fbpx
Miðvikudagur 24.apríl 2024
Fókus

Á Kristín Soffía stærsta kött á Íslandi?

Auður Ösp
Mánudaginn 16. júlí 2018 18:28

Kristín Soffía og Herra Alex

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Það er gaman að sjá svona falleg viðbrögð. Við sögðum honum að hann væri orðinn internetstjarna. Honum er alveg sama,“ segir Kristín Soffía Jónsdóttir borgarfulltrúi og eigandi Maine Coon kattarins Sir Alex sem víða vekur athygli fyrir glæsileika og stærð. Sumir vilja jafnvel líkja honum við lítið hvítt ljón, eða þá ísbjörn. Sjálfur kippir hann sér þó lítið upp við athyglina.

Kristín Soffía birti á dögunum meðfylgjandi ljósmynd af sér og Sir Alex inni á facebookhópnum Spottaði Kött og hefur færslan vakið mikla lukku.

Í stuttu spjalli við Fókus segist Kristín í raun lítið hafa pælt í stærð Sir Alex og ekki áttað sig almennilega á stærðinni fyrr en hún sá viðbrögð fólks á facebook.

„Við áttum okkur ekkert á því hvað hann er stór, hann er bara Alex. Það var aðallega bara  fyndið að sjá þessa mynd og átta mig sjálf á stærðinni. Vinkona okkar bað um svona mynd til að senda manninum sínum. Okkur hálf brá satt að segja!“

Sir Alex verður fjögurra ára í október en aðspurð um þyngdina segist Kristín skjóta á rúmlega níu kíló. Alex er ekki aðeins glæsiköttur heldur er hann líka heilmikill karakter.

„Hann er krefjandi, þarf mikla athygli en gefur líka mikið af sér. Hann talar mjög mikið og hátt og er mikill kúrari. Hann er frekar klaufskur og með frekar lítið hjarta og hræðist hávaða og allt óvænt,“

segir Kristín og bætir við að þó að Alex sé inniköttur sé hann þegar orðinn þekktur á meðal íbúa í hverfinu, enda tekur hann sér reglulega stöðu úti í glugga og fylgist grannt með mannlífinu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Snýst ekki um að taka sviðsljósið frá körlum heldur beina því einnig að konum – „Þetta er mjög karllægur bransi og hefur alltaf verið“

Snýst ekki um að taka sviðsljósið frá körlum heldur beina því einnig að konum – „Þetta er mjög karllægur bransi og hefur alltaf verið“
Pressan
Fyrir 2 dögum

47 ár frá upphafi tveggja tímamótageimferða

47 ár frá upphafi tveggja tímamótageimferða
Fókus
Fyrir 3 dögum

Katrín Myrra keypti miða aðra leið út til Taílands og það breytti lífi hennar

Katrín Myrra keypti miða aðra leið út til Taílands og það breytti lífi hennar
Fókus
Fyrir 4 dögum

Simmi Vill um árshátíðardrama Landsvirkjunar – Segir að önnur stórfyrirtæki megi frekar skammast sín

Simmi Vill um árshátíðardrama Landsvirkjunar – Segir að önnur stórfyrirtæki megi frekar skammast sín
Fókus
Fyrir 5 dögum

Guðbjörgu var útskúfað fyrir að tala um 47 ára aldursmun föður síns og barnsmóður hans – „Ætla ekki að þegja og taka þátt í þessum leik“

Guðbjörgu var útskúfað fyrir að tala um 47 ára aldursmun föður síns og barnsmóður hans – „Ætla ekki að þegja og taka þátt í þessum leik“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Er fyrsta vara lífsstílsmerkis Markle algjört flopp? – Sultukrukkan skilar sér ekki á samfélagsmiðla

Er fyrsta vara lífsstílsmerkis Markle algjört flopp? – Sultukrukkan skilar sér ekki á samfélagsmiðla