fbpx
Laugardagur 23.mars 2019

DV - Frjáls og óháður miðill

Fókus

Aðþrengdur sálfræðingur á Ísafirði: „…það endaði með því að ég fékk bara nóg af því að vera að biðja um rétt laun“

Margrét Gústavsdóttir
Mánudaginn 25. júní 2018 13:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lengi vel var enginn sálfræðingur á Ísafirði til að sinna þeim fjölmörgu sem þurfa á slíkri þjónustu að halda. Þetta breyttist fyrir tæpu ári þegar Baldur Hannesson tók að sér starf sálfræðings hjá Heilbrigðisþjónustu Vestfjarða á Ísafirði.

„Ég flutti vestur í ágúst 2017 því ég sá tækifæri í því að ráða mig á Hvest til að sinna sálfræðiþjónustu þar. Þetta var í fyrsta sinn þannig séð, sem er fastur sálfræðingur þar, og mér fannst spennandi að fá að móta þetta starf og kannski vegna þess að þjónusta til fólksins skiptir mig gríðarlega miklu máli og ég í raun brenn fyrir það,“ segir Baldur í viðtali sem birtist á BB um helgina.

Þrengt að þjónustunni

Í viðtalinu segir Baldur farir sínar ekki sléttar af Heilbrigðisstofnun Vestfjarða. Þó hann hafi sjaldan kynnst jafn góðri heild og ríkir á spítalanum. „Og ég er rosalega þakklátur fyrir þann stuðning sem ég fékk þar frá hinum almenna starfsmanni,“ bætir hann við.

„Hins vegar finnst mér og mínu stéttarfélagi að stofnunin fari ekki eftir þeim stofnanasamningi sem var til staðar, varðandi laun og umfang starfsins. Og í ljósi þess að þjónustan skiptir mig mjög miklu máli þá fannst mér erfitt að vinna þannig að ég var að gefa sem mest af mér en á sama tíma var verið að þrengja að þjónustunni hjá mér hvað þetta varðar. Og það endaði með því að ég fékk bara nóg af því að vera að biðja um rétt laun, sem varð til þess að ég sagði upp.“

Hafa auglýst tvisvar eftir sálfræðingi en engar umsóknir hafa borist

Heilbrigðisstofnun Vestfjarða hefur auglýst tvisvar eftir sálfræðingi í stað Baldurs en engin umsókn hefur borist. Baldur brennur fyrir því að þjónusta fólk og þess vegna hefur hann opnað einkastofu sem er staðsett í Vestrahúsinu.

„Ég vil að þessi þjónusta sé í boði hérna fyrir norðanverða Vestfirði. Ég verð með stofu hérna í sumar en missi skrifstofuna í haust og veit ekki hvað verður þá, svo það er mikilvægt að fólk nýti sér þessa þjónustu á meðan hún er í boði.“ Baldur segist ekki vita hvað tekur við í haust. Hvort hann muni flytja eða búa áfram á Ísafirði.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fókus
Fyrir 2 dögum

Herra Hnetusmjör fær sinn eigin sjónvarpsþátt: „Þetta verður ekkert 18 plús“

Herra Hnetusmjör fær sinn eigin sjónvarpsþátt: „Þetta verður ekkert 18 plús“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Stærsta Tarantino myndin til þessa – Sjáðu fyrstu kitluna

Stærsta Tarantino myndin til þessa – Sjáðu fyrstu kitluna