fbpx
Þriðjudagur 21.maí 2019

DV - Frjáls og óháður miðill

Fókus

Svona læra konur að verja sig fyrir ofbeldismönnum: „Ég held að flestir karlmenn yrðu smeykir við að mæta þeim“

Ágúst Borgþór Sverrisson
Laugardaginn 22. september 2018 13:28

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Ég þekki enga konu sem ekki hefur einhvern tíma haft ástæðu til að óttast um öryggi sitt. Okkur er kennt að vera stilltar og prúðar sem börn og svo þegar við eru orðnar fullorðnar heyrum við að það sé mjög hættulegt að fara niður í miðbæ. Og við verðum smeykar. En við heyrum aldrei um mikilvægi þess að konur læri að verja sig,“ segir Hildur María Sævarsdóttir, sem hefur sótt sjálfsvarnarnámskeið fyrir konur og mjög krefjandi framhaldsþjálfun hjá Jóni Viðari Arnþórssyni í ISR Matrix.

Jón Viðar er meðal annars þekktur fyrir að hafa stofnað íþróttafélagið Mjölni. Hann hefur haldið sjálfsvarnarnámskeið fyrir konur af og til allt frá árinu 2011 en segir að þjálfunin sé orðin mun dýpri og víðtækari:

„Síðasta eina og hálfa árið hef ég verið að kenna þetta kerfi sem er miklu betra en það sem ég notaði áður. Þetta nær yfir stærra svið og hefur verið þróað fyrir stelpur í bandaríska hernum sem eru sendar sem njósnarar á lífshættuleg svæði í Mexíkó, Afganistan, Íran og víðar, þar sem þær geta þurft að bjarga sér úr lífshættulegum aðstæðum.“

Jón Viðar segir að þessi þjálfun sé orðin mjög yfirgripsmikil: „Við erum með grunnnámskeið sem allar konurnar þurfa að fara í gegnum fyrst, en það tekur 12 klukkutíma. Síðan tekur við framhaldsþjálfun fyrir konur sem er mjög vinsæl:

„Munurinn á þessu og sambærilegum námskeiðum sem hafa verið kennd hér undanfarin ár er sá að þetta er allur pakkinn, þú lærir ekki bara að slá frá þér eða losa þig úr tökum heldur líka að verjast í átökum inni í bifreið, inni í lyftu, lærir að losa þig ef þú ert frelsissvipt og bundin – lærir að beita ýmsum vopnum ef þess þarf, eggvopnum og skotvopnum. Lærir allt sem þarf til að bjarga þér úr hræðilegum aðstæðum.“

Læra að taka árásamanninn úr umferð

Jón Viðar segir að konunum sé kennt að bregðast við á mjög harðan og jafnvel hrottalegan hátt þegar aðstæður krefjast þess, til að stöðva átökin að fullu: „Að pota í augun eða sparka í punginn er eitthvað sem getur gert árásarmanninn bara enn pirraðri og þar með hættulegri. Þess vegna læra þær grófari aðferðir til að stoppa árásarmanninn algjörlega. En þetta er ekki eitthvað sem þú beitir af því það er reynt við þig niðri í bæ! Þær læra líka að meta aðstæður rétt og beita viðbrögðum sem eru samræmi við aðstæðurnar.“

Aðspurður segir Jón Viðar að þessar aðferðir gagnist líka konum sem verða fyrir heimilisofbeldi: „Algjörlega. Þær verða miklu sterkari og sjálfsöruggari og eiga auðveldara með að setja öðrum mörk. Þær eru ekki eins hræddar, hafa tileinkað sér mjög áhrifaríka tækni og eru búnar að fara í gegnum erfiða þjálfun. Við vinnum líka í þáttum á borð við innilokunarkennd og ótta sem koma mjög oft fyrir í ofbeldisfullum aðstæðum.“

Jón Viðar

Æft er bæði í blönduðum hópnum karla og kvenna og svo kvennahópum. Um næstu helgi fær stöðin til sín her vanra manna, lögreglumenn frá Bandaríkjunum, Mexíkó, Ástralíu og Kanada sem ætla að kenna hópnum í tíu daga. „Þessir menn eru hoknir af reynslu. Það verður æft í átta klukkustundir á dag og það verða bæði námskeið fyrir stelpur og fyrir bæði kynin,“ segir Jón Viðar.

