fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Fókus

Gekk of langt gegn Mörtu Smörtu – „Ég eyddi pistlinum, hringdi í Mörtu Maríu og bað hana afsökunar“

Kristinn H. Guðnason
Laugardaginn 21. júlí 2018 20:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Snæbjörn Ragnarsson er meðlimur í tveimur af vinsælustu hljómsveitum landsins, Skálmöld og Ljótu hálfvitunum. Að auki er hann tveggja barna faðir sem vinnur á auglýsingastofu frá klukkan 9 til 17 á milli þess sem hann sinnir rokkstjörnuhlutverkinu í hjáverkum. Snæbjörn, sem er aldrei kallaður annað en Bibbi, settist niður með Kristni H. Guðnasyni, blaðamanni DV, og ræddi æskuna, drauminn um Ólympíuleikana, hljómsveitalífið og sjálfsvígið sem hafði gríðarleg áhrif á líf hans.

Hér fyrir neðan er að finna brot úr ítarlegu helgarviðtali DV við Snæbjörn Ragnarsson.

Hundleiðinlegt að skrifa skáldsögu

Fyrir nokkrum árum gaf Bibbi út skáldsöguna Geril auk þess sem hann hefur vakið mikla athygli fyrir hispurslausa pistla sína sem birst hafa á Stundinni. „Ég fékk þá flugu í höfðuð að skrifa skáldsögu og gerði það en komst að því í miðju ferli að mér finnst það hundleiðinlegt. Ég hef hins vegar gaman af því að stuða aðeins fólk með pistlum mínum,“ segir Bibbi. Meðal annars hefur hann skrifað pistla með umdeildum fyrirsögnum á borð við „Barnið mitt er bjáni“ og „Konan mín er leiðinleg“.

„Ég hef bara gaman af að stuða fólk ef það er einhver tilgangur með því. Ég hef gaman að því að rífa kjaft og síðan er ég líka bara ofboðslega athyglissjúkur. Ég hef líka mjög gaman að því að reyna að vera fyndinn,“ segir Bibbi og hlær.

Gekk of langt gegn Mörtu Smörtu

Hann segist þó stundum hafa gengið of langt og nefnir sem dæmi reiðipistil sem hann skrifaði um Mörtu Maríu Jónsdóttur, betur þekkta sem Marta á Smartlandi.

„Hún skrifaði eitthvað á Smartland og ég reiddist og hakkaði hana í mig í pistli. Þarna réðst ég á hana persónulega í stað þess að vera málefnalegur og ég dauðsé eftir þessu. Ég hegðaði mér eins og fífl. Valli Sport kallaði mig á fund og las pistilinn fyrir mig og ég sökk niður í sætið. Ég reyndi að malda í móinn en áttaði mig undir niðri á því að ég hafði hegðað mér eins og fífl. Ég eyddi því pistlinum, hringdi í Mörtu Maríu og bað hana afsökunar. Hún tók því afskaplega vel enda er hún ótrúlega vinaleg og fín þó að við deilum kannski ekki sömu lífsviðhorfum. Þetta var mjög lærdómsríkt,“ segir Bibbi.

Þetta er aðeins brot úr ítarlegu helgarviðtali við Bibba.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Samfélagsmiðlastjarna látin aðeins 36 ára – „Ég botna ekki í neinu lengur en við munum fá meiri upplýsingar á næstu dögum“

Samfélagsmiðlastjarna látin aðeins 36 ára – „Ég botna ekki í neinu lengur en við munum fá meiri upplýsingar á næstu dögum“
Fókus
Í gær

Fyrrverandi samskiptastjóri Sigríðar Hrundar styður núna Höllu Hrund

Fyrrverandi samskiptastjóri Sigríðar Hrundar styður núna Höllu Hrund
Fókus
Fyrir 2 dögum

Sjáðu senuna sem er sögð sú fyndnasta í Saturday Night Live frá upphafi – Enginn náði að halda andliti

Sjáðu senuna sem er sögð sú fyndnasta í Saturday Night Live frá upphafi – Enginn náði að halda andliti
Fókus
Fyrir 2 dögum

Hrím og Skrímslavinafélagið tilnefndar til barna- og unglingabókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs

Hrím og Skrímslavinafélagið tilnefndar til barna- og unglingabókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs
Fókus
Fyrir 4 dögum

Tinna er líklega búin að finna móður sína – „Ég þarf að vera tilbúin til að fara út til þegar kallið kemur“

Tinna er líklega búin að finna móður sína – „Ég þarf að vera tilbúin til að fara út til þegar kallið kemur“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Einn dáðasti leikarinn á leið í hnapphelduna eftir að unnustan fór á skeljarnar

Einn dáðasti leikarinn á leið í hnapphelduna eftir að unnustan fór á skeljarnar