fbpx
Miðvikudagur 24.apríl 2019

DV - Frjáls og óháður miðill

Fókus

Augnabliki eftir að myndin var tekin dundu ósköpin yfir

Auður Ösp
Laugardaginn 7. júlí 2018 14:00

Ljósmynd/Daily Mail

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í mars 2012 fóru hjónin David og Jane Bainbridge í helgarferð í sumarbústað í  Lake District Vatnahéraðinu í Englandi. Planið var að fara í göngur og dást að landslaginu. Ferðin endaði hins vegar á hryllilegan hátt. Saga þeirra hjóna er mikilvæg áminning til allra þeirra sem hyggjast notast við útigrill á ferðalögum sínum í sumar.

Jane ræðir við Daily Mail um þennan örlagaríka dag. Þetta var ekki í fyrsta sinn sem þau hjónin heimsóttu svæðið, en þangað höfðu þau komið reglulega í 20 ár. Um hádegið þann 9.mars 2012 komu þau sér fyrir í bústaðnum og keyrðu svo yfir í nálægt þorp þar sem þau fengu sér drykk á kránni. Jane segir þau bæði hafa verið mjög varkár þegar kom að öllu sem tengist öryggi þeirra og heilsu. „Við vorum ekki drukkin og við höfðum aldrei snert eiturlyf.“

Þau höfðu tekið með sér lítið einota kolagrill og þegar þau komu til baka í bústaðinn síðdegis kveiktu þau upp í grillinu til að elda kvöldmat.

Jane segist næstum ekkert muna eftir því sem gerðist eftir þetta. Eitt af því sem hún styðst við er ljósmynd sem tekin var á síma hennar rétt eftir að þau kveiktu upp í grillinu. Hún man þó ekki eftir því að myndin hafi verið tekin, en þar má sjá þau hjónin brosa og lyfta saman  glösum. „Ef þú kannar myndina gaumgæfilega þá getur þú séð á augunum á okkur að við erum ekki eins og við eigum að okkur að vera.“

Það næsta sem hún man eftir er að hún var stödd inni á kamar. Hún þurfti að berjast við að halda jafnvægi og það var eins veröldin væri að hringsnúast í kringum hana. Henni tókst að staulast út en skikaði þá fótur og þurfti að skríða til baka í bústaðinn.  „Ég vissi að eitthvað mikið var að, og varð skelfingu lostin.“

Hún man  þvínæst eftir að hafa komið inn í bústaðinn þar sem Chris lá hreyfingarlaus úti í horni. Hún hélt í fyrstu að hann væri að leggja sig. Því næst missti hún sjálf meðvitund.

Þremur dögum síðar komst hún aftur til meðvitundar þegar hún heyrði fólk vera að berja á útidyrnar og gluggana á bústaðnum og reyna að komast inn.

„Ég heyrði hljóðin en ég gat ekkert hreyft mig, ég gat ekki einu sinni blikkað augunum. Mér tókst að gefa frá mér veika stunu. Ég fann fyrir ólýsanlegum sársauka í fætinum og öxlinni“ rifjar hún upp.

Hjónin voru flutt á sjúkrahús þar sem Chris var úrskurðaður látinn. Jane eyddi tíu dögum á sjúkrahúsinu vegna niðurbrots í vöðvum og taugaskaða, og þá olli áfallið því að hún missti hárið. Þá þurfti hún á enduhæfingu að halda til að geta gengið og talað á ný. Þannig tókst henni að ganga á eftir kistu eiginmannsins í jarðarför hans, þremur vikum seinna.

Fimm mánuðum eftir slysið lá fyrir dánarorsök Chris, en hann hafði látist af kolsýringseitrunar. Orsökin fyrir eitruninni er talin vera sú að grillið var ekki í nógu mikilli fjarlægð frá bústaðnum, auk þess sem það var á afmörkuðu svæði  þannig að logar eldsins komust hvergi. Vindáttin þennan dag er einnig talin hafa haft áhrif.

Enn í dag glímir hún við afleiðingar slyssins og er hún illa haldin af áfallastreituröskun, þunglyndi og kvíða. Hún hefur notið aðstoðar ráðgjafa og iðjuþjálfa til að takast á við sorgina og missinn. Þá hefur litla stjórn á vinstri fætinum og getur hvorki staðið né setið lengi í einu vegna verkja í vinstri hlið líkamans, Hún er óvinnufær eftir slysið og hefur þurft að reiða sig á svokallaðar ekkjubætur.

