fbpx
Miðvikudagur 19.júní 2019

DV - Frjáls og óháður miðill

Fókus

Hrafnhildur Anna keppir á heimsmeistaramóti í München

Ragna Gestsdóttir
Þriðjudaginn 18. september 2018 13:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hrafnhildur Anna Kroknes Sigurðardóttir tekur þátt í heimsmeistaramóti ungra konditora (undir 25 ára) sem haldin verður í München dagana 19. – 20. september.

Sigrún Ella Sigurðardóttir, þjálfari er henni innan handar en báðar eru þær menntaðir konditorar.

Keppnin er haldin í annað sinn, en síðast vann keppandi frá Taiwan og fer keppnin fram á hátíðinni IBA sem er stærsta bakarasýning í heimi. Hægt er að fræðast um hátíðina hér.

Um 80.000 manns koma til að skoða og fylgjast með en keppt er í tvo daga og það sem keppendur þurfa að gera og leggja fram eru:

4 tegundir af konfekti
2 tertur sem eiga að vera skreyttar með súkkulaðiskrauti
6 dessertdiskar
4 diskar af marzipanfígúrum sem þurfa allar að vera eins
og að lokum sykurskúlptúr

Keppendur koma frá sjö löndum: Taiwan, Noregi, Þýskalandi, Kína, Japan, Íslandi og Brasilíu, sem sendir tvo keppendur.

Æfingar hafa staðið yfir síðan í vor og á þeim tíma hafa þær Hrafnhildur og Sigrún fullkomnað réttina sína og haft þemað Náttúru að leiðarljósi.

Hér má eftirréttinn þeirra en þær velja vörur á borð við súrmjólk, rjóma, mysu og smjör sem hráefni.

 

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fókus
Fyrir 2 dögum

Fólk opnar sig um fáránlegar ástæður fyrir brottrekstri úr starfi – „Sé ekki eftir neinu“

Fólk opnar sig um fáránlegar ástæður fyrir brottrekstri úr starfi – „Sé ekki eftir neinu“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Sjáðu fjallkonuna í ár – Flutti ljóð eftir Bubba Morthens: „Landið okkar flokkar ekki fólk“

Sjáðu fjallkonuna í ár – Flutti ljóð eftir Bubba Morthens: „Landið okkar flokkar ekki fólk“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Stóri dagurinn hjá Ernu Hrönn – Sjáðu myndirnar

Stóri dagurinn hjá Ernu Hrönn – Sjáðu myndirnar
Fókus
Fyrir 4 dögum

Liggur flatur eftir 12 ferðir á Esjuna á innan við sólarhring: „Geng ekki um óstuddur“

Liggur flatur eftir 12 ferðir á Esjuna á innan við sólarhring: „Geng ekki um óstuddur“