fbpx
Föstudagur 22.mars 2019

DV - Frjáls og óháður miðill

Fókus

Sigríður varð yfirtekin ofsareiði og stjórnleysi – „Valdasjúkur og illa innrættur ofbeldismaður tók frá mér hamingjuna þetta kvöld“

Auður Ösp
Föstudaginn 20. júlí 2018 16:40

Sigríður Jónsdóttir. Ljósmynd/facebook.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Ég breyttist úr því að vera ofboðslega glöð og hamingjusöm yfir í það að verða meðvitundarlaus, ælandi eins og múkki, yfirtekin af ofsareiði og algjöru stjórnleysi, bæði líkamlega og andlega,“ segir Sigríður Jónsdóttir en henni var byrlað ólyfjan þar sem hún var stödd á Landsmóti Hestamanna þann 7. júlí síðastliðinn. Hún hvetur einstaklinga eindregið til vera á varðbergi og hika ekki við að koma næsta manni til bjargar ef þörf er á.

Í samtali við DV.is segist Sigríður hafa verslað sér drykk á barnum í kringum miðnætti, á skemmtun sem haldin var eftir dagskrá lauk.  Hún muni  hins vegar ekkert hvað gerðist eftir það.

Varð yfirtekin af ofsareiði og stjórnleysi

 Í opinni færslu á Facebook segist Sigríður vilja koma frásögn sinni á framfæri til að brýna fyrir fólki að vera vakandi, sýna samhug og láta sér málin varða.

 „Það er nefnilega svo skrítið hvað gjörðir annarra, áhrif annarra eða áföll sem maður verður fyrir geta haft sterk áhrif á mann sjálfan og tilfinningar manns.

Ég hélt að ég væri komin með minn skerf af áföllum eða hindrunum, en það var ekki svo gott. 

 Skömm, reiði, hræðsla, eirðarleysi, svefnleysi, hugsanir og almenn vanlíðan. Þetta eru allt tilfinningar sem ég er búin að finna fyrir síðustu 9 daga. 

 Fyrir 9 dögum síðan var mér byrlað ólyfjan á Landsmóti Hestamanna.Ég breyttist úr því að vera ofboðslega glöð og hamingjusöm yfir í það að verða meðvitundarlaus, ælandi eins og múkki, yfirtekin af ofsareiði og algjöru stjórnleysi, bæði líkamlega og andlega.  

Einhver ókunnugur, valdasjúkur, illa innrættur ofbeldismaður tók frá mér hamingjuna þetta kvöld, með því að setja út í drykkinn minn eitthvað eitur sem var væntanlega gert til þess að geta skaðað mig.

Ég verslaði mér drykk á barnum, ásamt því að fá mér vatnsglas, mér finnst gott að fá mér vatn af og til með þegar ég fæ mér í glas, hef alltaf gert. Eftir þennan drykk man ég ekkert, ég er ekki að ýkja. Ég man ekkert!

Samkvæmt fólki sem varð vitni að þessu þetta kvöld, fólkinu sem þekkir mig og er annt um mig var augljóst að ég var ekkert lík sjálfri mér.  

Og það gerðist á einu augabragði.

Ég var sjóðandi heit viðkomu en skalf eins og hrísla, ég gat varla gengið, ég reif mig úr fötunum, missti meðvitund og engu sambandi hægt að ná við mig.

Sem betur fer á ég ómetanlegt bakland, vini og vinkonur, sem létu sig málið varða. Þekkja mig það vel að þau sáu strax að eitthvað var að, sáu að þetta var ekki ég sjálf og vissu að ég þurfti hjálp, en snéru sér ekki í hina áttina og kenndu ofdrykkju um.

Líkamlega veik í fjóra daga á eftir

Sigríður vaknaði daginn eftir heima hjá vinafólki sínu og var að eigin sögn símalaus, fatalaus og hafði í raun ekki hugmynd um hvar í heiminum hún væri stödd.

 „Án þess að útlista það eitthvað frekar, þá þurfti ég aðstoð við að vita hvar ég væri, ég endurtók símtöl við fólkið mitt því ég mundi ekki við hvern ég hafði talað eða hvað var sagt við mig nokkrum mínútum áður.  

Ég var líkamlega veik í 4 daga eftir þetta kvöld. Þetta hafði virkilega mikil áhrif á líkamann nokkra daga á eftir. langvarandi þreyta, vöðvaverkir, svefnleysi, höfuðverkir og svimi, uppköst og svo flökurleiki.Ætli það sé ekki svona sem niðurtúr lýsir sér ? Mér fannst hausinn ekki vera að virka, hugsanir út um allt, átti erfitt með að koma hlutum í orð, var fjarræn og náði ekki alveg að „fylgja“ samræðum.“

Sigríður segist enn þá vera að reyna að púsla saman atburðarás kvöldsins  saman en það séu enn þá ótal gloppur.

