra til fimm lítra á dag af Coke Zero.“ Þetta segir Valgeir Matthías Pálsson í upptöku sem hefur farið víða í dag. Upptakan er örstutt brot úr þættinum Línan er laus á Útvarpi Sögu og var meðal annars endurbirt á Reddit í gær. Hér fyrir neðan má hlusta á samtalið.

Valgeir hefur náð betri tökum á neyslunni eftir að hann skipti yfir í Coke Zero. „Það virðist ekki vera jafn ávanabindandi. Ég er að drekka 4-5 lítra af Coke Zero á dag,“ segir Valgeir í samtali við DV. Hann segir Pepsi Max neyslu sína hafa verið stjórnlausa. „Þetta er stórhættulegur drykkur. Í mínu tilfelli var þetta bara orðið þannig að það var enginn stoppari,“ segir Valgeir. 

Valgeir hefur með hjálp MFM miðstöðvarinnar náð betri tökum á heilsunni. Hann var 162 kíló þegar hann leitaði sér hjálpar hjá samtökunum og er nú komin niður í 139. „Ég ætla mér að halda áfram og ná mér niður fyrir 100 kílóin. „Ég er á betri stað í dag en ég á mikið verk eftir óunnið“

Valgeir hefur áður rætt við DV um matarfíkn sína en síðastliðinn nóvember greindi hann frá því hvernig hann væri alveg hömlulaus gagnvart mat. Valgeir segir að líkt og með aðra fíknisjúkdóma þá víki rökhugsun oft fyrir fíkninni: „Ég fæ oft verk í brjóstið en samt stoppar það mig ekki. Ég borða samt yfir mig. Þó að allar viðvörunarbjöllur hringi. Þið skiljið. Sturlunin er algjör. Brjálæðið, hömluleysið og sektarkenndin er algjör. Ég faldi mat, ég stal fyrir mat, ég gerði allt til að komast yfir mat. Þið sjáið hvað þetta er sturlað.“

Brot úr þættinum Línan er laus á Útvarpi Sögu

Lokað er fyrir athugasemdir
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Föðurlausi drengurinn sem setti vikulega á svið leikrit til að fela vanræksluna – „Maður vissi ekkert hverju maður átti von á þann daginn“

Föðurlausi drengurinn sem setti vikulega á svið leikrit til að fela vanræksluna – „Maður vissi ekkert hverju maður átti von á þann daginn“
Fókus
Fyrir 2 dögum

„Hver verður næst?“

„Hver verður næst?“
Fókus
Fyrir 3 dögum

„Maður þarf stundum að standa með sjálfum sér“

„Maður þarf stundum að standa með sjálfum sér“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Sigríður lýsir lækningamætti Einars – „Gleymi aldrei svipnum á læknunum þegar þeir skoðuðu nýjar myndir af hnénu“

Sigríður lýsir lækningamætti Einars – „Gleymi aldrei svipnum á læknunum þegar þeir skoðuðu nýjar myndir af hnénu“