fbpx
Sunnudagur 24.mars 2019

DV - Frjáls og óháður miðill

Fókus

Giftar konur nota Tinder til að finna iðnaðarmenn: „Ég er sko gift en vantar svo mikið rafvirkja til að laga hjá mér innstungu“

Ágúst Borgþór Sverrisson
Laugardaginn 4. ágúst 2018 14:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Stefnumótaforritið Tinder nýtur mikilla vinsælda en svo virðist sem ekki noti það allir til að komast í rómantísk kynni. Hafþór Gerhardt Hermóðsson er 32 ára gamall, einhleypur rafvirki sem hefur nóg að gera. Eðlilega fer hann ekki á Tinder til að finna sér vinnu heldur til að komast í kynni við hitt kynið. Hafþór skrifar eftirfarandi færslu um nýlega reynslu sína af stefnumótaforritinu:

„Matchaði“ við stelpu á Tinder rétt áðan. Hún: „Hæ. Ég er sko gift en vantar svo mikið rafvirkja til að laga hjá mér innstungu.“ Ég: Les skilaboðin og „unmatcha“ um leið. Sorglega staðreyndin er samt sú að þetta er ekki fyrsta skiptið. Er í alvöru svona erfitt að fá iðnaðarmenn?

Í samtali við DV staðfestir Hafþór að hann hafi lent í viðlíka áður og hann þekki aðra iðnaðarmenn sem verði fyrir þessari reynslu, sérstaklega pípara. Að sögn Hafþórs er engin af þessum konum í leit að stefnumóti:

„Þetta er bara leit að iðnaðarmönnum. Flestar í sambandi nú þegar, sumar af þeim giftar og einn pípari lenti á lesbíu sem vantaði pípara,“ segir Hafþór. Rétt er að taka fram að ekki er hægt að panta þjónustu hans sem rafvirkja á Tinder en hann er opinn fyrir stefnumótum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af