fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Fókus

15 ára stúlka fór í partý með vinum sínum – Þessi ljósmynd var tekin nokkrum klukkutímum síðar: „Þetta gæti auðveldlega komið fyrir þig“

Auður Ösp
Fimmtudaginn 19. júlí 2018 20:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Að kvöldi 6.júlí síðastliðinn fór hin 15 ára gamla Shakira Pellow í partý með vinum sínum. Nokkrum klukkustundum síðar var meðfylgjandi ljósmynd tekin af henni. Stuttu síðar var hún látin. Fjölskylda hennar vill að sem flestir sjá ljósmyndina og vakni til vitundar um skaðsemi fíkniefna.

Málið hefur vakið mikinn óhug í Bretlandi en Shakira lést af völdum hjartabilunar eftir að hafa innbyrt svokallaða „Duplo“ pillu en um er að ræða bláa e töflu með Lego merkinu fræga.

Meðfylgjandi ljósmynd var birt á Twitter síðu lögreglunnar í Cornwall á dögunum. Þar má sjá umrædda töflu sem talin er hafa valdið dauða Shakiru, og auk þess leitt til spítalainnlagnar hjá þremur öðrum unglingum sem voru í partýinu þetta kvöld.

Shakira var búsett í bænum Camborne ásamt móður sinni, stjúpföður og yngri systur. Fyrr um kvöldið höfðu nokkrar vinkonur Shakiru komið í heimsókn til hennar. Þær sátu saman úti í garði, spjölluðu og hlógu og skemmtu sér vel. Um níu leytið fóru þær saman í almenningsgarð þar sem hópur unglinga hafði safnast saman.

Klukkutíma síðar var bankað upp á hjá móður hennar og stjúpföður og þeim tjáð að Shakira hefði misst meðvitund. Þegar þau komu á vettvang var dóttir þeirra komin inn í sjúkrabíl. Á leiðinni á spítalann stoppaði hjarta hennar tvisvar sinnum en þegar þangað var komið var hún sett í öndunarvél.

Á einum tímapunkti tók móðir Shakiru umrædda ljósmynd af dóttur sinni í í sjúkrarúminu, og var þá enn vongóð um að Shakira myndi lifa af. Svo varð þekki.

Ljósmynd/Facebook

Fljótlega fóru líffæri hennar að bila og Shakira fór  í þriðja sinn í hjartastopp. Endurlífgunartilraunir báru engan árangur og var hún yfirlýst látin.

Skömmu síðar sögðu vinkonur hennar, sem náðu að sitja hjá henni á dánarbeðinu, að Shakira hefði náð að segja þeim að „hún væri hrædd um að hún væri að fara að deyja af því að hún tók inn e töflu.“

Nokkrum dögum síðar sendu foreldrar Shakiru meðfylgjandi ljósmynd á þarlenda miðla og óskuðu eftir því að myndin af dóttur þeirra yrði gerð opinber.

„Við viljum koma þeim skilaboðum til foreldra, unglinga og allra sem lesa þetta að við verðum að vera á varðbergi gagnvart hættunum sem fylgja eiturlyfjaneyslu.

Það er ekkert skemmtilegt við fíkniefni. Þau drepa. Við myndum ekki óska okkar versta óvini að þurfa að ganga í gegnum þann hrylling sem við höfum upplifað seinustu tvo sólarhringa,“ segir meðal annars í yfirlýsingu frá fjölskyldunni.

„Hún var ung og fjörug stúlka sem átti allt lífið framundan. Það fá engin orð því lýst hvernig okkur líður. Við erum gjörsamlega eyðilögð,“ kemur fram á öðrum stað.

„Við viljum koma þessum skilaboðum á framfæri við aðra unglinga: Ef þið haldið áfram að taka þetta inn, þá munið þið enda svona. Shakira er farin og kemur aldrei aftur. Lífi hennar er lokið- þetta hefði auðveldlega getað verið þú.“

Í yfirlýsingu frá lögreglu kemur fram að tveir 17 ára piltar hafi verið handteknir vegna málsins og séu grunaðir um vörslu og sölu á e töflum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Fyrrum ritari staðfestir loks að hafa verið yfirheyrð í eineltisrannsókninni alræmdu

Fyrrum ritari staðfestir loks að hafa verið yfirheyrð í eineltisrannsókninni alræmdu
Fókus
Fyrir 2 dögum

Tekur við af Gísla Marteini sem kynnir Eurovision

Tekur við af Gísla Marteini sem kynnir Eurovision
Fókus
Fyrir 2 dögum

Fyrrverandi samskiptastjóri Sigríðar Hrundar styður núna Höllu Hrund

Fyrrverandi samskiptastjóri Sigríðar Hrundar styður núna Höllu Hrund
Fókus
Fyrir 2 dögum

Fylgdi vinsælu heilsuráði og endaði á spítala – Varar aðra við

Fylgdi vinsælu heilsuráði og endaði á spítala – Varar aðra við
Fókus
Fyrir 3 dögum

Föðurlausi drengurinn sem setti vikulega á svið leikrit til að fela vanræksluna – „Maður vissi ekkert hverju maður átti von á þann daginn“

Föðurlausi drengurinn sem setti vikulega á svið leikrit til að fela vanræksluna – „Maður vissi ekkert hverju maður átti von á þann daginn“
Fókus
Fyrir 4 dögum

„Hver verður næst?“

„Hver verður næst?“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Vikan á Instagram – „Þvílíkur rússibani“

Vikan á Instagram – „Þvílíkur rússibani“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Varð fyrir hrottalegu ofbeldi fimm ára gömul – „Ég var á leið til vinkonu minnar, bankaði á vitlausa hurð“

Varð fyrir hrottalegu ofbeldi fimm ára gömul – „Ég var á leið til vinkonu minnar, bankaði á vitlausa hurð“