fbpx
Mánudagur 22.júlí 2019  |

DV - Frjáls og óháður miðill

Fókus

Lögreglan varar við ljóni á gangveginum

Ragna Gestsdóttir
Sunnudaginn 5. ágúst 2018 18:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fyrr í dag birti Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu stöðufærslu á Facebook þar sem hún minnir ökumenn góðfúslega á að leggja bílum sínum í bílastæði, en ekki upp á gangstétt, enda eru þær eins og nafnið bendir til fyrir gangandi vegfarendur.

„Því miður virðist það vera landlægt vandamál að ökutækjum sé lagt á gangstíga – gangandi og hjólandi til ama. Eðlilega veldur þetta pirringi og skapar hættu – enda eiga gangandi ekki að þurfa að fara út á götu, bara vegna þess að ökumaður kaus að leggja á gangstétt.
Árvökull vegfarandi sendi okkur þessa mynd – en hún fangar vel hvernig gangandi og hjólandi, þurfa nú að fara út á götuna, í stað þess að geta farið um á gangstétt.
Virðum rétt annarra og leggjum löglega.“

Með stöðufærslunni fylgir mynd af Peugeot bifreið, sem lagt er svo vel upp á gangstéttina að engin leið er fær fyrir þá sem rétt eiga á að nota hana nema fara út á götu til að komast leiðar sinnar.

Í athugasemdum við færsluna bendir einn á að það sé kannski ekki mikið mál fyrir heilbrigða að „redda“ sér framhjá bílnum, en annað mál sé með þá sem eru blindir eða í hjólastól. Annar segir lögreglunni að birta númer bílsins, meðan sá þriðji spyr hvar sektarmiðinn sé og símtalið um að láta draga bílinn í burtu.

Nokkrir leggja til að ganga eða hjóla utan í bíllinn þá muni athæfi sem þetta hætta, og aðrir leggja hreinlega til að ganga yfir bílinn. Því svarar lögreglan með að slíkt geti talist skemmdarverk, því þó að bíl sé illa lagt sé það ekki ástæða til að skemma hann.

Eins og áður segir var myndin send til lögreglunnar og viðkomandi bíleigandi því kannski sloppið við að fá sekt sem  samkvæmt umferðarlögum er 10.000 kr., en hann slapp ekki við „sektina“ samkvæmt samfélagsmiðlum sem er aðkast og athlægi.

Þeir sem kunnugir eru staðháttum í Reykjavík geta séð að í stuttri göngufjarlægð eru næg bílastæði fyrir viðkomandi bíleiganda. Og það er mun betra fyrir eiganda bifreiðarinnar að halda áfram að vera „ljón á veginum“ eins og segir í auglýsingu umboðsins, en ekki á gangveginum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fókus
Í gær

Óskar Ellert er látinn: „Það er einhver æðri máttur sem verndar mig“

Óskar Ellert er látinn: „Það er einhver æðri máttur sem verndar mig“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Mynd dagsins: Helga Arnardóttir gengur með væntanlegt áramótabarn

Mynd dagsins: Helga Arnardóttir gengur með væntanlegt áramótabarn
Fókus
Fyrir 3 dögum

„Barnið mitt er ekki einhverft“

„Barnið mitt er ekki einhverft“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Rifnar gallabuxur eru ekki sniðugar í sólinni – Sjáðu myndirnar

Rifnar gallabuxur eru ekki sniðugar í sólinni – Sjáðu myndirnar
Fókus
Fyrir 4 dögum

Lúsmý leikur landann grátt – Svona slærðu á óþægindin

Lúsmý leikur landann grátt – Svona slærðu á óþægindin
Fókus
Fyrir 4 dögum

Stórfurðuleg mynd af Guðna vekur athygli – „Þarna var einhver töframaður sem vildi sýna kúnstir sínar“

Stórfurðuleg mynd af Guðna vekur athygli – „Þarna var einhver töframaður sem vildi sýna kúnstir sínar“