fbpx
Fimmtudagur 20.júní 2019

DV - Frjáls og óháður miðill

Fókus

Þorleifur Örn tilnefndur sem leikstjóri ársins í Þýskalandi

Ari Brynjólfsson
Miðvikudaginn 19. september 2018 13:29

Frá verkinu Die Edda.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þorleifur Örn Arnarsson er tilnefndur sem leikstjóri ársins fyrir uppsetningu sína á verkinu Die Edda eftir sjálfan sig og Mikael Torfason. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Þýska leiklistarsambandinu.

FAUST-verðlaunin verða veitt við hátíðlega athöfn í Regensburg þann 3. nóvember næstkomandi.

„Það er mikill heiður að vera tilnefndur til þessara verðlauna sem eiga sér bæði langa og merkilega sögu, og vera þar í flokki með mörgum að merkustu listamönnum 20 aldarinnar.  Það er líka sérlega ánægjulegt að til þessarar tilnefningar hafi komið með verk sem tengist Íslandi svona órjúfanlegum böndum. Mikael skrifaði fyrir verki magnaða texta um tilurð okkar sem menningarheims en ekki síður um þann heim sem við búum í núna. Umgjörðin og samhugurinn bakvið þessu risaverkefni var einstakur og þó svo að tilnefningin falli mér í skaut lít ég á það sem viðurkenningu til allra þeirra sem að þessu magnaða listaverki komu,“ segir Þorleifur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af