fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Fókus

Kristinn Rúnar: „Það er óhætt að segja að hann hafi valið rangan veitingastað“

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 17. júlí 2018 09:20

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kristinn Rúnar Kristinsson greinir frá því á Facebook-síðu sinni að hann hafi veist að blaðamanni Vísis á Bryggjunni Brugghús. Kristinn Rúnar er greindur með geðhvörf og sumarið 2015 fjallaði Vísir um að hann hafi verið handtekinn kviknakinn á Austurvelli. Kristinn Rúnar var ekki nafngreindur og andlit hans var falið. Hann hefur þó ítrekað sagt að sér sárnaði fréttin. Hann sagði sögu sína í pistli á Pressunni árið 2016.

„Í gær fór ég út að borða á Bryggjan Brugghús, það væri ekki frásögu færandi nema hvað að ég hitti þar blaðamann Vísis sem birti strípalingsmyndina af mér á Austurvelli árið 2015. Hann gerði það án þess að spyrja kóng né prest eða kanna aðstæður. Eingöngu til þess að selja auglýsingar og fá fleiri flettingar enda varð þessi frétt sú vinsælasta þann daginn. Myndin lifði í einn og hálfan klukkutíma áður en fjölskylda mín lét blaðamanninn skipta um mynd. Bræður mínir sýndu mér myndina inni á geðdeild tveimur vikum síðar og ég var bara ánægður með hana þó svo að ég hafi verið reiður blaðamanninum fyrir myndbirtinguna og orðalagi hans í fréttinni. Ég sendi honum strax bréf en fékk engin svör. Ég ákvað síðan að birta myndina sjálfur á Facebook sem áramótastatus nokkrum mánuðum síðar og útskýra hvað hafi verið í gangi,“ skrifar Kristinn Rúnar.

Hefur beðið í þrjú ár

Kristinn Rúnar segist hafa beðið eftir þessu augnabliki í þrjú ár. „Það er óhætt að segja að hann hafi valið rangan veitingastað til að fara á í gær og ég að sama skapi hárréttan. Ég fór ekki að borðinu hans heldur kallaði á hann þegar hann var að fara á barinn, ég var á borði rétt hjá. Ég sagðist vera strípalingurinn á Austurvelli og spurði hann af hverju hann hafi ekki svarað bréfinu mínu. Hann sagði: ,,Hverju átti ég að svara?“ Ég sagði honum vinsamlegast að halda sér frá því að skrifa fréttir um þennan málaflokk er varða geðsjúkdóma því hans skrif stuðluðu eingöngu að frekari fordómum meðal fólks,“ segir Kristinn Rúnar.

Hann segir að margir hafi reiðst þegar viðkomandi blaðamaður skrifaði frétt um nauðungarvistun manns og hafi birt mynd af manni í spennitreyju með fréttinni. „Það vakti nokkra reiði þegar hann skrifaði snemma árs 2015 um mann sem var að kæra dómstóla fyrir ólögmæta nauðungarvistun. Títtnefndur blaðamaður birti mynd með fréttinni af manneskju sem var óluð niður á geðdeild, eitthvað sem hefur ekki þekkst á geðdeildum á Íslandi í marga áratugi. Hann hafði engin svör fyrir mig í gær og varð pínu smeykur, ég var ágætlega hvass. Ég endaði síðan á því að segja við hann beint að hann væri ömurlegur gæi. Eins og ég sagði áður, hann valdi rangan veitingastað þetta kvöldið. Þetta er það síðasta sem fólk eins og ég og fleiri sem erum að berjast fyrir vitundarvakningu um geðsjúkdóma í landinu þurfum á að halda, að blaðamenn séu að gera okkur erfitt fyrir með glórulausri umfjöllun, orðalagi og myndbirtingum,“ segir Kristinn Rúnar.

Handtekinn í fyrra

Kristinn greinir einnig frá því að fyrir ári hafi hann verið handtekinn á leið í brúðkaup systur sinnar. „Í dag, 15. júlí, er eitt ár síðan Ragnheiður systir mín og Davíð mágur minn giftu sig. Það væri heldur ekki frásögu færandi nema að í dag er líka eitt ár síðan ég var handtekinn og piparúðaður af lögreglunni á milli Laugardals og Suðurlandsbrautar. Ég skrifaði um þetta um síðustu áramót en þetta ,,meis“ var mesti sársauki sem ég hef upplifað. Þau áttu ekki séns í hraðabreytingar 125 kg manns, ég var hins vegar ekki hættulegur sjálfum mér eða öðrum og átti piparúðann því seint skilið. Að missa af brúðkaupinu var ömurlegt og eitthvað sem kemur ekki aftur,“ segir Kristinn Rúnar.

Hann fullyrðir þó að hann myndi aldrei beita ofbeldi: „Ég geri mér fullkomlega grein fyrir því að veruleiki minn er öðruvísi en flestra. Ég beiti aldrei ofbeldi en ef á mig eða fólkið mitt er stigið þá læt ég heyra í mér, ég funkera ekki fyrr. Þetta atvik með blaðamanninn í gær lýsir mér mjög vel og mér leið ótrúlega vel eftir á að hafa tjáð honum mína skoðun augliti til auglitis – loksins. Stundum er ég með rafmagnskaplana á lofti og þetta var eitt af þeim augnablikum, bráðnauðsynlegt af og til þó ég viti vel að flestir geri þetta ekki.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Stöð 2 lækkar verð
Fókus
Fyrir 2 dögum

Fyrrum ritari staðfestir loks að hafa verið yfirheyrð í eineltisrannsókninni alræmdu

Fyrrum ritari staðfestir loks að hafa verið yfirheyrð í eineltisrannsókninni alræmdu
Fókus
Fyrir 2 dögum

Tekur við af Gísla Marteini sem kynnir Eurovision

Tekur við af Gísla Marteini sem kynnir Eurovision
Fókus
Fyrir 2 dögum

Fyrrverandi samskiptastjóri Sigríðar Hrundar styður núna Höllu Hrund

Fyrrverandi samskiptastjóri Sigríðar Hrundar styður núna Höllu Hrund
Fókus
Fyrir 2 dögum

Fylgdi vinsælu heilsuráði og endaði á spítala – Varar aðra við

Fylgdi vinsælu heilsuráði og endaði á spítala – Varar aðra við
Fókus
Fyrir 4 dögum

Föðurlausi drengurinn sem setti vikulega á svið leikrit til að fela vanræksluna – „Maður vissi ekkert hverju maður átti von á þann daginn“

Föðurlausi drengurinn sem setti vikulega á svið leikrit til að fela vanræksluna – „Maður vissi ekkert hverju maður átti von á þann daginn“
Fókus
Fyrir 4 dögum

„Hver verður næst?“

„Hver verður næst?“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Vikan á Instagram – „Þvílíkur rússibani“

Vikan á Instagram – „Þvílíkur rússibani“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Varð fyrir hrottalegu ofbeldi fimm ára gömul – „Ég var á leið til vinkonu minnar, bankaði á vitlausa hurð“

Varð fyrir hrottalegu ofbeldi fimm ára gömul – „Ég var á leið til vinkonu minnar, bankaði á vitlausa hurð“