fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Fókus

Deyja köngulær þegar þær lenda í ryksugunni? Hér færðu svarið

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 15. ágúst 2018 09:00

Köngulóin Kim er nú bara vinaleg að sjá og tengist þessu máli ekki neitt sérstaklega.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hvað gerist þegar maður ryksugar könguló? Drepst hún eða skríður hún út úr ryksugunni þegar búið er að slökkva á henni? Þessu hafa margir velt fyrir sér í gegnum tíðina enda er vinsælt að grípa ryksuguna þegar þessi vinalegu dýr gera sig heimakomin hjá okkur.

Sumir veiða köngulær í glas, aðrir nota flugnaspaða og enn aðrir nota upprúllað dagblað til að gera út af við þær en ryksugan er vinsæll valkostur enda þarf þá ekki að koma eins nálægt áttfætlunum, sem kemur sér vel fyrir þá sem hryllir við þeim eða óttast þær.

Enn aðrir vilja ekki nota ryksugur af ótta við að köngulærnar skríði út úr þeim þegar búið er að slökkva á þeim.

Metroxpress kannaði málið og fékk tvo sérfræðinga til að svara þeirri áleitnu spurningu hvort köngulær drepist við að lenda í ryksugum eða hvort þær geti skriðið út aftur. Sérfræðingarnir voru algjörlega sammála í svörum sínum og sögðu að köngulærnar drepist ef þær lenda í ryksugu.

Mikkel Geo Schultz, starfsmaður dýragarðsins í Kaupmannahöfn, sagði að köngulær ættu ekki möguleika á að lifa af að lenda í ryksugu. Hann sagðist þess fullviss að þær drepist við það, annað hvort vegna undirþrýstingsins sem myndast þegar þær sogast upp en ef þær myndu lifa hann af þá gætu þær ekki andað þegar þær eru alþaktar ryki. Þá sagði hann að köngulær gætu ekki náð neinni fótfestu inni í ryksugupoka sem væri fullur af ryki og drullu.

Ef köngulær lifðu ferðina inn í ryksugupokann af þá myndu þær deyja af völdum ryksins í honum og ef ekki af þess völdum þá úr hungri því þær kæmust ekki út úr honum að sögn Jes Aagaard, hjá dönsku náttúrverndarstofnuninni. Hann sagði einnig að sumar ryksugur hafi einstefnuloka sem lokast þegar slökkt er á þeim og því geti köngulærnar einfaldlega ekki komist út úr þeim.

Ég nota sjálfur ryksugu þegar ég þarf að losna við köngulær og ef þær lifðu það af væri hafsjór af köngulóm í kústaskápnum mínum, þar sem ég geymi ryksuguna, en svo er ekki, sagði Aagarad.

Svo má benda áhugasömum á að lesa þessa frétt á Bleikt um köngulær og að það sé til merkis um hollustu að hafa þær á heimilum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Fyrrum ritari staðfestir loks að hafa verið yfirheyrð í eineltisrannsókninni alræmdu

Fyrrum ritari staðfestir loks að hafa verið yfirheyrð í eineltisrannsókninni alræmdu
Fókus
Fyrir 2 dögum

Tekur við af Gísla Marteini sem kynnir Eurovision

Tekur við af Gísla Marteini sem kynnir Eurovision
Fókus
Fyrir 2 dögum

Fyrrverandi samskiptastjóri Sigríðar Hrundar styður núna Höllu Hrund

Fyrrverandi samskiptastjóri Sigríðar Hrundar styður núna Höllu Hrund
Fókus
Fyrir 2 dögum

Fylgdi vinsælu heilsuráði og endaði á spítala – Varar aðra við

Fylgdi vinsælu heilsuráði og endaði á spítala – Varar aðra við
Fókus
Fyrir 4 dögum

Föðurlausi drengurinn sem setti vikulega á svið leikrit til að fela vanræksluna – „Maður vissi ekkert hverju maður átti von á þann daginn“

Föðurlausi drengurinn sem setti vikulega á svið leikrit til að fela vanræksluna – „Maður vissi ekkert hverju maður átti von á þann daginn“
Fókus
Fyrir 4 dögum

„Hver verður næst?“

„Hver verður næst?“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Vikan á Instagram – „Þvílíkur rússibani“

Vikan á Instagram – „Þvílíkur rússibani“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Varð fyrir hrottalegu ofbeldi fimm ára gömul – „Ég var á leið til vinkonu minnar, bankaði á vitlausa hurð“

Varð fyrir hrottalegu ofbeldi fimm ára gömul – „Ég var á leið til vinkonu minnar, bankaði á vitlausa hurð“