fbpx
Föstudagur 22.mars 2019

DV - Frjáls og óháður miðill

Fókus

Ugla Stefanía – „Ég bókstaflega skelf af reiði, vonbrigðum og undrun“

Auður Ösp
Mánudaginn 16. júlí 2018 16:32

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Þetta er hreint ótrúlegt, og algjörlega óviðunandi,“ segir Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir kynjafræðingur og trans aktívisti í samtali við DV.is og vísar þar í nýlega umfjöllun tímaritsins Lifandi Vísinda um tækninýjungar sem beitt er við kynleiðréttingaraðgerðir.  Ugla segir greinina ala á staðímyndum og fordómum gegn transfólki, ekki síst þar sem notast er við úrelt orðalag á borð við „kynskipti“ í staðinn fyrir „kynleiðrétting.“

„Þrívíddareggjastokkar og ígrætt móðurlíf tryggja fullkomin kynskipti“ er titill greinarinnar sem birtist í nýjasta tímariti Lifandi Vísinda.  Meðal annars er talað um að „breyta körlum í konur“ og þá er talað um transkonur sem „fyrrum karla.“

Á einum stað í greininni eru birtar nokkrar ljósmyndir af mismunandi konum og lesandinn spurður: „Kemur þú auga á þrjár konur sem áður voru karlar?“ Svarið er síðan að finna á næstu opnu.

„Mér finnst „getraunin“ vera sérstaklega niðrandi. Þessi getraun er bara ógeðfelld og óviðeigandi – hún elur á þeirri hugmynd að trans fólk sé bara að plata fólk og það geti verið svo rosalega „sannfærandi“ en sé ekki raunverulega þau sem þau segjast vera. Svolítið svona „spot the freak“ dæmi,“ segir Ugla Stefanía í samtali við blaðamann en hán tjáir sig einnig um málið í færslu á Facebook síðu sinni. Hefst færslan á orðunum:

„Ég bókstaflega skelf af reiði, vonbrigðum og undrun.“

„Þessi umfjöllun er niðurlægjandi, illa unnin og full af staðreyndar villum. Stuðst er við úrelt orðalag, greiningar og hugtök sem eru hvergi nærri því að vera enn notuð innan læknisvísinda eða innan hinsegin samfélagsins.

Umfjöllunin er sett upp í æsifréttastíl þar sem trans fólk er gert að sirkúsfríkum og eru sýndar myndir af fólki „fyrir og eftir“ kynleiðréttingu. Notast er við eldri nöfn þeirra og þau ýmist miskynjuð víðsvegar í fréttinni.

Það allra versta er að trans fólk og útlit þeirra er gert að getraun þar sem fólk á að giska hvaða „konur voru áður karlar“ og geta flett á blaðsíðu tuttugu til að finna út hverjar þær eru nú. Trans fólk er ekki getraun og útlit okkar er ekki skemmtileg gáta fyrir fólk, þar sem er sýnt fram á hversu auðveldlega við getum nú platað samfélagið í að halda að við séum nú alvöru karlar eða konur.“

Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir

Ugla Stefanía segir umfjöllunina vera tímaskekkju og ala á „staðalímyndum, fordómum og úreltum upplýsingum um trans fólk og það ferli sem sumt trans fólk kýs að undirgangast.“ „Þetta er algjörlega óásættanleg umfjöllun af tímariti sem kennir sig við vísindi gefi svona lagað út árið 2018. Ég kalla eftir því að Lifandi Vísindi gefi út opinbera afsökunarbeðni og dragi þessa umfjöllun til baka og sjái sóma sinn í því að hafa samráð við samtök á borð við Trans Ísland eða Samtökin ’78 til að gera umfjöllun sem er byggð á staðreyndum, vísindum og virðingu gagnvart trans samfélaginu.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fókus
Í gær

Herra Hnetusmjör fær sinn eigin sjónvarpsþátt: „Þetta verður ekkert 18 plús“

Herra Hnetusmjör fær sinn eigin sjónvarpsþátt: „Þetta verður ekkert 18 plús“
Fókus
Í gær

Stærsta Tarantino myndin til þessa – Sjáðu fyrstu kitluna

Stærsta Tarantino myndin til þessa – Sjáðu fyrstu kitluna
Fókus
Fyrir 2 dögum

Náinn samstarfsfélagi poppkóngsins segir hann níðing: „Það gat enginn stöðvað Michael“

Náinn samstarfsfélagi poppkóngsins segir hann níðing: „Það gat enginn stöðvað Michael“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Þetta vissir þú ekki um snjallsíma: Níu áhugaverðar staðreyndir

Þetta vissir þú ekki um snjallsíma: Níu áhugaverðar staðreyndir
Fókus
Fyrir 4 dögum

Ingileif og María vilja útrýma fordómum gegn samkynhneigðum foreldrum – Ræða opinskátt um meðgönguna

Ingileif og María vilja útrýma fordómum gegn samkynhneigðum foreldrum – Ræða opinskátt um meðgönguna
Fókus
Fyrir 4 dögum

Bar eitrað skyr í bróður sinn

Bar eitrað skyr í bróður sinn