fbpx
Sunnudagur 24.mars 2019

DV - Frjáls og óháður miðill

Fókus

Kalli Bjarni syrgir – Syngur fyrir ömmu sína í síðasta sinn – „Eitt sinn verða allir menn að deyja“

Ritstjórn DV
Mánudaginn 23. júlí 2018 20:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Elna Orvokki Bárðarson var jarðsungin frá Grundarfjarðarkirkju í lok júní. Hún náði þeim áfanga að verða elsti núlifandi Grundfirðingurinn en hún var 96 ára gömul þegar hún lést. Hún var einnig amma Karls Bjarna Guðmundssonar, betur þekktur sem Kalli Bjarni. Kalli Bjarni varð landsþekktur þegar hann sigraði í Idol stjörnuleit. Þá gekk Elna Kalla Bjarna í móðurstað og var samband þeirra einstakt en hún ól hann upp af mikilli ástúð en með aga ef á þurfti að halda.

Kalli Bjarni sagði sögu sína síðasta vetur í þættinum Burðardýr á Stöð 2. Það var eftir þann þátt sem Elna varð landsþekkt og felldu margir tár þegar þeir sáu hversu sterkt og fallegt samband Kalla Bjarna og Elnu ömmu hans var. Í þættinum var sýnt myndskeið þar sem Kalli flutti finnska lagið Kesäpäivä Kangasalla á hjúkrunarheimilinu en gamla konan feldi tár undir söngnum. Um ömmu sína sagði Kalli Bjarni:

Kalli Bjarni og unnusta hans Anna Valgerður Larsen ásamt Elnu.

„Amma er algjör nagli. Hún kenndi mér margt en hún gat líka verið hörð í horn að taka. Hún bannaði mér stundum að fara út á kvöldin og fékk ég ekki leyfi fyrr en ég hafði sýnt fram á það að ég væri búinn að læra heimalærdóminn eða að ég kynni að leggja snyrtilega á borð.“

Elnu er sárt saknað en hún setti mikinn svip á Dvalarheimilið Fellaskjól í Grundarfirði. Var hún alltaf fín til fara og létt í lund.

Í þættinum greindi Kalli Bjarni frá því að Elna amma hans hafi í eitt sinn bjargað lífi hans og komið í veg fyrir að hann örkumlaðist á hendi. Kalli Bjarni slasaðist illa hendi og var talið að hann fengi aldrei fullan mátt. Elna fann lausnina og keypti BMX hjól. Hjólið mátti Kalli hins vegar aðeins nota ef hann hjólaði með vinstri.

„Eitt sinn kom hún að mér inni í Grundarfirði þar sem ég var á BMX hjólinu mínu og var að nota hægri. Hún tók af mér hjólið, þannig að ég grenjaði og grenjaði með ekkasogum og hún lét mig ekki hafa það fyrr en eftir tvo mánuði,“ segir Kalli Bjarni og hlær og bætir við að þetta hafi í raun bjargað honum. Kalli Bjarni söng svo í síðasta sinn með sinni einstöku rödd fyrir ömmu sína í kirkjunni í Grundarfirði og síðasti söngurinn var „Eitt sinn verða allir menn að deyja“.

Hér má sjá þegar Kalli Bjarni söng fyrir ömmu sína á hjúkrunarheimili í Grundarfirði og fyrir neðan það má sjá þegar Kalli Bjarni söng í jarðarför Elnu.

Kalli Bjarni syngur í kirkjunni

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af