fbpx
Miðvikudagur 26.júní 2019

DV - Frjáls og óháður miðill

Fókus

Sigurður vill komast aftur út í atvinnulífið en hann fær ekki vinnu: „Upplifi þetta eins og einelti“

Ágúst Borgþór Sverrisson
Laugardaginn 22. september 2018 10:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Ég missti vinnuna árið 2015 vegna heilsuleysis. Núna er ég orðinn góður aftur og vil endilega komast aftur á vinnumarkaðinn. En það gengur illa,“ segir Sigurður Haukdal, 49 ára gamall, sem hefur sótt um tugi starfa undanfarið ár án árangurs.

„Ég fær alltaf sama svarið, þetta hér: Nei.“

Almennt hefur atvinnuástand verið mjög gott hér á landi undanfarin ár. Á öðrum ársfjórðungi þessa árs var 3,6% atvinnuleysi meðal karlmanna, sem telst lágt. En það verða alltaf einhverjir undir í samfélaginu. Er Sigurður einn þeirra? Við getum ekkert fullyrt um endanlegar ástæður þess að atvinnuleitin gengur hægt, en Sigurður segir:

„Ég hef ábyggilega sótt um hátt í 40 störf síðasta árið. Ég sæki mest um hjá borginni, á frístundaheimilum og sem skólaliði í skólum. Ég upplifi þetta sem einelti. Menn vísa í gömul vottorð um að ég sé óvinnufær en ég er með nýtt vottorð upp á að ég er orðinn fullkomlega vinnufær. Ég tel að skólastjóri einn hafi sent þau skilaboð út í borgarkerfið að það eigi ekki að ráða þennan mann í vinnu.“

Sigurður rétt eftir aðgerðina

Tútnaði út af bjúg eftir aðgerð og þyngdist mikið

Árið 2015 greindist Sigurður með góðkynja æxli og þurfti að gangast undir aðgerð. „Það var tekið úr mér miltað og hálft brisið. Ég fékk sykur í æð sem olli mikilli bjúgmyndun. Ég þyngdist ofboðslega eftir aðgerðina og var kominn yfir 180 kg. Ég hef hins vegar lést mjög mikið og er kominn niður í rúm 90 kg. Ég fer líka í ræktina fjórum sinnum í viku og sund þrjá daga vikuna og er kominn í hörkuform,“ segir Sigurður. Hann er þó með sykursýki týpu 2 og þarf að taka inn insúlín.

Sigurður leigir félagslegt húsnæði og segist lifa af lífeyrissjóðsgreiðslum og greiðslum frá Tryggingastofnun ríkisins. „Ég vil komast af bótum og út á vinnumarkaðinn, það þurfa aðrir að komast á bætur. Ég vil bara fá tækifæri því ég er vel hæfur til þeirra starfa sem ég sæki um.“

Sigurður er fráskilinn en á tvö börn, 16 ára son og tvítuga dóttur. „Maður myndi vilja geta veitt börnunum meira. Ég get ekki einu sinni gefið þeim almennilegar jólagjafir og afmælisgjafir,“ segir Sigurður sem vonast eftir starfi fljótlega.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fókus
Fyrir 2 dögum

Gísli Örn tekst á við nýja áskorun: „Það er eitthvað sem ég hef aldrei gert áður“

Gísli Örn tekst á við nýja áskorun: „Það er eitthvað sem ég hef aldrei gert áður“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Ánægjulegur dagur hjá Arnþrúði

Ánægjulegur dagur hjá Arnþrúði
Fókus
Fyrir 4 dögum

Jónína og Gunnar selja húsið í Hraunbæ – Innbúið líka til sölu – Sjáðu myndirnar

Jónína og Gunnar selja húsið í Hraunbæ – Innbúið líka til sölu – Sjáðu myndirnar
Fókus
Fyrir 4 dögum

Þórdís Elva lætur Hollywood-stjörnu heyra það: „Og Whoopi má fokka sér“

Þórdís Elva lætur Hollywood-stjörnu heyra það: „Og Whoopi má fokka sér“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Secret Solstice: Þetta eru atriðin sem þú mátt ekki missa af á föstudeginum

Secret Solstice: Þetta eru atriðin sem þú mátt ekki missa af á föstudeginum
Fókus
Fyrir 5 dögum

Glowie elskar hvað hún getur verið frjáls og skrýtin í London: „Á Íslandi er allt svo lítið“

Glowie elskar hvað hún getur verið frjáls og skrýtin í London: „Á Íslandi er allt svo lítið“