fbpx
Föstudagur 22.mars 2019

DV - Frjáls og óháður miðill

Fókus

Spéhræðsla, bjórdrykkja og barnavagnar: 12 atriði sem skilja að Íslendinga og Bandaríkjamenn

Auður Ösp
Fimmtudaginn 19. júlí 2018 21:30

Ljósmynd: DV/Hanna

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Íslendingar eru sérstök þjóð, og það vita allir. Og það er alltaf jafn forvitnilegt að heyra hvernig aðrar þjóðir sjá okkur.  Jessica Booth, blaðamaður Insider heimsótti Ísland á dögunum og birti í kjölfarið lista yfir þau atriði sem hún telur helst greina á milli Íslendinga og Bandaríkjamanna, fyrir utan augljós atriði á borð við bjartar sumarnætur og framandi matargerð. Dæmi nú hver fyrir sig.

Ísland er fremst á meðal þjóða þegar kemur að jafnrétti kynjanna. Bandaríkin eru í 49.sæti.

Jessica segir augljóst að Ísland sé komið langt fram úr Bandaríkjunum þegar kemur að jöfnum tækifærum karla og kvenna.  Árið 2017 var Ísland í fyrsta sæti á lista World Economic Forum. Bandaríkin voru langt á eftir, eða í 49.sæti.

Flestir Íslendingar eru í tveimur til þremur vinnum.

Jessica segir frá því að hún hafi kynnst íslenskri konu í ferðinni og sú kona hafi frætt hana um vinnusemi og dugnað Íslendinga.

„Mér fannst áhugavert að flestir Íslendingar eru í tveimur eða jafnvel þremur vinnum, og þá einkum yfir vetrartímann. Hún sagði mér að ástæðan fyrir þessari  væri sú að Íslendingar verða að halda sér uppteknum yfir veturinn, þegar dagarnir eru langir og dimmir, annars geta þeir orðið þunglyndir. Konan sem ég talaði við er sjálf háskólakennari, vinnur hjá flugfélagi og tekur stundum að sér að vera leiðsögumaður,“ ritar hún og bætir við að Ameríkanar vinni einnig langan vinnudag og margir þeirra eru í fleiri en einu starfi, en það er ekki af sömu ástæðu og Íslendingar. Það sem vaki fyrir Bandaríkjamönnum sé að afla tekna og geta fjármagnað ákveðinnlífstíl. Íslendingar eru að hennar sögn frekar að leitast við að dreifa huganum með því að vinna langa vinnudaga. Hún tekur fram að þetta eigi að sjálfsögðu ekki við um alla.

Ísland er mun öruggari staður

Jessica segir Ísland vera  eitt öruggasta land í heim og þá sérstaklega fyrir konur sem eru einar á ferðalagi. Sjálf hafi hún aldrei upplifað hræðslu eða öryggisleysi í Íslandsferðinni. Bendir hún á að glæpatíðni á Íslandi sé með eindæmum lág og fangelsin séu langt frá því að vera full. Eitthvað annað en í Bandaríkjunum, þar sem stór hluti landsmanna situr inni.

Stuttur opnunartími

Jessica segir það hafa komið sér á óvart hversu snemma verslanir loka á Íslandi, og þá opni þær sömuleiðis seint. Flestar verslanir, þar á meðal sumar matvöruverslanir loki klukkan 6 á kvöldin, og dýrt sé að versla í sólarhringsverslunum. Jessica býr í New York, þar sem verslanir loka í fyrsta lagi klukkan 9 á kvöldin.

Íslendingar elska að vera úti

Jessica segir Íslendinga leggja mikið upp úr útivist og að vera í tengslum við náttúruna. „Það er eins og allir þarna séu hraustir og í góðu formi og íslenski leiðsögumaðurinn minn tók undir þetta með mér. Íslendingar eru margir hverjir mjög duglegir að fara í ræktina, sérstaklega á veturna.“

Ungabörn sofa úti í vögnum

Rétt eins og margir aðrir ferðamenn rak Jessica upp stór augu þegar hún sá barnavagna lagða fyrir utan verslanir og veitingastaði, með sofandi krílum innanborðs.

„Þetta er eitthvað sem þú myndir aldrei nokkurn tímann sjá í Bandaríkjunum, og ef það gerist þá munu foreldrarnir án efa fá heimsókn frá Barnaverndarnefnd.“

Nekt er ekki eins mikið tiltökumál á Íslandi

Jessica segir það ekki koma á óvart hvað Íslendingar séu almennt lítið spéhræddir, landið er nú einu sinni í Evrópu og Evrópubúar eru að hennar sögn almennt afslappaðir gagnvart kroppasýningum.