„Að vakna og missa fleiri klukkutíma úr lífinu er ekkert grín, en það tók mig 2 daga að komast að því að það náði enginn að skaða mig, fram að því var ég ekki viss. En tilgangur þess að setja svona lyf í drykkinn hjá fólki er vissulega sá að skaða, og því miður endar það oft með nauðgun.  

Samt endaði þessi saga eiginlega á besta mögulega hátt miðað við aðstæður því enginn eiginlegur hryllingur átti sér stað og ég er óendanlega þakklát fyrir það. 

Sem betur fer, fyrst þetta gerðist á annað borð, var það ég sem að varð fyrir því en ekki einhver annar. Ég myndi ekki óska neinum þess að ganga í gegnum þetta helvíti sem þetta var.“

Sigríður leggur áherslu á mikilvægi þess að fólk komi náunga sínum til aðstoðar ef grunur liggur á að ekki sé allt með felldu.

 „Við búum í samfélagi elsku fólk. Samfélagi þar sem við aðstoðum náungann ef við sjáum að ekki er allt með feldu. Við spyrjum og göngum úr skugga um að hlutirnir séu í lagi.Ólyfjan eða ofdrykkja skiptir bara engu bévítans máli, við látum okkur málið varða.

Ekki líta í hina áttina. Ekki labba framhjá. Ekki halda að svona komi ekki fyrir þig.

Ég er mjög meðvituð um drykkinn minn, passa glasið mitt og reyni að vera ekki kærulaus, en það er ekki nóg.Horfum í kringum okkur, verum vakandi og hjálpum hvoru öðru.Það er stundum hægt að gefa mögulegum hryllingssögum farsælli endi.“

Þá kemur hún á framfæri innilegum þökkum til allra þeirra sem komu henni til aðstoðar þessa nótt og hlúðu að henni í kjölfarið.

„Ég ætla að skila skömminni.Skömminni sem ég er búin að hafa eftir þetta kvöld, beint til fávitans sem gerði mér þetta.Ég neita að finna fyrir henni lengur.“

Mikilvægt að huga að náunganum

„Það er mikilvægt að við hættum að kenna ofdrykkju um og lítum í hina áttina. Við eigum að láta okkur hlutina varða og sýna samhug og samkennd. Hjálpsemi i garð náungans á alltaf við, sama hvað vandamálið er,“ segir Sigríður jafnframt í samtali við DV.is en hún vonast til atvikið verði til þess að harðar verði tekið á gæslumálum á mótinu í framtíðinni. Hún segir líkamlega líðan sína vera bærilega í dag en  óneitanlega hafi atvikið valdið henni miklu tilfinningalegu umróti.

Hún tilkynnti byrlunina  til framkvæmdastjóra mótsins daginn eftir og segir hann hafa harmað þetta atvik. Lögreglan hefði ekkert getað gert en ég vildi að mótshaldarar vissu af þessu ef að eitthvað annað tilfelli kæmi upp,“ segir hún og tekur einnig fram að það sé ekkert að sakast við starfsmenn gæslunnar þetta kvöld. Hún gerir þó athugasemd við að engar öryggismyndavélar hafi verið á svæðinu.

„Gæslan má eiga það að hafa spurt vinkonur mínar oftar en einu sinni og oftar en  tvisvar hvort allt væri í lagi.  En það er samt sem áður furðulegt að ekki séu myndavélar. Ég held að þetta sé gerst alls staðar, en ég hefði ekki átt von á þessu þarna.“

Lokað er fyrir athugasemdir
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fókus
Í gær

Herra Hnetusmjör fær sinn eigin sjónvarpsþátt: „Þetta verður ekkert 18 plús“

Herra Hnetusmjör fær sinn eigin sjónvarpsþátt: „Þetta verður ekkert 18 plús“
Fókus
Í gær

Stærsta Tarantino myndin til þessa – Sjáðu fyrstu kitluna

Stærsta Tarantino myndin til þessa – Sjáðu fyrstu kitluna
Fókus
Fyrir 2 dögum

Náinn samstarfsfélagi poppkóngsins segir hann níðing: „Það gat enginn stöðvað Michael“

Náinn samstarfsfélagi poppkóngsins segir hann níðing: „Það gat enginn stöðvað Michael“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Þetta vissir þú ekki um snjallsíma: Níu áhugaverðar staðreyndir

Þetta vissir þú ekki um snjallsíma: Níu áhugaverðar staðreyndir
Fókus
Fyrir 4 dögum

Ingileif og María vilja útrýma fordómum gegn samkynhneigðum foreldrum – Ræða opinskátt um meðgönguna

Ingileif og María vilja útrýma fordómum gegn samkynhneigðum foreldrum – Ræða opinskátt um meðgönguna
Fókus
Fyrir 4 dögum

Bar eitrað skyr í bróður sinn

Bar eitrað skyr í bróður sinn