Varð fyrir áreiti og skráði sig á sjálfsvarnarnámskeið

Hildur María Sævarsdóttir er 32 ára einhleyp tveggja barna móðir sem býr á Akranesi. Hún hefur farið í gegnum grunnnámskeið hjá ISR Matrix og æfir núna í framhaldshópi þrisvar í viku auk þess að vera í einkaþjálfun hjá Jóni Viðari:

„Mig langaði alltaf að læra sjálfsvörn en fann bara helgarnámskeið sem er ekki nóg. Maður þarf meiri þjálfun. Ég var að takast á við einstakling sem sendi mér óhugnanleg skilaboð sem mér leið illa með. Þetta var mikið og óþægilegt áreiti. Einmitt á þessum tíma sé ég auglýsingu frá Jóni Viðari á Facebook. Ég hafði samband við hann og sagði honum hvað ég var að takast á við. Þá skráði ég mig jafnframt á grunnnámskeið. Ég man þegar ég gekk fyrst inn í salinn og vissi ekki á hverju ég átti von, en var afskaplega vel tekið. Ég lærði að spyrna við fótum og gera þessum einstaklingi ljóst að ég vildi þetta ekki. Sem betur fer hætti hann þessu en hvað ef ég hefði ekki verið svo heppin eins og margar konur sem eru að verða fyrir áreiti en svo gengur einstaklingurinn lengra? Þess má geta að lögreglan var með þennan einstakling undir eftirliti út af skilaboðunum.“

Hildur segir að konurnar í hópnum séu með ýmsan bakgrunn en mikil vinátta og samstaða einkenni hópinn. „Við hittumst reglulega fyrir utan æfingarnar, förum til dæmis út að borða, en Jón Viðar heldur afskaplega vel utan um þetta. Margar eru smeykar í fyrstu við að æfa með karlmönnum en ég hef hvergi upplifað eins mikla virðingu fyrir konum eins og hjá körlunum þarna.“

Hildur segir að æfingarnar geti verið mjög krefjandi: „Í gær vorum við til dæmis tvær að æfa þær aðstæður að karlmaður reynir að nema okkur á brott í bíl. Þá lærðum við að hjálpa hvor annarri við mjög hættulegar aðstæður og vinna saman.“

Hildur, sem er komin með um 50 stundir af þjálfun í sarpinn, segir að sumar konurnar þarna séu komnar yfir 80 tíma og séu orðnar ótrúlega færar: „Ég held flestir karlmenn yrðu smeykir við að mæta þeim í átökum.“

Hildur María

Hildur segist hafa breyst mikið þá þrjá mánuði sem hún hefur stundað sjálfsvarnarþjálfunina. „Maður er orðinn öruggari með sig, uppréttari og óhræddari. Þetta gefur líka mikið sjálfstraust, maður fer að þora að takast á við andlega krefjandi verkefni eins og til dæmis að tala fyrir fram hóp. Ég hef líka aldrei upplifað tíma þarna þar sem ekki er hlegið eða brosað, mórallinn er frábær,“ segir Hildur.

Hún segir jafnframt að sjálfsvarnartækni fyrir konur ætti að vera jafnsjálfsögð eins og að nota öryggisbelti í akstri: „Þú veist ekki hvort þú lendir í einhverju eða ekki. Ef ekkert kemur fyrir og það verður aldrei ráðist á þig þá ertu að minnsta kosti búin að læra frábæra tækni, koma þér í gott form og auka sjálfstraustið.“

Hildur segir að þessar sjálfsvarnaraðferðir séu ekkert hálfkák og nauðsynlegt sé við mjög hættulegar aðstæður að bregðast við af mikilli hörku: „Úti á götu er enginn að fara að spila eftir einhverjum reglum. Veruleikinn getur verið grimmur og villtur og við þurfum að vera undirbúnar fyrir það.“

 

ISR Matrix

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fókus
Í gær

Einar Páll, Kristján og Sísí taka magnaða ábreiðu af Shallow – Sjáðu myndbandið

Einar Páll, Kristján og Sísí taka magnaða ábreiðu af Shallow – Sjáðu myndbandið
Fókus
Í gær

„Ég varð mjög fegin þegar ég sá nýjan dag byrja“

„Ég varð mjög fegin þegar ég sá nýjan dag byrja“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Landsmenn misstu sig yfir frábærri frammistöðu Hatara: „Ég er með króníska gæsahúð“

Landsmenn misstu sig yfir frábærri frammistöðu Hatara: „Ég er með króníska gæsahúð“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Stórkostleg mismæli Gísla Marteins í beinni: „Óvænti brandari kvöldsins“

Stórkostleg mismæli Gísla Marteins í beinni: „Óvænti brandari kvöldsins“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Karitas Harpa og Aron Leví – Hrafn kominn í heiminn

Karitas Harpa og Aron Leví – Hrafn kominn í heiminn
Fyrir 2 dögum

Mánudagsblaðið var djarft, klámfengið og menningarlegt

Mánudagsblaðið var djarft, klámfengið og menningarlegt
Fókus
Fyrir 3 dögum

Umbyltir staðalmynd fíkniefnaneytandans: „Boxin sem áfengi tikkar í eru miklu verri“

Umbyltir staðalmynd fíkniefnaneytandans: „Boxin sem áfengi tikkar í eru miklu verri“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Aðdáendur skilja hvorki upp né niður í nýjasta útspili Hatara

Aðdáendur skilja hvorki upp né niður í nýjasta útspili Hatara