fbpx
Fimmtudagur 18.apríl 2024
Fókus

Fimm hlutir sem þú getur gert í sumarfríinu þó svo að veðrið sé ógeðslegt

Óðinn Svan Óðinsson
Miðvikudaginn 4. júlí 2018 21:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Allt bendir til þess að ekki hafi verið minni sól í Reykjavík í 100 ár en sólskinsstundirnar voru aðeins 70,6 í öllum júnímánuði sem er vægt til orða tekið ömurlegt. Stór hluti þjóðarinnar er nú á leið í sumarfrí og nú þegar plönum um sundferðir og ísát hefur verið kastað á bálið eru góð ráð dýr.

Dv tók saman lista yfir fimm hluti sem þú getur gert í sumarfríinu þínu þó svo að veðrið sé ömurlegt. Augljósi kosturinn er að sjálfsögðu að flýja land en það er of auðveld leið.

1. Grillkjöt í sous-vide

Þú getur dregið fram sous-vide tækið þitt sem þú fékkst í jólagjöf og prófað að sjóða grillkjöt.

2. Símaat

Hvað er mörg ár síðan þú hringdir í einhvern sem heitir Bolli og spurðir hann hvort að Undirskál væri heima.

3. Þrífa grillið

Þá ertu í það minnsta tilbúinn þegar þessi eini sólardagur sumarsins mætir.

4. Heimsókn til ömmu og afa

Það er pottþétt allt of langt síðan þú kíktir þangað og flestar ömmur og afar búa í húsi svo þú þarft ekki að láta veðrið stoppa þig.

5. Ljós

Áður en þú drepst úr D-vítamín skorti skaltu skella þér á sólbaðsstofu og ná þér nokkra geisla. Ég veit að það er ekki lengur töff að fara í ljós en nú ríkir neyðarástand. Því miður.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Sonur Elísu og Elíss fæddur

Sonur Elísu og Elíss fæddur
Fókus
Fyrir 2 dögum

Föðurlausi drengurinn sem setti vikulega á svið leikrit til að fela vanræksluna – „Maður vissi ekkert hverju maður átti von á þann daginn“

Föðurlausi drengurinn sem setti vikulega á svið leikrit til að fela vanræksluna – „Maður vissi ekkert hverju maður átti von á þann daginn“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Bjútífilterar á samfélagsmiðlum orðnir svo lúmskir – „Þetta er ekki raunveruleikinn“

Bjútífilterar á samfélagsmiðlum orðnir svo lúmskir – „Þetta er ekki raunveruleikinn“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Faðir Olgu var einn þekktasti læknamiðill landsins – „Hann vissi allt“

Faðir Olgu var einn þekktasti læknamiðill landsins – „Hann vissi allt“