 Þá staðfestir hún þær reglur sem ríkja í búningsklefum sundlauga á Íslandi.

„Þú þarft að fara nakinn í sturtu, í almenningsturtu þar sem engin skilrúm eru til staðar. Og já, þú þarft að ganga í gegnum búningsklefann, innan um aðra nakta einstaklinga, áður en þú ferð í sturtu. Og já, það er gert ráð fyrir því að þér finnist þetta ekkert stórmál.“

Álfar eru hluti af þjóðinni

Bandaríkjamenn trúa almennt ekki á álfa, öfugt við Íslendinga sem fara sumir á námskeið til að læra að tala við þá. Það kom Jessicu á óvart hversu uppteknir Íslendingar eru af álfum og huldufólki.

„Íslendingar segja að ef að álfunum er ekki vel við byggingarframkvæmdir, þá verði framkvæmdirnar færðar eitthvað annað. Ef eitthvað „dularfullt“ á sér stað við framkvæmdirnar þá bregðast Íslendingar við með því að stoppa þær!“

 Engin eftirnöfn

 Það kom Jessicu á óvart að á Íslandi er fólk ávarpað með fyrsta nafninu, meira að segja kennarar, læknar og stjórnmálamenn. Íslendingar leggja það ekki í vana sinn að nota titla á borð við „herra“ og „frú.“ „Þetta er augljóslega öðruvísi í Bandaríkjunum,“ ritar hún.

 Öðruvísi drykkjumenning

 Íslenska skemmtanalífið fangaði að sjálfsögðu athygli greinarhöfundar. Hún segir Íslendinga „elska að djamma.“

Fólk drekki stíft og barirnir séu opnir fram eftir öllu. „Hávaði er ekki óalgengur og fæstir kippa sér við að sjá heilu hópana skemmta sér næturlangt með tilheyrandi látum og fylleríi.“

 Íslendingar eru heilbrigðari

 Jessica segir Íslendingar hugsa vel um heilsuna og lifi almennt heilbrigðum lífstíl. Hún tekur sérstaklega fram að á Íslandi sé ólöglegt að framleiða hormónabætt matvæli. Þá minnist hún að sjálfsögðu á íslenska heilbrigðiskerfið og hrósar einnig fæðingarorlofskerfinu. Það er kanski ekki að undra þar sem að íslenskir foreldrar fá 9 mánuði í fæðingarorlof á meðan sumir bandarískir foreldrar mega prísa sig sæla með örfáar vikur.

Hjónaband er ekki eins mikilvægt á Íslandi

Að lokum bendir Jessica á það að Bandaríkjamenn og Íslendingar hafi ólík sjónarmið þegar kemur að hjónaböndum. Giftingartíðni er hærri í Bandaríkjunum og Bandaríkjamenn vilja síður eignast barn utan hjónabands. Samkvæmt úttekt CNN eru 67 prósent barna á Íslandi fædd utan hjónabands. Í Bandaríkjunum er þessi fjöldi umtalsvert lægri, eða 39 prósent. „Hjónaband skiptir bara ekki eins miklu máli hér og í Bandaríkjunum.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fókus
Í gær

Herra Hnetusmjör fær sinn eigin sjónvarpsþátt: „Þetta verður ekkert 18 plús“

Herra Hnetusmjör fær sinn eigin sjónvarpsþátt: „Þetta verður ekkert 18 plús“
Fókus
Í gær

Stærsta Tarantino myndin til þessa – Sjáðu fyrstu kitluna

Stærsta Tarantino myndin til þessa – Sjáðu fyrstu kitluna
Fókus
Fyrir 2 dögum

Náinn samstarfsfélagi poppkóngsins segir hann níðing: „Það gat enginn stöðvað Michael“

Náinn samstarfsfélagi poppkóngsins segir hann níðing: „Það gat enginn stöðvað Michael“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Þetta vissir þú ekki um snjallsíma: Níu áhugaverðar staðreyndir

Þetta vissir þú ekki um snjallsíma: Níu áhugaverðar staðreyndir
Fókus
Fyrir 4 dögum

Ingileif og María vilja útrýma fordómum gegn samkynhneigðum foreldrum – Ræða opinskátt um meðgönguna

Ingileif og María vilja útrýma fordómum gegn samkynhneigðum foreldrum – Ræða opinskátt um meðgönguna
Fókus
Fyrir 4 dögum

Bar eitrað skyr í bróður sinn

Bar eitrað skyr í bróður sinn