„Hann var besti vinur minn og hann elskaði mig skilyrðislaust. Öll þau ár sem við vorum saman þá lét hann aldrei út úr sér fúkyrði. Hann var indæll og með einstakt jafnaðargeð.“

Ekkert einsdæmi

 Þetta er svo sannarlega ekki fyrsta tilfellið þar sem einstaklingur lætur lífið af þessum orsökum en árið 2012 lét 14 ára bresk stúlka lífið vegna kolsýringseitrunar þar sem hún var í tjaldútileigu með fjölskyldu sinni. Eitrunin var rakin til þess að fjölskyldan geymdi einnota kolagrill inni í tjaldinu á meðan þau sváfu, en þau höfðu talið fullvíst að slokknað hefði á grillinu.

Sama ár lést 6 ára gömul stúlka, en sú hafði verið með foreldrum sínum á tjaldstæði í New Forest. Foreldrar stúlkunnar voru að grilla mat á litlu kolagrilli fyrir utan tjaldið, sem stóð opið, og var stúlkan þar inni. Kolsýringurinn frá grillinu barst inn í tjaldið, þar sem lítil sem engin loftræsting var til staðar, og leiddi það til þess að stúlkan lést af völdum eitrunar.

Fjölmargar tilkynningar á hverju ári

 Markaðsgæsludeild Löggildingarstofu vekur athygli á mikilvægi þess, að afar varlega sé farið við notkun á einnota útigrillum.  Á hverju ári berast deildinni ábendingar um tjón af völdum slíkra grilla. Mikill hiti myndast í botninum þegar kolin hitna, og ef undirlagið er ekki öruggt getur hitinn orðið svo mikill að bruni hlýst af.

Sérstaklega varhugavert er að nota slík grill þar sem viðkvæmur gróður er, og ef miklir þurrkar hafa verið geta slík grill valdið bruna á gróðri með ófyrirsjáanlegum afleiðingum. Á opinberum tjaldsvæðum hefur mikið verið kvartað undan notkun slíkra grilla og má þar víða sjá sviðna jörð eftir einnota útigrill.

Notendum útigrilla er eindregið ráðlagt að lesa leiðbeiningar rækilega áður en notkun hefst.

Að lokum skal bent á að aldrei má nota kolagrill innandyra, hvort sem er á heimili, í tjöldum eða hjólhýsum, jafnvel þó loftræsting virðist nægileg.  Kolin gefa frá sér kolmonóxíð, sem er eitruð, lyktarlaus lofttegund sem myndast þegar kolefni brennur í ónógu súrefni.

Dæmi um varanlegan skaða

 Í samtali við Morgunblaðið segir Jakob Kristinsson, dósent í eiturefnafræði við Háskóla Íslands að kolsýringseitrað andrúmsloft geti myndast á innan við klukkustund sé fólk til að mynda með glóð í lokuðu og óloftræstu rými. Afleiðingarnar geta meðal annars verið heilaskemmdir, minnisleysi og hreyfingatruflanir og getur skaðinn jafnvel orðið varanlegur.

„Ef bruni í kynditæki er ófullkominn, þ.e. aðstreymi súrefnis ekki nægilegt, myndast mjög eitruð lofttegund, kolsýringur, og ekki þarf nema 0,1% af henni í andrúmsloftið til að það verði banvænt. Hún er lit- og lyktarlaus og mjög erfitt að varast hana. Menn verða ekki endilega varir við einkennin heldur missa meðvitund áður en þeir hafa áttað sig á hvers eðlis er. Ef mönnum er ekki bjargað þegar það hefur gerst er dauðinn vís,“ segir Jakob ennfremur. „Þetta getur gerst alls staðar þar sem opinn eldur er í lokuðu húsnæði og þar sem ekki er góð loftræsting.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fókus
Í gær

Ragna gefur út ljóðakver í minningu bróður síns – Bjarni svipti sig lífi

Ragna gefur út ljóðakver í minningu bróður síns – Bjarni svipti sig lífi
Fókus
Í gær

„Ég er bara rétt að byrja, ef maður getur sagt það eftir 11 ár“

„Ég er bara rétt að byrja, ef maður getur sagt það eftir 11 ár“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Mótmælir innantómum sjálfsmyndum með því að „deyja“ við fræg kennileiti – Ísland meðal áfangastaða

Mótmælir innantómum sjálfsmyndum með því að „deyja“ við fræg kennileiti – Ísland meðal áfangastaða
Fókus
Fyrir 2 dögum

Hvað er Karítas Harpa að horfa á?

Hvað er Karítas Harpa að horfa á?