fbpx
Sunnudagur 24.mars 2019

DV - Frjáls og óháður miðill

Fókus

Óvinur Íslands handtekinn í Keflavík – „Fjölmiðlar búnir að mála mig upp sem skrímsli, nauðgara og hræðilega manneskju“

Auður Ösp
Miðvikudaginn 18. júlí 2018 17:57

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bandaríski rithöfundurinn Roosh Valizadeh segir frá því í bloggfærslu að hann hafi verið handtekinn um borð í flugvél WOW Air á Keflavíkuflugvelli í júní síðastliðnum, og færður í fangaklefa. Vélin átti að millilenda í London á leið til Bandaríkjanna en var snúið við þegar í ljós kom að Roosh væri meinað að stíga fæti til Bretlands. Roosh er einna þekktastur fyrir að skrifa bækur sem ganga út á að einangra drukknar konur og misnota ástand þeirra í kjölfarið.

Í grein Wikipedia um Roosh kemur fram að hann er umdeildur fyrir skoðanir sínar sem hann kallar neomaskulinistum sem er að hans sögn andstæðan við feminisma. Þeirri hugmyndastefnu heldur hann uppi á heimasíðu sinni sem kallast Return of the kings. Á síðunni er konum og samkynhneigðum körlum bannað að gera athugasemdir. Roosh hefur skrifað um 15 bækur sem hann ætlar að vera leiðarvísir fyrir karlmenn, hvernig komast eigi yfir konur. Ferðast hann um heiminn og boðar hugmyndir sínar en hann hefur skrifað fjöldan allan af greinum þar sem hann heldur uppi svipuðum ráðleggingum og boðskap hugmyndafræði sinnar.

Roosh dvaldi í tvo mánuði á Íslandi árið 2011 og rannsakaði hvernig auðveldast væri að komast í rúmið með íslenskum konum, meðal annars með því að fylgjast með íslenskum karlmönnum. Hann skrifaði síðan bókina Bang Iceland.

Í frétt DV frá því í febrúar 2016 kemur fram að bandaríski rithöfundurinn S. Jane Gari hafi birt frásögn íslenskrar konu á bloggi sínu þar sem hún fullyrðir að „nauðgunarsinninn“ Roosh Valizadeh hafi nauðgað henni og birt skrumskælda frásögn af nauðguninni í umræddri bók sinni.

Dauðaþögn í farþegarýminu

Roosh segir frá handtökunni í Keflavík í nýlegri bloggfærslu en honum er meinað að koma til Bretlands vegna skrifa sinna. Hann segist ekki hafa búist við því að íslensk yfirvöld myndu „raska ró mörg hundruð manns vegna þess að einhver einn rithöfundur skrifaði ljót orð á internetið.“

Hann segir tvo lögreglumenn hafa birst um borð í vélinni eftir lendingu, gengið í átt að sætaröðinni þar sem hann sat og beðið hann um að koma með sér, á meðan aðrir farþegar vélarinnar fylgdust forvitnir með.

„Það var dauðaþögn í farþegarýminu. Ég hafði ekki rakað mig í marga mánuði þannig að þau héldu örugglega að ég væri hryðjuverkamaður. Ég laut höfði. Ég var svo niðurlægður,“ ritar Roosh meðal annars og þá birtir hann einnig ljósmyndir af fangaklefanum þar sem hann var vistaður.

Hann lýsir jafnframt samskiptum sínum við íslensku lögregluna en svo virðist sem að ágætlega hafi farið á með þeim. Hann segir einn lögreglumanninn hafa spurt sig út í bókina, Bang Iceland, og skoðanir hans á kvenfólki. Lögreglumaðurinn hafi síðan spurt  hvort hann væri giftur.

„Augljóslega ekki,“ sagði ég í gríni. Hann og hinar þrjár löggurnar sem stóðu fyrir utan fóru að hlæja,“

ritar Roosh, sem var í rúmlega klukkustund í haldi íslenskra yfirvalda og virðist varla hafa borið mikinn skaða af. Hann kveðst hafa kvatt lögregluna með þeim orðum að „vonandi hefði hann gert daginn þeirra áhugaverðari“ og fengið það svar að það hefði hann gert. Lögreglumaðurinn sem fylgdi honum til baka hafi þó tjáð honum að samstarfsfélagar sínir væru ekki par hrifnir af þeim ummælum sem Roosh hefur látið hafa eftir sér í íslenskum fjölmiðlum.

Roosh endar færsluna á því að kenna fjölmiðlum um að hafa rústað mannorði sínu.

„Fjölmiðlar eru búnir að mála mig upp sem algjört skrímsli, nauðgara, hræðilega manneskju. Þetta eru allt falsfréttir. Ég er ekki vondur náungi.“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af