fbpx
Þriðjudagur 16.apríl 2024
Fókus

Bandarískar vinkonur hlupu hringinn í kringum Ísland í minningu ungrar konu sem dó úr krabbameini

Auður Ösp
Miðvikudaginn 8. ágúst 2018 11:44

Það fylgir þessu vellíðan. Mynd/Titusville Herald

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bandarísku vinkonurnar Courtney Care og Jessica Bowell gerðu sér lítið fyrir og hlupu hringinn í kringum Ísland í seinasta mánuði. Þannig vildu þær heiðra minningu frænku Courtney sem lést úr krabbameini fyrr á árinu, aðeins 32 ára að aldri. Íslandsferðin gekk þó ekki snuðurlaust fyrir sig.

Courtney ræðir um þetta uppátæki vinkvennanna á vef fréttamiðilsins Titusville Herald í Pennsylvaníu. Frænka Courtney, Jessica Bowell var aðeins 32 ára þegar hún lést í mars síðastliðnum, eftir baráttu við krabbamein í eggjastokkum.

Samband Courtney og Jessicu var einstaklega náið. Þær ólust upp saman og áttu báðar heima í Flórída. Í samtali við vefinn segir Courtney að þær stöllur hafi verið óaðskiljanlegar, þær hafi hist á hverjum degi og farið saman í ræktina, að versla eða út að skemmta sér.  Þegar Jessica féll frá vildi Courtney gera eitthvað til að minnast hennar, og um leið vekja athygli á baráttunni við krabbamein. Hún fann stuðning hjá vinkonu sinni, Hönnuh Eden, en þær eru báðar miklar áhugamanneskjur um hlaup.

Hannah hafði fylgst með veikindum Jessicu og var búin að ákveða að hlaupa langhlaup til styrktar henni, en krabbamein Jessicu náði yfirhöndinni áður en því markmiði var náð. Hannah hefur ótal sinnum tekið þátt í hlaupum til styrktar góðgerðarmálum og tók meðal annars þátt í 160 kílómetra hlaupi á Haíti á seinasta ári til styðja við rekstur heimila fyrir munaðarlaus börn.

Courtney og Hannah ákváðu því að hlaupa saman og styðja um leið við bakið á einstaklingum og aðstandendum sem glíma við afleiðingar krabbameins.  Hannah hafði lengi látið sig dreyma um að hlaupa hringveginn í kringum Ísland  og settu þær stöllur sér það markmið. Við tók stíf þjálfun. Eiginmaður Hönnuh og einkaþjálfari hennar ákváðu síðan að slást í för með þeim til Íslands og keyrði eiginmaður Hönnuh á eftir þeim vinkonum í húsbíl, þar sem þau sváfu á nóttunni.

Hópurinn hélt til Íslands þann 9.júlí síðastliðinn en Courtney segir að ferðin hafi ekki gengið áfallalaust fyrir sig. Veðurfarið á Íslandi hafi komið þeim í opna skjöldu, og þá sérstaklega vindáttin. Það hafi dregið úr þeim kjarkinn fyrsta daginn. Með tímanum hafi þetta þó orðið auðveldara.

„Við hugsuðum ekki út í það hvað það var mikill tími eða langar vegalengdir eftir. Við einfaldlega settum okkur markmið fyrir hvern dag og svo lögðum við bara af stað,“

segir hún og bætir við að stuðningur fylgjenda á samfélagsmiðlum hafi reynst ómetanlegur.

Fram kemur að vinkonurnar hafi hlaupið 24 til 32 kílómetra á dag og þurftu þær að vera við öllu búnar, enda gat oft verið löng vegalengd að næsta sjúkrahúsi. Courtney segir Ísland vera frekar „eyðilegt“ land en náttúrufegurðin sé þó engu lík.

Vinkonurnar birtu reglulega ljósmyndir og myndskeið frá ferðinni á samfélagsmiðlum og vöktu um leið athygli á góðgerðarsamtökum sem eiginmaður Jessicu kom á fót eftir andlát hennar.

Hlaupinu lauk þann 17.júlí síðastliðinn þegar vinkonurnar tóku lokasprettinn til Reykjavíkur, 24 kílómetra á þremur klukkutímum. Í samtali við Titusville Herald segir Courtney að allir í hópnum hafi upplifað ástvinamissi árið 2018. Íslandsferðin reyndist því vera jákvæð og mikilvæg reynsla fyrir þau öll, og gerði þeim kleift að takast á við söknuðinn og tómleikann.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

„Maður þarf stundum að standa með sjálfum sér“

„Maður þarf stundum að standa með sjálfum sér“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Sigríður lýsir lækningamætti Einars – „Gleymi aldrei svipnum á læknunum þegar þeir skoðuðu nýjar myndir af hnénu“

Sigríður lýsir lækningamætti Einars – „Gleymi aldrei svipnum á læknunum þegar þeir skoðuðu nýjar myndir af hnénu“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Seldist hratt upp á Nick Cave – Aukatónleikar boðaðir

Seldist hratt upp á Nick Cave – Aukatónleikar boðaðir
Fókus
Fyrir 5 dögum

Leikkonan stórglæsileg í nýju myndbandi og kom aðdáendum skemmtilega á óvart

Leikkonan stórglæsileg í nýju myndbandi og kom aðdáendum skemmtilega á óvart