fbpx
Föstudagur 22.mars 2019

DV - Frjáls og óháður miðill

Fókus

Adolf Arnar varð fyrir harkalegri nautaárás – Liggur á sjúkrahúsi – „Þá er ég búinn að þessu og geri þetta ekki aftur!“

Auður Ösp
Föstudaginn 13. júlí 2018 15:20

Adolf Örn komst í hann krappann á Spáni

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Hann er voða rólegur og ekki oft í þessum gír. Þarna voru bara svo margir að taka þátt og enginn hafði slasast nema bara eitthvað lítilega, þannig að honum fannst þetta líta sakleysilega út,“ segir Jónheiður Pálmey Ragnarsdóttir, unnusta Adolfs Arnar Adolfssonar en Adolf varð fyrir harkalegri árás nauts í spænska smábænum Denia í fyrrakvöld. Spænski fréttamiðilinn Denia birtir meðfylgjandi ljósmyndir af átökunum en atvikið hefur vakið talsverða athygli meðal bæjarbúa. Undanfarna daga hefur árleg nautahlaupshátíð farið fram í Denia en þá er nautum slept lausum niður aðalgötu bæjarins á meðan hugrakkir þátttakendur forða sér undan á hlaupum. Algengt er að þátttakendur nálgist hálftrylltar skepnurnar og ögri þeim.

Í frétt Denia kemur fram að 35 ára gamall erlendur karlmaður hafi slasast í nautahlaupinu sem átti sér stað síðastliðið miðvikudagskvöld. Fram kemur að hann hafi hlotið áverka undir höndum og á baki og verið fluttur á sjúkrahús til aðhlynningar. Hann sé í stöðugu ástandi.

Í samtali við DV kveðst  Jónheiður ekki hafa verið viðstödd þegar atvikið átti sér stað, en parið hefur verið í sumarfríi á Spáni undanfarna daga.

„Við vorum búin að fara þarna áður sem áhorfendur og við vorum fullviss um að ekki væri verið að pína dýrin og engin vopn notuð, bara verið að hlaupa undan þeim. Annars hefði ég strax labbað út og við aldrei farið aftur. Ég var búin að banna Adolf að taka þátt því ég var hrædd um að eitthvað myndi gerast. En hann fór svo án mín og stóðst ekki freistinguna!,“ segir Jónheiður.

Hún segir Adolf  aðeins hafa ætlað að snerta nautið, enda hafði hann séð marga viðstadda gera slíkt hið sama. „Hins vegar snéri það pínu upp á sig og hann missti undan sér fæturna og datt.  Nautið notaði tækifærið og stakk hornunum undir hann og henti honum yfir sig. Það náði að gera þrjár ágætis holur í kallinn.“

Adolf áttaði sig ekki alveg á hvað hafði gerst, stóð upp og stökk út í vatnið og ætlaði bara að synda í land og fara heim. Hann var hins vegar sóttur á bát og beint í sjúkrabíl,“ segir hún en svæðinu var í kjölfarið lokað tímabundið.

„Þetta leit verr út en það var af því að hann var dreginn í burtu og honum skýlt með hvítum tjöldum á meðan hann var færður í sjúkrabílinn,“ segir Jónheiður jafnframt en þegar henni var tilkynnt um slysið leit út fyrir að það hefði verið mun alvarlega en raun bar vitni. „Ég varð gríðarlega hrædd því ég fékk ekkert meira að vita í einhverja tvo klukkutíma, bara það að hann hefði verið stunginn og ég gæti ekki hitt hann.“

Hún segir Adolf hafa sloppið afar vel miðað við aðstæður og eru þau bæði frekar brött þrátt fyrir þetta óvænta atvik. „Hann er við fína heilsu og má teljast heppinn af því að ef hornin hefðu farið annars staðar inn þá hefðu líffæri getað skaddast.“

Jónheiður segir mikið líf og fjör hafa verið í bænum undanfarna daga í tengslum við hátíðina en óhjákvæmilega fylgja slys þessum hamagangi.

„Það er samt ekki mikið um stungusár held ég. Það allavega vita allir af þessu hér. Ég er að spá i að vera bara heima í húsi þar til við förum aftur heim!“

Þá kom hún eftirfarandi athugasemd á framfæri fyrir hönd Adolfs:

„Þá er ég búinn að þessu og geri þetta ekki aftur!“

Lokað er fyrir athugasemdir
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fókus
Í gær

Herra Hnetusmjör fær sinn eigin sjónvarpsþátt: „Þetta verður ekkert 18 plús“

Herra Hnetusmjör fær sinn eigin sjónvarpsþátt: „Þetta verður ekkert 18 plús“
Fókus
Í gær

Stærsta Tarantino myndin til þessa – Sjáðu fyrstu kitluna

Stærsta Tarantino myndin til þessa – Sjáðu fyrstu kitluna
Fókus
Fyrir 2 dögum

Náinn samstarfsfélagi poppkóngsins segir hann níðing: „Það gat enginn stöðvað Michael“

Náinn samstarfsfélagi poppkóngsins segir hann níðing: „Það gat enginn stöðvað Michael“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Þetta vissir þú ekki um snjallsíma: Níu áhugaverðar staðreyndir

Þetta vissir þú ekki um snjallsíma: Níu áhugaverðar staðreyndir
Fókus
Fyrir 4 dögum

Ingileif og María vilja útrýma fordómum gegn samkynhneigðum foreldrum – Ræða opinskátt um meðgönguna

Ingileif og María vilja útrýma fordómum gegn samkynhneigðum foreldrum – Ræða opinskátt um meðgönguna
Fókus
Fyrir 4 dögum

Bar eitrað skyr í bróður sinn

Bar eitrað skyr í bróður sinn